bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Jæja, þá er bara kominn formlega vetur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=258
Page 1 of 3

Author:  GHR [ Mon 28. Oct 2002 23:26 ]
Post subject:  Jæja, þá er bara kominn formlega vetur

Jæja, þá er bara kominn formlega vetur :(
Byrjað að koma hálka og alles. Versti tími fyrir bílanna þ.e.a.s. salt út um allt, snjór, frost (Ooojjjj)

Ætla margir að keyra BMW-anna sína í vetur? Eða vera sniðugir og leggja þeim á heitum og góðum stað til að dunda sér (maður virðist alltaf geta dundað sér við eitthvað og gert betur, tjúnað meira, fegra bílanna, látið þá liggja betur og bla bla bla

HVAÐ ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ GERA? (keyra vs. leggja)

Author:  Kull [ Mon 28. Oct 2002 23:35 ]
Post subject: 

Ég keyri minn í vetur, set hann á 16" vetrardekk. Hann er ágætur í snjó og hálku, náttúrulega 25% læsing að aftan.

Væri alveg til í að eiga einhvern góðan vetrarbíl til að druslast á og stefni á það í framtíðinni.

Author:  iar [ Mon 28. Oct 2002 23:37 ]
Post subject: 

Keyra auðvitað! Er með sæmileg vetrardekk (reyndar ekki enn komin undir bílinn) sem dugðu mér ágætlega síðasta vetur ef vetur skildi kalla.

Author:  Svezel [ Mon 28. Oct 2002 23:42 ]
Post subject: 

Ég ætla að sjálfsögðu að keyra minn. Er með 15" Ultragrip vetrardekk á álurum uppi á lofti sem ég hendi undir þegar allt fer í kaf, ekki fyrr.

Svo er hann auðvitað með spólvörn :wink:

Author:  Gunni [ Mon 28. Oct 2002 23:50 ]
Post subject: 

ég ætla að keyra minn, ekki ætla ég að labba. ætla að kaupa mér vetrardekk mjög bráðlega þar sem bíllinn er eins og belja á svelli núna :evil: var að spá í harðkorna dekkjum. hefur einhver reynslu af þeim ? ég vill ekki sjá nagla á minn bíl þannig að það er annaðhvort harðkorna eða gróf vetrardekk. held að harðkornin séu betri þar sem þar er eitthvað til að rífa í ísinn.

Author:  Kull [ Mon 28. Oct 2002 23:56 ]
Post subject: 

Bridgestone Blizzak dekk, svokölluð loftbóludekk, eru líka mjög góð. Aðal gallinn við þau er verðið en þau virka vel og endingin er fín.

Author:  Moni [ Tue 29. Oct 2002 00:37 ]
Post subject: 

Ég ætla að keyra minn í vetur!!! BMW eru góðir í snjó, góð þyngdardreifing 50/50... Skelli bara undir nagladekkjum og bruna svo útum allt, passa bara að slida ekki í beygjum svo að það sjái ekki á bílnum næsta vor...

... En mig langar að koma með smá ábendingu! Ég var að klára að taka meirapróf (vörubílapróf) og þar var mér sagt eitt af einum ökukennaranum, en hann vinnur við að meta og skoða bíla sem hafa verið í banaslysum. Hann sagði mér að ef að bíll er ekki á NAGLAdekkjum þá getur hann verið dæmdur ÚR rétti og ef hann veldur banaslysi þá fær bílstjórinn þyngri refsingu ef hann var ekki á nöglum!

Ég vissi þetta ekki fyrr en hann sagði mér þetta og finnst rétt að koma þessu á framfæri þar sem fólk er ekki meðvitað um þetta, og svo ef það lendir í árekstri þá lendir það í djúpum.

