bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

WTCC Macau 2007
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=25901
Page 1 of 1

Author:  gdawg [ Tue 27. Nov 2007 09:25 ]
Post subject:  WTCC Macau 2007

Sælir félagar, ég er búinn að vera mjög slappur í myndasendingum síðan um mitt sumar... Tímabilið í BTCC gekk mjög vel hjá okkur Colin endaði sem Independents Champion, allir mjög hressir með það :D
Hann fékk líka tækifæri til að sanna sig í WTCC á Brands Hatch í lok sumars og gerði það gott, 4. og 5 sæti.

Eftir það hófust miklar samningaviðræður og úr varð að við tókum þátt í lokakeppni WTCC í Macau. Sem verður að segjast er einhver geðbilaðasta kappakstursbraut í heiminum. Borginni er beinlínis breytt í kappakstursbraut og það er varla pláss fyrir 2 bíla hlið við hlið á stórum kafla og steinveggir eða stálgrindverk sitt hvoru megin. Svo er mjög langur beinn kafli með tveim smá hlykkjum, hámarkshraði 242 km/klst. Við þurftum að láta sérsmíða 6 gírinn í kassann hjá okkur fyrir þennan endahraða, aðeins 150.000 kall takk fyrir :shock:

Image

Ekki nóg með það að það sé geðveiki að keyra á bílum þarna, heldur var einnig keppt á mótorhjólum... superbikes og svo 600cc, því miður náði ég engum myndum af hjólunum en google hjálpar sennilega þeim sem vilja.

En nóg af bulli hér koma nokkrar myndir.

Bíllinn málaður upp á nýtt fyrir nýjan sponsor

Image

Image

Image

Image

Asíubúar hafa gaman af því að taka myndir... þvílíkur fjöldi af fólki í pittinum, fáránlegt!!
Image

Allt í lagi með þetta samt! Öll spilavítin á svæðinu sendu hópa af fögrum fljóðum til að kynna starfsemi sína.
Image

Tools of the trade...
Image

Fyrsta daginn var ekki mikið um að vera á brautinni... en hún var samt sem áður alltaf opin fyrir umferð á nóttunni.
Image

Image

Ég tók laaaangan tíma í að taka niður loftnetin og talstöðvabúnaðinn ofan af race control turninum. Enda var síðasta F3 keppnin að fara að byrja 8)
Image

Image

Image

Eitt vídeo til að prófa

Image

Smá túrista skot svona til að enda þetta.... því miður á ég engar action myndir af WTCC keppninni, en þetta var sýnt á Eurosport þannig að ég mæli með að menn horfi á þetta ef þeir komast í það.

Image

Útsýnið frá skýjakljúfnum þar sem BMW fagnaði titli framleiðenda og Andi Priaulx fagnaði titli ökumanna.
Image


Macau er fyrir þá sem ekki vita Las Vegas Asíu og er borg sem sefur aldrei. Algjör SinCity!!
Image

Image

Image

Author:  gunnar [ Tue 27. Nov 2007 10:08 ]
Post subject: 

Alltaf jafn gaman að lesa þetta.. Helvíti er bíllinn vígalegur líka á fyrstu myndinni,, 8)

Author:  Kristjan [ Tue 27. Nov 2007 16:08 ]
Post subject: 

Ég fór með konu á fjórhjól sem vann sem (spilavíta)Arkitekt í þessari borg, mjög áhugaverður staður, setti hana inn á listann yfir borgir sem ég ætla að ferðast til.

Gaman að sjá gott gengi hjá ykkur.

Author:  íbbi_ [ Tue 27. Nov 2007 16:28 ]
Post subject: 

hvar er þessi borg?

Author:  gdawg [ Tue 27. Nov 2007 17:52 ]
Post subject: 

í Kína, rétt hjá Hong Kong. Portúgalir réðu þarna lögum og lofum þangað til fyrir skemmstu, en það er svo mikið peningaflæði þarna að Kínverjar tíma sjálfsagt ekki að breyta því :P

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/