bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW Fahrerlehrgang 2007
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=23561
Page 1 of 10

Author:  bimmer [ Sun 05. Aug 2007 23:26 ]
Post subject:  BMW Fahrerlehrgang 2007

Hér kemur trip report úr ferðinni á BMW akstursnámskeiðið á hringnum.
Ætla að reyna að senda inn pósta reglulega en maður verður bara að
sjá hvaða tíma maður hefur.

LAUGARDAGUR:

Allavega - flaug út á laugardaginn með IE ($æmi er allt of dýr... :lol: )
Image

Djöfulli vígaleg græja:
Image

Flogið til Frankfurt Hahn:
Image

Vorum á áætlun:
Image

Var búinn að panta bíl hjá Budget og passaði mig á að taka ekki einhverja
tík eins og síðast. Nú var það þessi - Opel Vectra 1.8:
Image

Alveg hátíð miðað við Ford hræíð síðast.

Ákvað að reyna að keyra sem lengst í áttina til Tauber sem eru rétt hjá
Nurnberg. Gekk ágætlega - frekar lítil umferð og fín birta af tunglsljósi:
Image
(reyndar ekki gáfulegt að vera að reyna að taka myndir í myrkri meðan
maður er að keyra - án þess að sjá almennilega hvað maður er að gera :lol: )

Endaði með að stoppa á hóteli við Autobahn ca. 50 km frá Tauber og
var komin þangað ca. 2 um nóttina.

Author:  X-ray [ Sun 05. Aug 2007 23:30 ]
Post subject: 

Sweet... djöfull hlakkar manni til að flytja út þar sem mótor menning er ALLT önnur.

Author:  bimmer [ Sun 05. Aug 2007 23:44 ]
Post subject: 

SUNNUDAGUR:

Var kominn til Tauber á hádegi og þar beið sá hvíti:
Image

Oliver og Sebastian voru í fríi í Dóminikanska lýðveldinu ásamt frúm
þannig að það var Gunther pabbi Sebastians sem tók á móti mér.
Image

Búið að mála að innan:
Image

Image

Algjör snilld þessi hjálmageymsla sem þeir settu í bílinn :)
Image

Fékk svo Gunther til að renna með mér út á völl og skila bílnum og svo
lagði ég í hann til baka til Nurburg. Það var MIKIL umferð og einnig
var HEITT (og engin loftkæling......):
Image

Image

Tók frekar langan tíma að komast á Ringhaus - var kominn ca. 18:30.

Skutlaði dótinu upp á herbergi og fór síðan og tók bensín og skráði mig
inn á námskeiðið. Síðan kl. 8 var dinner þar sem þeir sem taka þátt í
námskeiðinu hittast. Hér má sjá hótelið þar sem dinnerinn er en það
liggur við hliðina á Formúlu 1 brautinni. Fremst má sjá Greg Dexthe sem
var þarna mættur á Evoinum sínum. Hann var einn af þeim sem
skipulagði track daginn á SPA sem við Sæmi tókum þátt í:
Image

Einn "áhugaverður":
Image

Það verða nokkrir svona á námskeiðinu:
Image

Það er alveg ótrúlegur fjöldi sem tekur þátt í þessu námskeiði :shock:
Image

Borðið sem ég sat við er þarna fremst og Thorleif setti mig í hóp nr. 10
sem er fullur af Norðmönnum. Leiðbeinandinn okkar er þarna við borðið,
annar frá hægri. Hann er ex-racer, keppti í kringum 1980 og byrjaði
á 2002tii. Hann keppti í nokkur ár en hefur síðan unnið fyrir BMW sem
þróunarökumaður - er að keyra frumútgáfur og gefa feedback í þróun.
Virkaði mjög vel á okkur.

Annars verða næstu dagar mjög busy - prógrammið er frá 8 til 20 og á
morgun þurfum við að vera mættir klukkutíma fyrr með bílana í "skoðun".

Svo um helgina er Oldtimer GP þar sem verða ma. 6 M1 keppnisbílar,
slatti af Porsche 935, Detomaso, Ferrari Daytona og............

rúsínan

í

pylsuendanum........




.......





......


Porsche 917 8)

Verður ekki leiðinlegt að heyra hann blasta.

Author:  Alpina [ Sun 05. Aug 2007 23:50 ]
Post subject: 

það var laglegt þetta .. 8) 8)

Author:  Einarsss [ Mon 06. Aug 2007 09:47 ]
Post subject: 

Hvað á maður að segja eiginlega ... :o Þetta er geðveikt! bíllinn orðinn bara race og ég er alveg að digga veltibúrið og hjálmageymsluna 8) Hlakka til að sjá review af deginum dag ...







lucky bastard :lol:

Author:  bjornvil [ Mon 06. Aug 2007 10:14 ]
Post subject: 

Djöfull er þetta geggjað. MIG LANGAR :argh:

BTW, hvað er málið með topplúguna á honum? Var hún sprautuð svört, eða ertu kominn með gler?

*EDIT*
Eða er hún kannski bara opin af því að það er svo djöfull heitt þarna? :oops: :slap: :D

Quote:
Image

Author:  bimmer [ Mon 06. Aug 2007 10:58 ]
Post subject: 

bjornvil wrote:
Djöfull er þetta geggjað. MIG LANGAR :argh:

BTW, hvað er málið með topplúguna á honum? Var hún sprautuð svört, eða ertu kominn með gler?



CF 8)

Author:  Djofullinn [ Mon 06. Aug 2007 11:00 ]
Post subject: 

Ég elska svona þræði frá þér 8)

Author:  bjornvil [ Mon 06. Aug 2007 11:01 ]
Post subject: 

bimmer wrote:
bjornvil wrote:
Djöfull er þetta geggjað. MIG LANGAR :argh:

BTW, hvað er málið með topplúguna á honum? Var hún sprautuð svört, eða ertu kominn með gler?



CF 8)


Noh, þabbarasonna 8)

Author:  elli [ Mon 06. Aug 2007 11:33 ]
Post subject: 

Þetta kallar maður að leika sér 8)
Flott þetta er drauma ferð.

Author:  fart [ Mon 06. Aug 2007 11:47 ]
Post subject: 

Heyrði í kappanum áðan. Geðsjúkt veður núna á okkar slóðum, 30+ og bara stuð.

Hann var búinn að taka nokkur keilurönn, bæði edrú og drukkinn (verður útskýrt seinna). :lol:

Author:  bimmer [ Tue 07. Aug 2007 11:34 ]
Post subject: 

Verður smá bið á næsta update - dagskráin er frekar þétt.

Fékk að því er ég held sólsting í gær - skilaði hádegismatnum rétt eftir
Adenauer Forst í einni pásunni. Það var 30 gráðu hiti og engin loftkæling
í þeim hvíta auk þess að maður er með hjálm.

Er orðinn góður í dag :oops:

Nú er þoka og rigning.

Kom upp "mínus einn" áðan svo að ég vitni í frasa frá Alpina.

Einn úr hópnum mínum sem var á E46 330 sem missti hann út í vegrið
í Bergwerk. Öll vinstri hliðin, báðar felgurnar og bíllinn hjólaskakkur að
aftan :cry: Þannig að hann er úr leik ("mínus einn" :lol: )

Meira síðar.

Author:  fart [ Tue 07. Aug 2007 11:51 ]
Post subject: 

bimmer wrote:
Verður smá bið á næsta update - dagskráin er frekar þétt.

Fékk að því er ég held sólsting í gær - skilaði hádegismatnum rétt eftir
Adenauer Forst
í einni pásunni. Það var 30 gráðu hiti og engin loftkæling
í þeim hvíta auk þess að maður er með hjálm.

Er orðinn góður í dag :oops:

Nú er þoka og rigning.

Kom upp "mínus einn" áðan svo að ég vitni í frasa frá Alpina.

Einn úr hópnum mínum sem var á E46 330 sem missti hann út í vegrið
í Bergwerk. Öll vinstri hliðin, báðar felgurnar og bíllinn hjólaskakkur að
aftan :cry: Þannig að hann er úr leik ("mínus einn" :lol: )

Meira síðar.


Pullaðir Bjarka :lol:

Author:  bimmer [ Tue 07. Aug 2007 11:59 ]
Post subject: 

fart wrote:

Pullaðir Bjarka :lol:


Nei ekki svo slæmt :)

Var bara stopp og hinir voru að keyra.
Fékk mér smá vatnssopa og búmm.... allt upp :lol:

Author:  fart [ Tue 07. Aug 2007 14:16 ]
Post subject: 

Skrúfaðu fyrir rigninguna og þá sjáumst við á morgun uppúr 17.30

Page 1 of 10 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/