Ég veit nú samt að allir hérna ætla að keyra varlega í vetur og passa bílana sína, en alltaf er allur varinn bestur! :D

Author:  hlynurst [ Tue 29. Oct 2002 00:52 ]
Post subject: 

Eftir svona ábendingar þá held ég bara að ég keyri um á keðjum. :roll:

Author:  Kull [ Tue 29. Oct 2002 09:05 ]
Post subject: 

Naglar koma málinu ekkert við. Ef þú ert á vanbúnum bíl og lendir í árekstri þá geturu verið dæmdur í órétti. Til dæmis ef þú ert á sumardekkjum eða með of lítið munstur á dekkjunum. Ef þú ert á vetrardekkjum skiptir engu máli hvort það eru naglar í þeim eða ekki enda er engin skylda að vera á nagladekkjum.

Author:  bebecar [ Tue 29. Oct 2002 09:47 ]
Post subject: 

Ég er sammála Kull þarna, þetta getur engan vegin staðist.

Það er ekki skylda að vera á nöglum og ef þetta væri satt þá hlyti bíll sem lendir í árekstri í auðu líka að geta verið í órétti miðað við þetta.

Þetta stenst ekki.

Ég ætla að keyra á mínum í vetur þangað til hann selst - ef ég verð í vandræðum með að selja hann þá gæti þó hugsast að ég leggi honum og kaupi druslu til að vera á í vetur.

Ég er á rándýrum Dunlop SP wintersport dekkjum á 17" og þau dugðu frábærlega síðasta vetur. Ég er þó að spá í að láta örskera afturdekkin fyrir þennan vetur til að jafna út slitið á dekkjunum.

Author:  Óðinn [ Tue 29. Oct 2002 10:19 ]
Post subject: 

Ég hef ávallt verið á nöglum á mínum 16 ára 316 kagga, og hefur það ávallt virkað vel, en þó hef ég alltaf verið með sumardekkin í skottinu
(á felgum) :wink: til að þyngjann og hefur það virkað nokkuð vel.
Var ég að velta fyrir mér hvort þið hefðuð einhverja reynslu á nöglum vs harðkorna, loftbólu á bimmunum ykkar ef maður vildi nú vera umhvervisvænn í vetur :lol:

Author:  bebecar [ Tue 29. Oct 2002 10:46 ]
Post subject: 

Ég er á móti nöglum þannig að það er ekki option hjá mér. Ég hef keyrt talsvert á Blizzak og þau eru mjög góð.

Ég veit líka að harðkornadekkin eru góð en duga ílla.

Author:  Djofullinn [ Tue 29. Oct 2002 10:56 ]
Post subject: 

Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að ég hafi aldrei fest bimma, ég hef átt marga E21 323i bimma sem er mjög léttir að aftan og hef aldrei þurft að setja neitt í skottið til að þyngja þá, ef ég náði ekki lulla upp brekku þá bara mökkaði ég upp þær. Mér finnst bimmar miklu betri í snjó og hálku en þessar japana dollur, maður hefur miklu meira vald á afturhjóladrifnum bílum. Fólk sem segir að bimmar séu lélegir í snjó og hálku er fáfrótt fólk, punktur. :D

Author:  bebecar [ Tue 29. Oct 2002 11:07 ]
Post subject: 

Sama segi ég, eina skiptið síðasta vetur þegar ég átti erfiðleikum með að komast upp brekku þá setti ég bara í annan og spólaði mig í gegn og það tókst alveg án vandræða - hann skreið þetta bara í rólegheitum.

Í sömu brekku bar station Peugeot 406, hann var búin að reyna að komast á undan mér, Peugeot 206 líka, Golf og 406 bíllinn endaði með því að bakka upp!

Það er samt einn galli við bimmann, hann rennur alltaf til hægri, sem er reyndar ekki galli ef maður reiknar með því og passar sig á því.

Author:  Svezel [ Tue 29. Oct 2002 11:29 ]
Post subject: 

Á maður ekki að henda vetrardekkjunum undir snöggvast? Bíllinn minn er eins og belja á svelli á sumardekkjunum.

Ég lenti meira segja í því áðan að renna á kannt og skemmdi eina felguna mína :cry:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/