bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW og Rallý. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2525 |
Page 1 of 1 |
Author: | bebecar [ Wed 03. Sep 2003 12:32 ] |
Post subject: | BMW og Rallý. |
Mig langaði nú bara að deila þessu með ykkur. Ég komst að því núna í hádeginu að sessunautur minn hafði tekið þátt í fyrstu þremur rallkeppnum sem haldnar voru hér á Íslandi (1976 - minnir hann). Fyrsta keppnin var svona tilraun og þá var keppt á VW bjöllu. Í þá daga voru engin veltibúr, standard dekk og eina öryggisatriðið var hjálmur. Bílunum var ekkert breytt. Önnur keppnin var hinsvegar sérstök fyrir þá félaga því þeir sigruðu á BMW 1600! Í þriðju keppninni sigraði svo Ómar nokkur Ragnarson. Það væri nú gaman ef einhver kannaðist við þetta því ég býst ekki við að BMW hafi unnið sigur í rallý hér heima síðan þá - enda ekki hefðbundnir rallýbílar sosem. |
Author: | SE [ Wed 03. Sep 2003 13:54 ] |
Post subject: | |
Þetta er magnað, keppa á algjörlega orginal bílum, ekkert búr eða neitt bara hjálmur og af stað. |
Author: | bebecar [ Wed 03. Sep 2003 14:08 ] |
Post subject: | |
Já - fyrst þetta var leyft í þá daga - hmmm - þá ætti nú að vera hægt að fá leyfi fyrir að loka Hvalfirðinum og hafa keppni þar. Veltibúr, 4 punkta belti, slökkvitæki og hjálmur sem skylda... |
Author: | Svezel [ Wed 03. Sep 2003 14:10 ] |
Post subject: | |
He he hafa svona Monte Carlo malbiks-rall á Íslandi |
Author: | bebecar [ Wed 03. Sep 2003 14:26 ] |
Post subject: | |
Hell yeah! Eða bara svona Hvalfjarðar "Mille Miglia". |
Author: | jth [ Wed 03. Sep 2003 14:50 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Eða bara svona Hvalfjarðar "Mille Miglia". (Ósmekkleg athugasemd):Með sömu áherslu á "þátttöku" áhorfenda ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 03. Sep 2003 14:59 ] |
Post subject: | |
Nú þarf að minna mig á þáttöku áhorfenda í Mille Miglia - kem af fjöllum ![]() |
Author: | jth [ Wed 03. Sep 2003 16:32 ] |
Post subject: | |
Mille Miglia keppnirnar (hófst 1921) voru þekktar f.það að áhorfendur hópuðust að akstursvegum og oftast nær inn á þeim - þegar verst lét voru keppendur að keyra í "göngum" af áhorfendum. Fyrsta alvarlega atvik í sögu Mille Miglia var 1939 þegar Lancia bifreið keyrðu í áhorfendaskarann í Bologna. 10 áhorfendur létust, þ.á.m. 7 börn. Keppnin var lögð niður næsta árið. Eitthvað var um minni atvik, en keppnin var svo endanlega bönnuð 1957 þegar ökuþór Ferrari, Portago missti dekk undan bíl sínum í miðju þorpi. Portago, aðstoðarökumaður og tíu áhorfendur létu lífið. Þessar keppnir hljóta að hafa verið stórfenglegar - 1000 mílna keppni sem þrautreyndi á alla þætti keppnisliðs - menn og búnað. Mille Miglia keppnirnar 24 eru taldar af mörgum hafa markað upphaf Grand Tourer hugtaksins - við megum nú aldeilis vera þakklátir f.það ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 03. Sep 2003 19:50 ] |
Post subject: | |
Já, ég hafði nú eitthvað heyrt um þetta en ekki gert mér grein fyrir því að þetta hefði veirð svona alvarlegt. Fólk verður náttúrulega að hafa vit á því að passa sig - það er nú ekki víða hægt að standa við veginn í Hvalfirðinum. |
Author: | snillingur [ Wed 03. Sep 2003 22:05 ] |
Post subject: | jú, það hafa fleiri keppt á bmw |
Umræddur Ómar Ragnarsson keppti á 315 bimma í einni keppni einhvern tíma milli 1981-85. Og VANN!!! Ég held að renault druslan hafi bilað 2 dögum fyrir keppni og hann fór og keypti sér 315 tík, skellti í hann veltibúri og stólum og vann rallyið! Geri aðrir betur ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |