Þetta eru bjánar upp til hópa, ég fór með mín viðskipti til lögfræðings (vinur tengdamömmu) hérna úti....þeir létu mig borga "moms" af því sem ég verslaði hjá þeim og sögðu að ég þyrfti að fá endurgreitt á flugvellinum. Þegar á flugvöllinn var komið kom í ljós að Schmiedmann eru ekki viðurkenndir af GlobalRefund og tollurinn hérna úti endurgreiðir ekki krónu af vörum sem koma frá Schmiedmann.
EKKI versla frá þeim nema þeir gefi moms-lausa nótu, bara ekki láta húkka þig á því að þú getir fengið endurgreitt síðar í ferlinu. Þú þarft ekki að vera með fyrirtæki til að fá endurgreiddan virðisaukann, þegar að varan er seld úr landi að þá þurfa þeir ekki að skila virðisauka af vörunni. Einfalt mál.
Hins vegar vilja þeir ekki tala við hvorki mig né þennan aðila sem fór að garfa í mínum málum. Þeir svara ekki fyrirspurnum gegnum email og skelltu á manneskju frá NordiskeTax sem vildi fá upplýsingar um þessar nýju "vinnureglur" Schmiedmann. Það er ólöglegt að rukka um virðisauka ef að varan er seld úr landi. Einfalt
Vona að þetta hjálpi.