og þessvegna getum við sem nentum að lesa þetta sagt hinum frá
"Eftirtalið er ekki tollfrjálst við búferlaflutning:
búnaður, vélar eða tæki til nota við atvinnurekstur;
vélknúin ökutæki, t.d. bifreiðar, bifhjól, vélsleðar, vélbátar og flugvélar, svo og farartæki eins og seglbátar, svifflugur, svifdrekar o.þ.h.
Þeir sem flytja til landsins eftir búsetu erlendis og hafa með sér ökutæki skráð þar geta fengið leyfi tollstjóra til tímabundinnar undanþágu frá greiðslu aðflutningsgjalda; að jafnaði er þá um að ræða akstursleyfi til eins mánaðar. Þá getur þessum aðilum verið heimilt að greiða aðflutningsgjöldin með skuldabréfi sem greiðist með afborgunum. Nánari upplýsingar um þau tollfríðindi er að finna í Tímabundinn tollfrjáls innflutningur ökutækja."