bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Árekstur :-((((( https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2623 |
Page 1 of 2 |
Author: | iar [ Thu 11. Sep 2003 22:56 ] |
Post subject: | Árekstur :-((((( |
Gadem! ![]() ![]() ![]() Hlaut að koma að því í brjálæðinu hér í umferðinni. Fékk einn í hliðina í gærkvöldi. ![]() ![]() ![]() Gaurinn ákvað að fara af vinstri akreininni á Hringbraut (á leið austur) inn í hringtorgið og beint út aftur á Suðurgötu en reyndi að fara í gegnum mig. Magnaður andskoti að láta sér detta þetta í hug að keyra svona! ![]() Engin slys á fólki sem betur fer nema ég er meinilla farinn andlega... djö sem maður nennir ekki að lenda og standa í svona vitleysu. ![]() En eins og góður maður sagði, á meðan það er bara járnið en ekki kjötið sem skemmist þá er allt í góðu.. |
Author: | Ozeki [ Thu 11. Sep 2003 23:11 ] |
Post subject: | |
Fúlt ![]() Hvert ætli hann hafi verið að góna þegar hann beyjir út úr hringtorginu .... maður keyrir ekki bara í gegnum bíl við hliðina á sér ef maður er á annað borð að horfa hvert maður er að fara ![]() ![]() Er bílinn mikið skemmdur .. ? |
Author: | Haffi [ Thu 11. Sep 2003 23:35 ] |
Post subject: | |
Dude ég samhryggist!!!!!!!! ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Benzari [ Fri 12. Sep 2003 00:12 ] |
Post subject: | |
Djöfull að heyra þetta. Er hinn í rétti ? ![]() Ég var mjög nálægt því í vor að gera sömu vitleysu og þessi klessukarl en bíllinn við hliðina stoppaði sem betur fer. |
Author: | bebecar [ Fri 12. Sep 2003 08:34 ] |
Post subject: | |
Þetta er fúlt að heyra og nú áttu eftir að díla við þessi leiðinda tryggingafélög og það er ekkert grín. Þú þarft að hafa með þér eftirfarandi; Nóg af vaselíni Diktafón til að taka upp allt sem þeir segja því þeir standa ekki við neitt Myndavél til að bóka sjálfur tjónið, varahluti o.s.frv. Láttu þá segja þér skýrt (í diktafónin) hvort þeir beri ábyrgð á viðgerðinni eða þú... Þeir segja nefnilega að maður megi velja verkstæði en firra sig allri ábyrgð ef eitthvað klikkar sem er lagalega rangt þar sem maður er að kaupa þjónustu af þeim og þeir bera ábyrgð á henni þó þeir framselji til þriðja aðila. Gættu þess að láta þá panta varahlutina og hafðu það skriflegt að það sé á þeirra ábyrgð (eða á diktafóninum), þá hefur þú eitthvað á þá ÞEGAR það koma rangir varahlutir ALLTOF seint. Allt þetta er nauðsynlegt svo þú hafir nú bílaleigubíl á meðan og svo þetta taki ekki 7 vikur eins og hjá mér. PS, varstu í órétt? |
Author: | Gunni [ Fri 12. Sep 2003 10:52 ] |
Post subject: | |
úff fúlt maður ![]() |
Author: | iar [ Fri 12. Sep 2003 11:46 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Þetta er fúlt að heyra og nú áttu eftir að díla við þessi leiðinda tryggingafélög og það er ekkert grín. Þú þarft að hafa með þér eftirfarandi; Nóg af vaselíni Diktafón til að taka upp allt sem þeir segja því þeir standa ekki við neitt Myndavél til að bóka sjálfur tjónið, varahluti o.s.frv. Láttu þá segja þér skýrt (í diktafónin) hvort þeir beri ábyrgð á viðgerðinni eða þú... Þeir segja nefnilega að maður megi velja verkstæði en firra sig allri ábyrgð ef eitthvað klikkar sem er lagalega rangt þar sem maður er að kaupa þjónustu af þeim og þeir bera ábyrgð á henni þó þeir framselji til þriðja aðila. Gættu þess að láta þá panta varahlutina og hafðu það skriflegt að það sé á þeirra ábyrgð (eða á diktafóninum), þá hefur þú eitthvað á þá ÞEGAR það koma rangir varahlutir ALLTOF seint. Allt þetta er nauðsynlegt svo þú hafir nú bílaleigubíl á meðan og svo þetta taki ekki 7 vikur eins og hjá mér. PS, varstu í órétt? Takk fyrir góð ráð bebecar. ![]() ![]() Ég tel mig í fullum rétti þarna því það má ekki keyra eins og gaurinn gerði, þ.e. fara út úr hringtorgi úr innri hring við fyrstu gatnamót. Ætti að vera alveg í sama rétti og ef ég fengi bíl í hliðina þegar ég keyri framhjá bið eða stöðvunarskyldu. Á þó eftir að heyra dóminn frá tryggingafélaginu, þarf líklega að skreppa út í búð og sækja vaselínið áður en ég heyri í þeim. Eftirfarandi er tekið af http://us.is/okurettindi/category.asp?catID=319 Quote: Meginreglan er sú að sá sem ætlar að beygja út ur torginu á fyrstu gatnamótum, skal undantekningarlaust vera á hægri akrein, það er að segja á ytri akreininni í hringtorginu.
