bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nýja fimman.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2604
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Wed 10. Sep 2003 12:24 ]
Post subject:  Nýja fimman.

Mig langar aðeins að kommenta á nýju fimmuna.

Ég hef oft talað um hér að þrátt fyrir það að E39 og E46 bílarnir séu óumdeilanlega bestir í sínum flokki þá hafi þeir að mínu mati verið full venjulegir í útliti og ég var lengi að venjast þeim. Mér finnst þessi bílar ágætir í dag en alls ekki neitt sérstakir en myndi auðvitað ekki láta það stoppa mig í að kaupa svona bíl ef ég ætti pening til þess.

En það er þó þannig að nú er komin ný fimma og virðast einhverjir bílar vera komnir á göturnar hér heima og ég er búin að sjá þá nokkrum sinnum og ég verð að segja að hann lítur geysilega vel út. Mér finnst hann mun rennilegri og heilsteyptari, vígalegur og nútímalegur OG mér finnst hann miklu betri í holdinu heldur en á myndum.

Hvað finnst ykkur?

Author:  Vargur [ Wed 10. Sep 2003 12:32 ]
Post subject: 

Ég er ekki sammála, mér finst blómaskeið bmw í honnun hafa verið .i bílum eins og 800 bílnum og svo E-34, E-36, og E-38, ég hef grun um að þessir bílar séu allir undan rifjun sama hönnuðar, auðvitað er E-39 og E-46 fallegir bílar og maður væri alveg til í svoleiðis en mér finnst þeir heldur "venjulegir" í útliti. Nýja fimman og sjöan finnast mér hreinlega ljótir en þeir venjast kanski.

Author:  bebecar [ Wed 10. Sep 2003 12:34 ]
Post subject: 

Ég er nú sammála að mér finnst bimmarnir glæsilegastir uppúr 1990...

En mér finnst nýja lúkkið hjá BMW mjög mikilvægt, það er ekkert verra en stöðnun í þessum efnum en ég tel að bæði Benz og Audi séu búnir að mála sig útí horn. BMW braut af sér hefðina og er á flugi.

Author:  Jói [ Wed 10. Sep 2003 12:41 ]
Post subject: 

Ég hef einnig séð nokkra á götunum og þetta er flottur bíll, en einhvern veginn finnst mér þetta ekki vera svo flottur BMW. En ég held nú samt að það venjist smám saman eftir því sem maður sér þá oftar og jafnvel tekur aðeins í hann. Ég held líka að sú staðreynd að BMW er núna að koma með nýtt look á bílanna sína (t.d. nýja sjöan og nýja fimman) gerir það að verkum að ég þarf smá tíma til að venjast þessum bílum sem BMW. Annars held ég að þetta hafi alltaf átt við þegar BMW hafi komið með nýtt look á sína bíla (sbr. e38, e39 og e46) þó reyndar að það hafi ekki verið eins róttækt og nú.

Author:  bebecar [ Wed 10. Sep 2003 12:44 ]
Post subject: 

Já, það er nú einmitt málið - þetta hafa stundum verið ansi miklar breytingar.

Author:  Dr. E31 [ Wed 10. Sep 2003 15:44 ]
Post subject: 

Ég var nú svo heppinn að fá að reynsluaka nýjum 530 um daginn, og eftir það hef ég bara góða hluti að segja um nýju fimmuna, þægindi, fegurð, aksturseiginleikar, mér fannst ég vera að keyra 900kg. bíl. Og common það eru vængir á höfuðpúðunum til að halda við höfuðið á manni. Ég er búinn að venjast honum og fynnst hann mjög flottur.

Author:  Jói [ Wed 10. Sep 2003 15:51 ]
Post subject: 

Dr. E31 wrote:
Ég var nú svo heppinn að fá að reynsluaka nýjum 530 um daginn, og eftir það hef ég bara góða hluti að segja um nýju fimmuna, þægindi, fegurð, aksturseiginleikar, mér fannst ég vera að keyra 900kg. bíl. Og common það eru vængir á höfuðpúðunum til að halda við höfuðið á manni. Ég er búinn að venjast honum og fynnst hann mjög flottur.


Ég er alveg viss um að ef (þegar) ég mun reynsluaka svona bíl þá á ég eftir að fíla hann miklu betur, en þannig er það nú alltaf með góða bíla.

Author:  Haffi [ Wed 10. Sep 2003 16:27 ]
Post subject: 

Þetta var eins og þegar mér fannst E24 E28 E30 E32 E34 LAAAAANG flottustu bílarnir. Og vinir mínir voru að reyna fá mig til að kaupa mér E36 þrist og ég sagði þeim að það væru ljótustu bílar sem til væru og varð bara pirraður við tilhuxunina að keyra um á þannig "haug" :)

En stundum þarf maður bara að þroskast uppúr vitleysunni :P

Author:  íbbi_ [ Wed 10. Sep 2003 18:43 ]
Post subject: 

mér finnst margt mjög töff í nýju fimmuni og það er greinilegt að þeir eru að "ná tökum" á nýja lúkkinu sínu þar sem hver bíllin er að verða betri.. t.d nýja 6an finnst mér með glæsilegustu bílum sem verið hannaðir eftir aldamót...
ég gæti svosum alveg tekið undir það að e39 sé frekar venjulegur í útliti en hann er bara svo fallegur...

Author:  bjahja [ Wed 10. Sep 2003 22:00 ]
Post subject: 

Fimman er miklu flottari með berum augum en á myndum.
Síðan hefur bmw alltaf búið til tvo svipaða bíla, svo alveg breytt hönnuninni, t.d vor u fyrstu 2 þristarnir líkir, síðan breyttist hann rosalega í E36 en ekki jafn mikið í E46 síðan á hann örugglega eftir að breytast mikið næst. Það sama er að segja um fimmuna.

Author:  Gunni [ Wed 10. Sep 2003 22:15 ]
Post subject: 

Mér finnst þessi bíll vera snilld. mér finnst hann virkilega flottur, og það e ralveg frábært að keyra hann.

bara mínir 2 aurar

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/