bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hvernig er e46 að standa sig?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=25807
Page 1 of 1

Author:  zneb [ Wed 21. Nov 2007 22:23 ]
Post subject:  hvernig er e46 að standa sig?

Félagi minn er að spá í e46, nánar tiltekið þessum meðal annars:

http://www.bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&BILASALA=21&BILAR_ID=210065&FRAMLEIDANDI=BMW&GERD=3%20CABRIO&ARGERD_FRA=2000&ARGERD_TIL=2002&VERD_FRA=3000&VERD_TIL=3600&EXCLUDE_BILAR_ID=210065

Hvernig er e46 að standa sig í rekstri varðandi viðhald og þannig?

Og annað, hvað finnst ykkur um verðið, það er hægt að fá svipaða (yfirleitt betur búna) bíla inn á ca. 2,4/5 sýnist mér miðað við mobile og ebay usa.

sett 2,3 á 330ci, reyndar ekki blæja né bsk.
http://www.bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&BILASALA=55&BILAR_ID=124921&FRAMLEIDANDI=BMW&GERD=330%20COUPE&ARGERD_FRA=1999&ARGERD_TIL=2001&VERD_FRA=2000&VERD_TIL=2600&EXCLUDE_BILAR_ID=124921

Author:  íbbi_ [ Wed 21. Nov 2007 22:25 ]
Post subject: 

mín littla reynsla af E46 er bara góð..

mér finnst samt ansi margir 320d hafa átt við ansi miklar gangtruflanir að stríða.. og kosta ansi mikið að laga það oft..

en þeir eru svosum allir keyrðir til tunglsins

Author:  DABBI SIG [ Wed 21. Nov 2007 23:12 ]
Post subject: 

Þessi seinni seldist í síðustu viku, hinn þekki ég ekki neitt en E46 eru mjög flottir og góðir bílar. Þeir hafa margir hverjir mikið af búnaði, sem er auðvitað bara skemmtilegra, og kostur við þá er að þeir eru léttari en aðrir stærri bimmar þannig að ef þú ert að leita þér að afli þá er það oft að skila sér betur heldur en í hinum stóru flekunum. Persónulega finnst mér þeir lúkka rosalega vel :twisted:
Kv. Dabbi

Author:  Xavant [ Wed 21. Nov 2007 23:17 ]
Post subject: 

e46 eru virkilega skemtilegir og sprækir bílar, litlir og nettir :)

Author:  zneb [ Thu 22. Nov 2007 00:03 ]
Post subject: 

Já, þetta eru smekklegir bílar og í flestum tilfellum á toppnum í samanburðar testum, hef reyndar aldrei keyrt svona sjálfur.

En hvað finnst mönnum um verðið? Er ekki full hátt ásett. Hvað erum við að tala um, yfirtaka + 200k?

Author:  Bjössi [ Thu 22. Nov 2007 00:15 ]
Post subject: 

hef átt 318, 325 og m3, þessir bílar eru bara snilld!

Author:  DABBI SIG [ Thu 22. Nov 2007 00:33 ]
Post subject: 

zneb wrote:
Já, þetta eru smekklegir bílar og í flestum tilfellum á toppnum í samanburðar testum, hef reyndar aldrei keyrt svona sjálfur.

En hvað finnst mönnum um verðið? Er ekki full hátt ásett. Hvað erum við að tala um, yfirtaka + 200k?


Tja ég veit nú ekki hvað þessi seinni seldist á, en sá efri fer nú örugglega ekki alveg á milljón + yfirtaka.
Kv. Dabbs

Author:  Mánisnær [ Thu 22. Nov 2007 00:58 ]
Post subject: 

Ég átti þennann 330ci..

e46 eru alltílagi bílar en ekkert miðað við e39! Ég átti facelift e39 bíl sem ég fýlaði í ræmur, það var reyndar aflaust kvikindi en þetta var samt svoo solid bíll og bara geggjað að keyra þá. ég mun einhverntímann eignast 540/m5, kemur ekki annað til greina.


Annars var 330 falur á 500 og yfirtöku - 2 millz, í beinni sölu. Þeas ekki í gegnum bílasölu.

Author:  . [ Thu 22. Nov 2007 02:06 ]
Post subject: 

Get alveg mælt með svona blæju ótrúlega góðir bílar.

Author:  Einarsss [ Thu 22. Nov 2007 09:49 ]
Post subject: 

Sáttur með minn 2004 árg af 320d touring, skemmtileg vinnsla í þessari vél, sérstaklega eftir 70 km hraða.

Author:  JonHrafn [ Thu 22. Nov 2007 12:35 ]
Post subject: 

e46 eru mjög skemmtilegir og liprir bílar. Strax í e39 ertu kominn með meiri fleka en að sjálfsögðu skemmtilegri krúser.

Varðandi þetta skot á 320d .... það er nú ýmislegt búið að ganga á eftir 200þús km .þ Ekkert prob með minn ennþá, enda ekki ekinn "nema" 100þús :þ

Author:  íbbi_ [ Thu 22. Nov 2007 12:44 ]
Post subject: 

báðir þeir 320d bílar sem ég hef vitað af í svipuðum vandamálum áttu töluvert eftir í 200k,

engu síður er ég mjög hrifin af 320d..

Author:  Danni [ Thu 22. Nov 2007 16:52 ]
Post subject: 

Minn 330d er búinn að standa sig vel... enn sem komið er allavega.

Ég er allavega mjög ánægður með hann!

Author:  Lindemann [ Thu 22. Nov 2007 17:45 ]
Post subject: 

Danni wrote:
Minn 330d er búinn að standa sig vel... enn sem komið er allavega.

Ég er allavega mjög ánægður með hann!


Mamma á líka X5 með þessari sömu 3.L díselvél, og það hefur aldrei verið neitt vesen á honum þetta ár sem hún er búin að eiga bílinn

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/