bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 28. May 2025 23:31

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
 Post subject: innflutningur, info
PostPosted: Wed 15. Aug 2007 04:29 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 18. Dec 2004 21:51
Posts: 72
nú standa mál þannig að ég er að ganga frá kaupum á 540 í þýskalandi.. en! get ég tollað bílinn og fengið hann á númer áður en hann kemur heim? ætlunin er nefnilega að hafa hann á íslenskum plötum útí danmörku meðan ég er í skóla. það er nefnilega geðveiki að tolla hann í dk.. farið eftir gangverði en ekki söluverði

s.s er hægt að fá plöturnar áður en ég fer út? og tryggja og tolla?

_________________
lifðu lífinu þú sleppur aldrei úr því lifandi!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 15. Aug 2007 04:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Engin leið að fá bílinn á númer án þess að koma með hann heim eftir því sem ég best veit.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 15. Aug 2007 04:34 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 18. Dec 2004 21:51
Posts: 72
hvernig eru þessir bílar þá keyrðir heim? farið í norrænu og þannig? braðabirgðanúmer?

_________________
lifðu lífinu þú sleppur aldrei úr því lifandi!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 15. Aug 2007 08:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
færð rauð númer þegar þú kemur með bílinn með norrænu. Svo þarftu að fara með hann í nýskráningarskoðun etc...

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Innflutningur
PostPosted: Wed 22. Aug 2007 14:57 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Fri 17. Mar 2006 14:56
Posts: 77
Location: Hafnarfjörður
Ég flutti bílinn minn inn í sumar og það sem ég gerði í
þýskalandi var að koma honum á svokölluð "Export Plates"
sem þýðir einfaldlega innflutnings númer. Þessi númer
gilda í rúma 15daga. Og svo er það bara að koma bílnum í norrænu innan 15 daga. Þú getur þá keyrt um á þessum númerum í bæði
þýskalandi, danmörku og í færeyjum. Svo þegar þú kemur
til Íslands þá þarftu að A: Skrá bílinn B: Borga tollinn C: Tryggja bílinn.
Þetta þarftu að gera allt á Seyðisfirði.
En hinsvegar þarftu fyrst að senda öll gögnin sem fylgdu bílnum,
þ.e.a.s. pappírana til Umferðarstofu svo að þeir geti búið til
númer á bílinn. Það er eiginlega best fyrir þig að senda þessi skjöl
í Þýskalandi, þessvegna með FedEx. En hinsvegar ef þú skildir
gleyma að gera það þá er kona þarna á Seyðisfirði sem gæti hugsanlega
reddað þér. En þú færð símanúmerið og heimilisfangið hjá konunni hjá
sýslumanninum á Seyðisfirði.

Held að þetta gengur svona fyrir sig, ég er með þetta svona 99% á hreinu, kannski gleymdi ég einhverju. En þá rifjast það upp fyrir mér:)

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá ætti ég að geta svarað þér.
En annars, þá held ég að það sé sniðugast fyrir þig að senda skjölin
þ.e.a.s. eigendaskírteini bílsins og allt það í annaðhvort Hanstholm,
í Danmörku. Það er staðurinn sem Norræna siglir frá. Eða ljúka því af í
Álaborg. Ég mæli með að þú gerir það í Álaborg, ég lenti nefnilega í
veseni útaf því ég hafði ekki sent skjölin áður en ég fór.
Og það er líka gott að mæta alveg 2-3 tímum áður en þú átt að mæta
í Hanstholm:)

kv. Árni 8)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 22. Aug 2007 19:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Og taka með þér nesti og afþreyingu til að hafa á leiðinni :wink:

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 45 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group