bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Eagles-Nest ((eurotour)) https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=24181 |
Page 1 of 2 |
Author: | Alpina [ Sat 08. Sep 2007 21:56 ] |
Post subject: | Eagles-Nest ((eurotour)) |
Ákvað að smella inn myndum af Tehúsi Hitlers,, en þessi framkvæmd var þráhyggju-verkefni Martins Bormann,, og var gjöf flokksinns til A.H. á fimmtíu ára afmæli hans .. ATH þetta er illa merkt og heitir KEHLSTEIN haus og liggur í Berctesgaden í Bayern Hér sést planið þar sem göngin liggja inn að hvelfingu ,,þar sem lyftan er göngin eru 124 metrar að lengd,, einnig er lyftu hæðin sömuleiðis 124 metrar upp í húsið en það sést ofar á myndinn ![]() verkefnið tók 10 mánuði í framkvæmd,, og voru 3500 manns við vinnu 24/7 á fullum launum ALLANN TÍMANN Þarna er ég inni í hvelfingunni ![]() á ,,dolla-slóðum ![]() ![]() séð upp að húsinu frá útsýnisstalli ![]() Borðstofan,, ath veggirnir voru 100 cm á þykkt úr tilhöggnu grjóti sem var sniðið og hoggið niðri ,, merkt og flutt upp ![]() ![]() hér sést almennileg yfirlitsmynd af húsinu,, ENGU líkt að mínu mati ![]() Loftmynd ,,tekinn eflaust snemma að vori ![]() ![]() ![]() ![]() Fyrir ca 6-7 árum síðan var þetta verkefni endur-reiknað og þá var áætlað að kostnaðurinn ..ÞÁ.. hafi numið ca 150+ milljónir € ((evra)) Húsið kostaði klink,, en vegurinn var slík brjálæðisframkvæmd að enn þann dag í dag er þetta talið nútíma meistar afrek á sviði verkfræði og tækni hönnunnar ,, hallinn á veginum er 25 % eða 22.5° Útsýnið er ,,ÆGIFAGURT ![]() ![]() |
Author: | saemi [ Sat 08. Sep 2007 22:08 ] |
Post subject: | |
Þetta er svo flott að það er engu líkt. Ég mæli með að allir kíki á þetta ef þeir eru að þvælast um Alpana. Þetta og Schwangau! Líka merkilegt að það dóu aðeins 4 ef ég man rétt við bygginguna og þetta var byggt á mettíma! Það er margt mjög fræðandi við byggingu þessa, skemmtileg saga! |
Author: | Alpina [ Sat 08. Sep 2007 22:09 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Þetta er svo flott að það er engu líkt. Ég mæli með að allir kíki á þetta ef þeir eru að þvælast um Alpana. Þetta og Schwangau!
Líka merkilegt að það dóu aðeins 4 ef ég man rétt við bygginguna og þetta var byggt á mettíma! Það er margt mjög fræðandi við byggingu þessa, skemmtileg saga! 8 |
Author: | HPH [ Sat 08. Sep 2007 22:09 ] |
Post subject: | |
Fór svo Hitler nokkuð oftar en 1 sinni þangað. |
Author: | Alpina [ Sat 08. Sep 2007 22:10 ] |
Post subject: | |
HPH wrote: Fór svo Hitler nokkuð oftar en 1 sinni þangað.
14 |
Author: | JOGA [ Sat 08. Sep 2007 22:10 ] |
Post subject: | |
Þetta er svakalegt ![]() Þarf að heimsækja þennan stað áður en yfir líkur... |
Author: | Raggi M5 [ Sat 08. Sep 2007 22:20 ] |
Post subject: | |
Vá ! ![]() |
Author: | Bjössi [ Sat 08. Sep 2007 22:23 ] |
Post subject: | |
Hef komið þarna. Alveg magnað mannvirki ![]() |
Author: | ///M [ Sat 08. Sep 2007 22:51 ] |
Post subject: | |
Þetta er einn af tvemur stöðum sem ég og svezel fórum ekki á í eurotripinu, var svo mikil þoka og þvílík grenjandi rigning að það var pointless að fara þarna upp.... vorum líka frekar svektir þegar við áttuðum okkur á því að maður má ekkert blasta þarna upp á einkabíl ![]() |
Author: | Alpina [ Sat 08. Sep 2007 22:53 ] |
Post subject: | |
///M wrote: Þetta er einn af tvemur stöðum sem ég og svezel fórum ekki á í
eurotripinu, var svo mikil þoka og þvílík grenjandi rigning að það var pointless að fara þarna upp.... vorum líka frekar svektir þegar við áttuðum okkur á því að maður má ekkert blasta þarna upp á einkabíl :lol: enda ekki sterkur leikur ,,, MEGA vond kúplings lykt hefði eflaust verið í boði |
Author: | srr [ Sat 08. Sep 2007 22:55 ] |
Post subject: | |
Vá hvað ég væri til í að skoða þetta. Lookar alveg magnifico ![]() |
Author: | Jónas [ Sun 09. Sep 2007 01:17 ] |
Post subject: | |
Ég ætlaði að fara þangað í sumar en sökum þess að við gátum ekki fengið gistingu í nágrenni og vegna ekkert alltof spennandi veðurs var sú pæling söltuð í smá tíma ![]() |
Author: | Aron Andrew [ Sun 09. Sep 2007 05:17 ] |
Post subject: | |
Það stóð til að fara að skoða þetta í ferð sem ég fór með skólanum í vor, var alveg mega pirraður þegar þetta var slegið af, æðislega flott mannvirki! |
Author: | Schulii [ Sun 09. Sep 2007 21:37 ] |
Post subject: | |
Er þetta ekki þar sem myndin Where Eagles Dare með Clint Eastwood var tekin? |
Author: | Kristjan [ Sun 09. Sep 2007 21:50 ] |
Post subject: | |
Schulii wrote: Er þetta ekki þar sem myndin Where Eagles Dare með Clint Eastwood var tekin?
http://www.imdb.com/title/tt0065207/locations gæti vel verið |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |