bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Úlfarsfell: Stöðvaður á 176 km hraða https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2586 |
Page 1 of 3 |
Author: | SE [ Tue 09. Sep 2003 09:19 ] |
Post subject: | Úlfarsfell: Stöðvaður á 176 km hraða |
"Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ökumann bifreiðar á 176 km hraða við Úlfarsfell á Vesturlandsvegi um klukkan eitt í nótt. Þar er 80 km hámarkshraði." Hann missir teinið í einhverja mánuði, rúmlega helmingi of hratt....... Svona gerir maður ekki ![]() |
Author: | Vargur [ Tue 09. Sep 2003 09:54 ] |
Post subject: | Re: Úlfarsfell: Stöðvaður á 176 km hraða |
Svona gerir maður ekki ![]() Ætlarðu að seigja okkur að þú hafir ekki sett 420 bílinn yfir 200 ![]() |
Author: | oskard [ Tue 09. Sep 2003 10:12 ] |
Post subject: | Re: Úlfarsfell: Stöðvaður á 176 km hraða |
Dufan wrote: Svona gerir maður ekki ![]() Ætlarðu að seigja okkur að þú hafir ekki sett 420 bílinn yfir 200 ![]() hehe ![]() |
Author: | bebecar [ Tue 09. Sep 2003 10:34 ] |
Post subject: | |
Svona gerir maður ekki nema á öruggum stöðum og einn í bílnum.... ![]() |
Author: | fart [ Tue 09. Sep 2003 10:40 ] |
Post subject: | |
talandi um eitt sem maður gerir ekki. Ég var að horfa á Video sem eru hér í myndbandasafninu af einhverri "götuspyrnu" í niðamyrkri á götu sem var ekki lokuð. Í einni spyrnunni munaði minnstu að alvarlegt slys yrði þegar bíll keyrði inn á götuna í miðri spyrnu tveggja bíla. ólöglegar götuspyrnur í myrkri á opinni götu.. svona gerir maður ekki. |
Author: | SE [ Tue 09. Sep 2003 10:41 ] |
Post subject: | |
Svona gerir maður ekki - það þýðir 1. Svona gerir maður ekki ![]() |
Author: | bebecar [ Tue 09. Sep 2003 11:04 ] |
Post subject: | |
Já, t.d. |
Author: | Schulii [ Tue 09. Sep 2003 17:25 ] |
Post subject: | |
Þessar umræður eru á gráu svæði finnst mér. Ég hef sagt fullt af fólki frá þessari síðu og þessum BMW áhugamannaklúbb. Það er gott að vita til þess að ef þessu fólki eða hverjum sem er dettur í hug að sjá hvað við erum að rabba um hérna þá sjái það hluti eins og "... tilvitnun eytt..." |
Author: | Ozeki [ Tue 09. Sep 2003 17:58 ] |
Post subject: | |
Mér finnst alveg vítavert að aka svona á almenningsvegi og ef það ætti að slá á léttari nótur mætti mín vegna skrifa að það mætti klippa undan ökumanninum um leið og teinið yrði klippt. Að sama skapi finnst mér vítavert að hvetja til, eða láta skína í að slíkt hátterni sé á einhvernhátt ásættanlegt. Ég vona að flestir á spjallinu séu sammála um það, annars myndi ég halda að flestir þeir sem myndu vilja kynna sér klúbbinn myndu komast að þeirri niðurstöðu að þar væru meiriháttar óábyrgar meiningar á ferðinni. Og það væri klúbbur sem í það minnsta ég myndi ekki vilja eiga aðild að. |
Author: | iar [ Tue 09. Sep 2003 21:14 ] |
Post subject: | |
Schulii_730i wrote: Þessar umræður eru á gráu svæði finnst mér.
Ég hef sagt fullt af fólki frá þessari síðu og þessum BMW áhugamannaklúbb. Það er gott að vita til þess að ef þessu fólki eða hverjum sem er dettur í hug að sjá hvað við erum að rabba um hérna þá sjái það hluti eins og "... tilvitnun eytt... " Sammála Schulii. Þetta hefur líka verið rætt áður og það er alveg víst að allt svona tal um að stinga löggur af og aðra vitleysu er ekki vel liðið hér á spjallinu. Ég henti umræddum pósti og vil bara segja eins og góður maður sagði af allt öðru tilefni hér á spjallinu, Keep it clean people! ![]() PS: Ég editaði aðeins tilvitunina hjá þér Schulii, þú fyrirgefur mér vonandi einhverntíman. ![]() |
Author: | GHR [ Tue 09. Sep 2003 21:38 ] |
Post subject: | |
iss piss, þetta finnst mér soldið hart ![]() |
Author: | Haffi [ Tue 09. Sep 2003 22:19 ] |
Post subject: | |
huh? já ney gummi. |
Author: | bjahja [ Tue 09. Sep 2003 22:21 ] |
Post subject: | |
Ég er sammála þessu, þó að það hljómi asnalega þá skaðar svona tal ýmind klúbbsins ![]() |
Author: | Haffi [ Tue 09. Sep 2003 22:25 ] |
Post subject: | |
Sammála síðasta ræðumanni þó svo að hann tannbursti felgurnar sínar ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 10. Sep 2003 09:13 ] |
Post subject: | |
LOL! Bjahja hefði aldrei átt að segja frá þessu.... Ég held að flestir okkar lýsi því nú yfir að ábyrgur akstursmáti sé málið og við erum duglegir að grilla þá sem eru með yfirlýsingar. EN þetta er stór klúbbur og hér er allavega fólk. Ég keyri mig heldur ekki um neina fanatík hérna, það gildir auðvitað í báðar áttir. |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |