bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

M5 E28
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=25
Page 1 of 2

Author:  saemi [ Tue 03. Sep 2002 14:24 ]
Post subject:  M5 E28

Já Bebecar... ef maður á að segja Bebecar! ég er búinn að festa mér einn M5.
Ég er að fara út á sunnudaginn til að ganga frá kaupunum, og flytja hann til úti, fara með hann til Belgíu. Þetta er reyndar ekki original M5 bíll, heldur 528i bíll sem er búið að setja allt dótið úr M5 bíl í. Original bíllinn valt og eyðilagðist. Ég fór og skoðaði hann um daginn, og leist ágætlega á, en reyndar fór hann nú ekki í gang. Er búinn að standa í 1 og hálft ár. Hehe, já ég veit.. að kaupa M5 án þess að vita hvort hann fer í gang! En ég fékk hann bara á svo góðu verði.... tók bara sénsinn. Ef eitthvað er bilt, þá verður hann bara spaðaður, eða gert við dótið. Hann er annars keyrður 100.000km með Alpina innréttingu, ég tók nokkrar myndir, en er ekki með þær á netinu til að pósta hér.

Sæmi sikk

Author:  Flicker [ Tue 03. Sep 2002 15:42 ]
Post subject: 

Úfff... þetta hljómar eins og geðveikur bíll, endilega reyna að koma myndunum á netið.

Author:  Guest [ Tue 03. Sep 2002 15:59 ]
Post subject: 

Ó BEIBE! Þú ert alveg magnaður Sæmi. hvenær verður kagginn kominn til landsins ??

Author:  bebecar [ Tue 03. Sep 2002 16:04 ]
Post subject: 

Æji, ég skráði mig sem BEBECAR, en er nú einu sinni INGVAR!

Heyrðu já, ekki ekta náttúrulega, en þá er bara hægt að leika sér meira með tækið. Fyrst svona er þá gætir þú gert allavega hundakúnstir með góðri samvisku, t.d. að skella á hann supercharger 8)

Mér lýst vel á þetta hjá þér, en heyrðu svona meðan þú ert að þessu, væri til of mikils ætlast að þú tækir nokkrar myndir? Og jafnvel ef þú gætir komið heim með einhver verðdæmi um díla sem hægt er að gera þarna úti.

Ég er náttúrulega að selja minn (það voru góð viðbrögð um helgina) og þá er spurning hvort maður ætti ekki að skella sér á svipað dæmi? Ég væri sko vel til í einn B6 E30 með fjórumhurðum, eða bara flottan E28, M535 væri ekki slæmt!

En án gríns, sæir þú þér fært að hafa vakandi auga og upplýsa okkur landslýðinn um kaup og kjör sem hægt er að gera þarna?

Author:  bebecar [ Tue 03. Sep 2002 16:04 ]
Post subject: 

Eitt í viðbót, hvernig fannstu þennan bíl?

Author:  Djofullinn [ Tue 03. Sep 2002 16:34 ]
Post subject: 

Ohhhh mig langar í E28 M5!

Author:  Svezel [ Tue 03. Sep 2002 18:12 ]
Post subject: 

M5 eru svölustu bílar í heimi. Ég ætla að fá mér 540 eða M5 næst, ég lofa :lol:

Author:  bebecar [ Tue 03. Sep 2002 18:35 ]
Post subject: 

Hvað er þetta, minn er til sölu og menn þora ekki að bjóða í hann!

Ég er búin að fá allskonar þreyfingar á bílum uppí, Chrysler Sebring, 4Runner á 44", vélsleða, Opel Vectra og aldrei þora menn að gefa mér tölu á milli.

Ég vildi náttúrulega helst fá staðgreiðslu.....

Þá gæti ég nefnilega valið mér annan bimma!

PS, ég tek alla bimma uppí!

Author:  Svezel [ Tue 03. Sep 2002 19:49 ]
Post subject: 

Ég myndi a.m.k. vilja fá 2,2 fyrir minn þannig að við getum víst ekki átt viðskipti bebecar en ef ég ætti gamla bílinn ennþá þá færum við í buisness... :wink:

Author:  flamatron [ Tue 03. Sep 2002 20:46 ]
Post subject: 

/babecar, hvað er sett á m5 bílinn :shock:

Author:  bebecar [ Tue 03. Sep 2002 20:53 ]
Post subject: 

Bílasalinn vildi setja á hann 1790 og við létum það standa, en þetta er bara spurning um tilboð því það er mjög erfitt að verðmeta svona bíla.

Ég hugsa að ég myndi láta hann fyrir 1500 kall staðgreitt, finnst ykkur það ósanngjarnt? Síðan er alltaf bara spurning um milligjöf

Staðfest kílómetra tala og allt heila klabbið og algjörlega original, fæstir M5 bílarnir hafa það.

Það er verst að ég var ekkert að spá í að selja þegar Kull keypti sinn.... það væri gott að vita af honum í höndunum á einhverjum sem maður þekkir. Kull, viltu ekki eiga tvo????

Author:  Djofullinn [ Tue 03. Sep 2002 23:12 ]
Post subject: 

Til hamingju með kaupin Sæmi!!

Author:  saemi [ Wed 04. Sep 2002 08:38 ]
Post subject:  Verðdæmi...

Já, verðdæmi. Ég hef nú bara verið að skoða á Ebay og Mobile mest. En það er hægt að finna mjög góða díla á báðum stöðum, þó jafnvel betri á Ebay. Varðandi M535i bíl, þá myndi ég segja að það ætti að vera hægt að finna mjög góðan bíl fyrir 2000 evrur. Það þarf að vísu að bíða eftir að hitta á rétta tímann og bílinn, en þeir eru þó nokkuð oft á Ebay.de

Ég er með myndir af M5 E28 bílnum í tölvunni hjá mér, ég bara hef ekki haft tíma til að setja þær inn á síðuna mína, svo ég get ekki linkað þær hérna. En það kemur...

Hilsen,
Sæmi

Author:  saemi [ Wed 04. Sep 2002 08:40 ]
Post subject:  Fann hann á

Ebay.de

Author:  bebecar [ Wed 04. Sep 2002 09:22 ]
Post subject: 

Takk fyrir þetta, ég mun kíkja á þetta.

Það er eitt dálítið skemmtilegt við M535 bílinn og það er að hann er talsvert vígalegri í útliti en M5 bíllinn og mér finnst það fara þessari boddígerð einstaklega vel.

Síðan er eitt sem maður mætti spá í í framtíðinni, það er 540i sport, því það er í raun E34 M5 með 540 vélinni, sá bíll er víst assssskoti skemmtilegur og með sama performance, og mjög sjaldgæfur.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/