bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nýja sexan
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2409
Page 1 of 2

Author:  Bjarkih [ Mon 25. Aug 2003 00:22 ]
Post subject:  Nýja sexan

Var að fletta í totalBMW og þar voru myndir af nýju sexuni. Mér finnst útlitið vera allveg hrikaleg afturför :evil: , veit ekki með ykkur en allavega myndi ég seint vilja eignast þetta. Því miður fann ég engar myndir á netinu í fljótu bragði en mér þætti gaman að vita hvað ykkur sem hafa séð þetta finnst.

Author:  Benzari [ Mon 25. Aug 2003 00:30 ]
Post subject: 

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 44&start=0

Author:  Haffi [ Mon 25. Aug 2003 00:30 ]
Post subject: 

Well þá þarft þú bara slap í andlitið því að hún er SNILLD!!!! :p

Author:  Mal3 [ Mon 25. Aug 2003 00:41 ]
Post subject: 

Mér finnst mega fínpússa framendann. Ljósin, nýrun og "munninn". Annars er hann bara mjög flottur og sýnir fyrir mitt leyti að Bangle sé að ná tökum á hugmyndum sínum og bendir þá til að ásinn og næsti þristur gætu orðið mjög flottir bílar.

Here's hoping!

Author:  morgvin [ Mon 25. Aug 2003 09:28 ]
Post subject: 

I shall smite the !!

ok fram endinn er ekk alvegi eins og ég myndi vilja hafa hann en í hvert skifti sem ég fletti yfir hann í bæklingnum þá líkar mér betur og betur við hann !

Þetta er framtíðin og við þurfum að sætta okkur við hana !!!!

Author:  Bjarkih [ Mon 25. Aug 2003 18:15 ]
Post subject: 

En framendinn er akkúrat það sem mér finnst allveg hræðilegur, plús náttúrulega það að hann er orðinn alltof líkur öðrum bílum í þessum flokki. Ég á sennilega bara svona erfitt með að sætta mig við nútímann :?

Author:  Haffi [ Mon 25. Aug 2003 18:16 ]
Post subject: 

Þetta kemur með tímanum... engar áhyggjur! :P

Author:  bebecar [ Mon 25. Aug 2003 19:14 ]
Post subject: 

Ég á nú mjög erfitt með að sætta mig við nútímann....

Ef þú ert að miða við síðustu sexu þá er hann afturför. En miðað við E39 og E46 þá er hann að mínu mati framför. Mér finnst hann líka betri en nýja fimman,

Ég get hinsvegar engan vegin fallist á að hann líkist öðrum nýjum bílum í dag, hann er með heildarsvip kannski líkann 911 en línurnar í þessum bílum eru alveg nýjar og nokkuð frumlegar - slíkt er sjaldgæft í dag.

Annars vildi ég óska þess að fleiri fylgdu fordæmi Mazda með hönnun á léttum akstursbíl en RX-8 er einmitt eini nýji bíllinn sem kveikir í mér í dag...

Author:  íbbi_ [ Mon 25. Aug 2003 19:35 ]
Post subject: 

mér finnst nýja sexan alveg ótrúlega flott og er alveg sáttur við framendan, Rx8 finnst mér afturámóti alveg ótrúlega ljót..

Author:  bebecar [ Mon 25. Aug 2003 19:50 ]
Post subject: 

Jahérna - finnst þér RX-8 ljótur??? Hann er ótrúlega rennilegur og geðveikur að innan.. svo eru hurðasystemið á honum bara stórsnjallt.

Author:  Moni [ Mon 01. Sep 2003 15:01 ]
Post subject: 

Rx 8 er svalur í útliti, en ég myndi ekki kaupa mér hann (ef ég ætti efni á)
Því að þessi Rotary vél er algjört CRAP!!! (eins og í RX7)

Author:  bebecar [ Mon 01. Sep 2003 15:06 ]
Post subject: 

Rotary vélin er einmitt ekki algjört crap.

Hún hefur alla tíð þó áreiðanleg en menn hafa hinsvegar ekki gefið þeim það viðhald sem þær þurfa. Ég veit um margar Rotary vélar sem rúlla jafn lengi og hefðbundnar bullu vélar svo framarlega sem menn sinna þeim rétt.

Vandamálið hefur hinsvegar altlaf verið bensíneyðsla en þær eyða víst ansi mikið.

Það á að vera búið að leysa það vandamál í dag auk þess sem viðhaldið er ekki eins fyrirferða mikið.

Author:  ta [ Mon 01. Sep 2003 15:07 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
.. svo eru hurðasystemið á honum bara stórsnjallt.


er ekki bara hægt að opna afturhurðarnar ef þær
fremri eru opnaðar fyrst?
getur það ekki verið ókostur, td ef sá í framsætinu
er meðvitunarlaus?

eða er þetta ekki svona system?

Author:  bebecar [ Mon 01. Sep 2003 15:08 ]
Post subject: 

Ég held að það þurfi að opna framhurðirnar fyrst jú - en líklegast er nú búið að hugsa fyrir einhversskonar neyðarútgang.

Author:  iar [ Mon 01. Sep 2003 16:31 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Ég held að það þurfi að opna framhurðirnar fyrst jú - en líklegast er nú búið að hugsa fyrir einhversskonar neyðarútgang.


Áhugavert. Burtséð frá neyðarútgangi, hvernig fer ef afturhurðinni er skellt og framhurðin er lokuð? :shock: :roll:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/