bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Eagles-Nest ((eurotour))
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=24181
Page 1 of 2

Author:  Alpina [ Sat 08. Sep 2007 21:56 ]
Post subject:  Eagles-Nest ((eurotour))

Ákvað að smella inn myndum af Tehúsi Hitlers,, en þessi framkvæmd var þráhyggju-verkefni Martins Bormann,, og var gjöf flokksinns til A.H. á fimmtíu ára afmæli hans ..

ATH þetta er illa merkt og heitir KEHLSTEIN haus og liggur í
Berctesgaden í Bayern

Hér sést planið þar sem göngin liggja inn að hvelfingu ,,þar sem lyftan er
göngin eru 124 metrar að lengd,, einnig er lyftu hæðin sömuleiðis 124 metrar upp í húsið en það sést ofar á myndinn

Image

verkefnið tók 10 mánuði í framkvæmd,, og voru 3500 manns við vinnu 24/7 á fullum launum ALLANN TÍMANN

Þarna er ég inni í hvelfingunni

Image

á ,,dolla-slóðum :roll:

Image

séð upp að húsinu frá útsýnisstalli

Image

Borðstofan,, ath veggirnir voru 100 cm á þykkt úr tilhöggnu grjóti sem var sniðið og hoggið niðri ,, merkt og flutt upp

Image

Image

hér sést almennileg yfirlitsmynd af húsinu,, ENGU líkt að mínu mati

Image

Loftmynd ,,tekinn eflaust snemma að vori

Image

Image

Image

Image

Fyrir ca 6-7 árum síðan var þetta verkefni endur-reiknað og þá var áætlað að kostnaðurinn ..ÞÁ.. hafi numið ca 150+ milljónir € ((evra))
Húsið kostaði klink,, en vegurinn var slík brjálæðisframkvæmd að enn þann dag í dag er þetta talið nútíma meistar afrek á sviði verkfræði og tækni hönnunnar ,, hallinn á veginum er 25 % eða 22.5°

Útsýnið er ,,ÆGIFAGURT

Image

Image

Author:  saemi [ Sat 08. Sep 2007 22:08 ]
Post subject: 

Þetta er svo flott að það er engu líkt. Ég mæli með að allir kíki á þetta ef þeir eru að þvælast um Alpana. Þetta og Schwangau!

Líka merkilegt að það dóu aðeins 4 ef ég man rétt við bygginguna og þetta var byggt á mettíma! Það er margt mjög fræðandi við byggingu þessa, skemmtileg saga!

Author:  Alpina [ Sat 08. Sep 2007 22:09 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Þetta er svo flott að það er engu líkt. Ég mæli með að allir kíki á þetta ef þeir eru að þvælast um Alpana. Þetta og Schwangau!

Líka merkilegt að það dóu aðeins 4 ef ég man rétt við bygginguna og þetta var byggt á mettíma! Það er margt mjög fræðandi við byggingu þessa, skemmtileg saga!


8

Author:  HPH [ Sat 08. Sep 2007 22:09 ]
Post subject: 

Fór svo Hitler nokkuð oftar en 1 sinni þangað.

Author:  Alpina [ Sat 08. Sep 2007 22:10 ]
Post subject: 

HPH wrote:
Fór svo Hitler nokkuð oftar en 1 sinni þangað.


14

Author:  JOGA [ Sat 08. Sep 2007 22:10 ]
Post subject: 

Þetta er svakalegt :shock:

Þarf að heimsækja þennan stað áður en yfir líkur...

Author:  Raggi M5 [ Sat 08. Sep 2007 22:20 ]
Post subject: 

Vá ! :shock:

Author:  Bjössi [ Sat 08. Sep 2007 22:23 ]
Post subject: 

Hef komið þarna. Alveg magnað mannvirki :!:

Author:  ///M [ Sat 08. Sep 2007 22:51 ]
Post subject: 

Þetta er einn af tvemur stöðum sem ég og svezel fórum ekki á í
eurotripinu, var svo mikil þoka og þvílík grenjandi rigning að það var
pointless að fara þarna upp.... vorum líka frekar svektir þegar við
áttuðum okkur á því að maður má ekkert blasta þarna upp á einkabíl :lol:

Author:  Alpina [ Sat 08. Sep 2007 22:53 ]
Post subject: 

///M wrote:
Þetta er einn af tvemur stöðum sem ég og svezel fórum ekki á í
eurotripinu, var svo mikil þoka og þvílík grenjandi rigning að það var
pointless að fara þarna upp.... vorum líka frekar svektir þegar við
áttuðum okkur á því að maður má ekkert blasta þarna upp á einkabíl :lol:


enda ekki sterkur leikur ,,, MEGA vond kúplings lykt hefði eflaust verið í boði

Author:  srr [ Sat 08. Sep 2007 22:55 ]
Post subject: 

Vá hvað ég væri til í að skoða þetta.
Lookar alveg magnifico :shock:

Author:  Jónas [ Sun 09. Sep 2007 01:17 ]
Post subject: 

Ég ætlaði að fara þangað í sumar en sökum þess að við gátum ekki fengið gistingu í nágrenni og vegna ekkert alltof spennandi veðurs var sú pæling söltuð í smá tíma :?

Author:  Aron Andrew [ Sun 09. Sep 2007 05:17 ]
Post subject: 

Það stóð til að fara að skoða þetta í ferð sem ég fór með skólanum í vor, var alveg mega pirraður þegar þetta var slegið af, æðislega flott mannvirki!

Author:  Schulii [ Sun 09. Sep 2007 21:37 ]
Post subject: 

Er þetta ekki þar sem myndin Where Eagles Dare með Clint Eastwood var tekin?

Author:  Kristjan [ Sun 09. Sep 2007 21:50 ]
Post subject: 

Schulii wrote:
Er þetta ekki þar sem myndin Where Eagles Dare með Clint Eastwood var tekin?


http://www.imdb.com/title/tt0065207/locations

gæti vel verið

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/