Þá er mælt með því að sá sem ætlar að aka framhjá fyrstu gatnamótunum og fara út á öðrum gatnamótum sé alla jafnan einnig á ytri akreininni, þótt ekkert banni honum að fara í innri hring. Ég var semsagt að keyra eins og önnur málsgrein segir til um og hann var að keyra eins og fyrsta málsgrein segir til um nema var á vinstri akrein og í innri hring. Sé auðvitað ekki gaurinn þar sem hann kemur þarna aftan að mér og inn í "mjöðmina" á mér. Ég sá vel inn í hringtorgið og þar var auðvitað enginn bíll svo ég held áfram eftir ytri hringnum. Varðandi skemmdirnar þá verður skipt komplet um bílstjórahurð þar sem hún er illa beygluð. Svo er nudd og rispur alla leið aftur með hliðinni en lítið eða ekkert beyglað þar, framhurðin tók allt höggið. |
Author: | bebecar [ Fri 12. Sep 2003 12:31 ] |
Post subject: | |
Ég hélt að bíll á innri akrein ætti alltaf réttin í hringtorgi en þetta meikar nú meiri sense svona. Annars lítur þetta nú út fyrir glæfraakstur einhversskonar, hann kemur greinilega inn í hringtorgið á eftir þér en fer út á sama tíma og ætlar greinilega frammúr í hringtorginu.... Á hvernig bíl var hann og hve gamall, kyn o.s.frv. |
Author: | Gunni [ Fri 12. Sep 2003 13:03 ] |
Post subject: | |
já bíll á innri agrein á alltaf réttinn, NEMA ef hann ætlar út á fyrstu, því þá á hann að vera á ytri akrein. |
Author: | bebecar [ Fri 12. Sep 2003 13:22 ] |
Post subject: | |
Við vonum það allavega - það er SVOOOOOO leiðinlegt að standa í svona bulli. |
Author: | iar [ Fri 12. Sep 2003 15:53 ] |
Post subject: | |
Jæja.. var að tala við vini mína hjá tryggingafélaginu. ![]() Þetta var alveg klárt og ég er í 100% rétti! ![]() ![]() Nú er það bara celebration í kvöld ![]() ![]() Þvílíkur léttir þar sem maður var svo innilega að búast við hinu versta! Þá er þessum hluta lokið og næst bara að bíða eftir hurðinni. Meira síðar, stay tuned. |
Author: | bebecar [ Fri 12. Sep 2003 15:57 ] |
Post subject: | |
Þetta eru góðar fréttir, það er þá einhver skynsemi í þessu! EN það er SKO engin skynsemi í BÚKOLLU! Þá lá við að ég ![]() Er þessi uppskrift að norðan eða hvað ![]() |
Author: | Vargur [ Fri 12. Sep 2003 16:14 ] |
Post subject: | |
Mér finnst þessi uppskrift alger snilld, væri til í að prófa, allavega er allt í uppskriftinni eitthvað sem mér finnst gott, þyrfti bara að bæta við skyri með perubragði ! ![]() |
Author: | Haffi [ Fri 12. Sep 2003 16:19 ] |
Post subject: | |
_ALDREI_ bjóða mér í mat ![]() |
Author: | bebecar [ Fri 12. Sep 2003 16:26 ] |
Post subject: | |
Stundum er of mikið af því góða ekki gott... Ég færi t.d. ekki að blanda saman rauðvíni, bjór og freyðivíni! Þið eruð kreisí! En þetta er skondin uppskrift! Annars skil ég ekki hvernig nokkur nennir að standa í því að búa til Bernaise sósu fyrir Pizzu... þetta er svo mikið rosalegt vesen að ég geri þetta mesta lagi tvisvar á ári. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |