bebecar wrote:
Þetta er fúlt að heyra og nú áttu eftir að díla við þessi leiðinda tryggingafélög og það er ekkert grín.
Þú þarft að hafa með þér eftirfarandi;
Nóg af vaselíni
Diktafón til að taka upp allt sem þeir segja því þeir standa ekki við neitt
Myndavél til að bóka sjálfur tjónið, varahluti o.s.frv.
Láttu þá segja þér skýrt (í diktafónin) hvort þeir beri ábyrgð á viðgerðinni eða þú... Þeir segja nefnilega að maður megi velja verkstæði en firra sig allri ábyrgð ef eitthvað klikkar sem er lagalega rangt þar sem maður er að kaupa þjónustu af þeim og þeir bera ábyrgð á henni þó þeir framselji til þriðja aðila.
Gættu þess að láta þá panta varahlutina og hafðu það skriflegt að það sé á þeirra ábyrgð (eða á diktafóninum), þá hefur þú eitthvað á þá ÞEGAR það koma rangir varahlutir ALLTOF seint.
Allt þetta er nauðsynlegt svo þú hafir nú bílaleigubíl á meðan og svo þetta taki ekki 7 vikur eins og hjá mér.
PS, varstu í órétt?
Takk fyrir góð ráð bebecar.

Verst að eiga ekki diktafón.

Það væri örugglega óvitlaust þar sem þetta lið bullar oft alveg þvers og krus í mótsögn við hvert annað.
Ég tel mig í fullum rétti þarna því það má ekki keyra eins og gaurinn gerði, þ.e. fara út úr hringtorgi úr innri hring við fyrstu gatnamót. Ætti að vera alveg í sama rétti og ef ég fengi bíl í hliðina þegar ég keyri framhjá bið eða stöðvunarskyldu. Á þó eftir að heyra dóminn frá tryggingafélaginu, þarf líklega að skreppa út í búð og sækja vaselínið áður en ég heyri í þeim.
Eftirfarandi er tekið af
http://us.is/okurettindi/category.asp?catID=319Quote:
Meginreglan er sú að sá sem ætlar að beygja út ur torginu á fyrstu gatnamótum, skal undantekningarlaust vera á hægri akrein, það er að segja á ytri akreininni í hringtorginu.
Þá er mælt með því að sá sem ætlar að aka framhjá fyrstu gatnamótunum og fara út á öðrum gatnamótum sé alla jafnan einnig á ytri akreininni, þótt ekkert banni honum að fara í innri hring.
Ég var semsagt að keyra eins og önnur málsgrein segir til um og hann var að keyra eins og fyrsta málsgrein segir til um nema var á vinstri akrein og í innri hring.
Sé auðvitað ekki gaurinn þar sem hann kemur þarna aftan að mér og inn í "mjöðmina" á mér. Ég sá vel inn í hringtorgið og þar var auðvitað enginn bíll svo ég held áfram eftir ytri hringnum.
Varðandi skemmdirnar þá verður skipt komplet um bílstjórahurð þar sem hún er illa beygluð. Svo er nudd og rispur alla leið aftur með hliðinni en lítið eða ekkert beyglað þar, framhurðin tók allt höggið.