bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hef bara ALDREI lent í öðru eins!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=25826
Page 1 of 1

Author:  Þórólfur [ Thu 22. Nov 2007 20:36 ]
Post subject:  Hef bara ALDREI lent í öðru eins!

Ég er semsagt að reyna að versla mér bíl, BMW 540 nánar tiltekið.

Þessi bíll er auglýstur á bílasölu hér í bæ og er til sýnis á sölunni. Það er búið að reyna að ná í eigandann í heila viku án þess að hann hafi látið sjá sig. Hann er tvisvar búinn að bregðast þegar hann hefur ætlað að koma og kíkja á minn og leyfa mér að reynsluaka.
Aldrei áður hefur mér reynst erfitt að ná í seljanda bíls. Ég er farinn að hallast að því að hann hafi bara engan áhuga á að selja bílinn!

Til að bæta gráu ofan á svart þá er hann hættur að taka símann, hvorki í vinnunni né GSM.

Ég veit ekki hvað skal gera. :shock:

Author:  srr [ Thu 22. Nov 2007 20:39 ]
Post subject: 

Kannski er búið að henda eigandanum í steininn :wink:

Author:  gunnar [ Thu 22. Nov 2007 20:41 ]
Post subject: 

Nóg til af þessum bílum, keyptu bara einhvern annan.

Author:  Sezar [ Thu 22. Nov 2007 20:54 ]
Post subject: 

Hvaða bíll er um ræðir?

Author:  Þórólfur [ Thu 22. Nov 2007 21:01 ]
Post subject: 

Þetta er bílinn:

http://www.bilasolur.is/Main.asp?show=C ... NIC%20(100%%20LÁN)&ARGERD_FRA=2001&ARGERD_TIL=2003&VERD_FRA=2990&VERD_TIL=3590&EXCLUDE_BILAR_ID=208496

Það eru ekki svo margir til sölu af þessari árgerð. Ætlaði að yngja aðeins upp en það lítur út fyrir að það bíði betri tíma. Enda stóránægður með 528 :D

Author:  Sezar [ Thu 22. Nov 2007 21:29 ]
Post subject: 

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=25356

Author:  Alpina [ Thu 22. Nov 2007 22:57 ]
Post subject: 

Er ekki orsök fyrir öllu

Author:  Mánisnær [ Fri 23. Nov 2007 01:15 ]
Post subject: 

Ég hafði samband við eigandann fyrir um 2 mánuðum og skoðaði og prófaði bílinn, kom sama kvöld, ekkert vesen. topp strákur, þreif hann áður en hann syndi mer og alles pakken.

þetta er geggjaður e39 540 8)

Author:  íbbi_ [ Fri 23. Nov 2007 03:04 ]
Post subject: 

ef þú villt E39 540... þá á félagi minn bíl sem er framleiddur um vorið 2003.. silvur grar með M pakkanum eins og þessi, keyrður 28 þús,
með COMFORT sætum og paralell felgum

Author:  jens [ Fri 23. Nov 2007 08:05 ]
Post subject: 

Ferð ekki að klikka á þessu, ég var farinn að hlakka til að fá rúnt.

Author:  Svenni Tiger [ Fri 23. Nov 2007 08:24 ]
Post subject: 

fyrst þig langar í svona bíl

afhverju ætti þig ekki miklu frekar langa að fá alpina b10? :wink:

fáðu þér bara frekar þennan 8)

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=25494

amsk. myndi ég mun frekar vilja svona en 540 8)

Author:  Þórólfur [ Fri 23. Nov 2007 09:14 ]
Post subject: 

jens wrote:
Ferð ekki að klikka á þessu, ég var farinn að hlakka til að fá rúnt.


Við sjáum til Jens, ætla að gefa honum nokkra daga til viðbótar, en samt er þetta eitthvað skrítið.

Author:  einarornth [ Fri 23. Nov 2007 11:07 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
ef þú villt E39 540... þá á félagi minn bíl sem er framleiddur um vorið 2003.. silvur grar með M pakkanum eins og þessi, keyrður 28 þús,
með COMFORT sætum og paralell felgum


Hver er verðmiðinn á þessum?

Author:  íbbi_ [ Fri 23. Nov 2007 14:37 ]
Post subject: 

sett á hann eitthvað svipað og þennan held ég.. 3.3-3.4 hann hefur að vísu lent í tjóni, en það var ekki mikið, bíllin lagaður á viðurkenndu verkstæði og til myndir af tjóninu,

alveg brilliant bíll, manni fannst maður koma nokkur ár aftur í tíman að setjast uppí sona heilan og nýlegan E39

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/