bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Er að leita mér að e36 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2605 |
Page 1 of 1 |
Author: | Jói [ Wed 10. Sep 2003 12:28 ] |
Post subject: | Er að leita mér að e36 |
Nú er ég búinn að vera á milli bíla í of langan tíma og ég er jafnvel að spá í e36 núna. Ekkert of fínt, þ.e. ekki 6 cyl. Annaðhvort 316 eða 318, 2 eða 4 dyra hentar mér vel. Annars hef ég aldrei ekið 316, ætli hann sé nokkuð of hægur með 1.6 l vél? Hvað finnst ykkur um þennan? Kannski 300 þ stgr. sem er ekkert slæmt verð og nokkuð sanngjarnt mundi ég halda. Kannski ég athugi hann á næstunni. Vitið þið annars um mjög venjulega 4 cyl e36 á viðráðanlegu verði (500 þ algert hámark)? |
Author: | bebecar [ Wed 10. Sep 2003 12:32 ] |
Post subject: | |
Vinur minn á svona 316i, hann vinnur allt í lagi og er fínn á fartinni. En aðal kosturinn er eyðslan, ég hef aldrei vitað annan eins sparibauk.... Hann er að eyða 8 lítrum innanbæjar... stundum 9, en fer svo vel niður í langkeyrslu. |
Author: | Jói [ Wed 10. Sep 2003 12:35 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Vinur minn á svona 316i, hann vinnur allt í lagi og er fínn á fartinni. En aðal kosturinn er eyðslan, ég hef aldrei vitað annan eins sparibauk....
Hann er að eyða 8 lítrum innanbæjar... stundum 9, en fer svo vel niður í langkeyrslu. Það er ekki mikil eyðsla miðað við BMW, en ekkert afgerandi lítið miðað við 1.6 l vél. Annars er krafturinn ekki það sem heillar við BMW, heldur er það aksturseiginleikarnir, en þetta tvennt vinnur vel saman. ![]() |
Author: | Jói [ Wed 10. Sep 2003 17:41 ] |
Post subject: | |
Hvers konar verð er nú þetta hérna? Pirrandi þegar reynt er að halda verði á fínni bílum uppi. Þó svo að ég mundi sennilega vilja það líka ef ég ætti BMW eða annan fínan bíl. En þetta finnst mér samt of langt gengið. |
Author: | Bjarki [ Wed 10. Sep 2003 19:36 ] |
Post subject: | |
Bjóddu bara í bílinn maður og sjáðu hvað gerist. Þetta er ásett verð og þetta er ísland! |
Author: | Moni [ Wed 10. Sep 2003 21:31 ] |
Post subject: | |
hehe það er rétt!!! ![]() En Joi, þú ert aðeins of seinn, ég var að selja minn 318i (1993, ek. 136 þús), og þótt ég segi sjálfur frá þá hefur sá bíll aldrei verið í svona góðu ástandi, mér finnst allir bílar vera svo mikið drasl núna og á aldrei eftir að finna neinn útaf því... Ég tók líka til hendinni og gerði mjög mikið fyrir hann stuttu áður en að ég seldi hann... ...sakna hans frekar mikið ![]() En það er náttúrulega ekkert betra en að skilja við uppáhalds bílinn sem maður hefur átt í fullkomnu ástandi... |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |