bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Nettan sportara, hvað velur maður??? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=23480 |
Page 1 of 2 |
Author: | benzboy [ Tue 31. Jul 2007 18:55 ] |
Post subject: | Nettan sportara, hvað velur maður??? |
Nú þegar ég er búinn að selja E34 “flakið” mitt, fluttur nær Þýskalandi og kominn með eigulegan fjölskyldubíl fer hugurinn að leyta að einhverju notendavænu til að skjótast á í vinnuna og svoleiðis. Ég legg upp með nokkur atriði í huga; 1. Blæja 2. Power (verður að vera gaman) 3. Handling (og meira gaman) 4. Verð (þetta er jú leikfang svo það má ekki kosta endalaust) 5. Þýskt takk Hvað kemur þá til greina? Z3 M Roadster – árgerð ’98 ekinn ca 100 þús fyrir 16-17.000 EUR M3 - fæ árgerð ’96-’97 ekinn ca 100 þús fyrir 15.000 EUR Audi TT Roadster – árgerð ’00 fyrir ca 18.000 EUR SL500 – árgerð ´93-’94 ekinn eitthvað svipað á 15-17.000 Boxter – árgerð ’97 – ’98 ekinn ca 100.000 á 15-17.000 Boxter S er kominn yfir 20.000 EUR => of mikið fyrir þessa pælingu Eins mikið og ég elska allt sem kemur frá Merc.. og byrjar á S held ég að SL500 frá fyrri hluta 9. áratugarins uppfylli ekki alveg skilyrði númer 3 (allavega ekki þegar borið er saman við ///M). Audi er ekki alveg minn tebolli og Boxter S er einfaldlega of dýr og Boxter 2,5 er ekki nema 204 hp. Þannig kemst ég að þeirri niðurstöðu að það sé ekki mikið að skoða í þessu nema Z3 M og M3. Því óska ég eftir skoðunum þeirra sem vit og áhuga hafa......hvort sem það varðar samanburð á þessum 2 bílum eða eitthvað allt annað (tengt samt takk) ![]() |
Author: | Djofullinn [ Tue 31. Jul 2007 19:06 ] |
Post subject: | |
Ég tæki M Roadster eða E36 M3 blæju 3,2. Sennilega frekar M3inn til að hafa pláss fyrir krakkann aftur í. Reyndar ef ég byggi úti þá myndi ég kaupa mér Porsche 911 en þá erum við líka að tala um meiri pening, 30+ þús evrur fyrir 996 blæju. Nema þú færir í eldri bíl |
Author: | Einsii [ Tue 31. Jul 2007 19:07 ] |
Post subject: | |
M3 cabrio með 3,2 mótornum er að mínumati álitlegri kostur en Z3, aðalega af því ég fíla ekki stelpulegt útlitið á z3 ![]() |
Author: | anger [ Tue 31. Jul 2007 19:20 ] |
Post subject: | |
SL!!! þu ferð ekkert slædandi alla leið i vinnuna, þu ferð svalur i vinnuna ![]() ![]() |
Author: | Giz [ Tue 31. Jul 2007 19:28 ] |
Post subject: | |
Fyndið. Ég er einmitt að velta mér uppúr nákvæmleg sömu súpunni!! Og búinn að vera að spá í þetta í smá tíma. Sammála listanum en myndi bæta við hann Porsche 968 cab, reyndar orðnir gamlir og frekar dýrir en brill bílar IMO. Einnig passar 964 cab inní dæmið en 964 er viðhaldsfrekur og álit manna á 911 sem cab er mismunandi. Þó ekki þýskt sé er saab 900 cabrio kúl, allavega að sjá. Ég hef líka soldið verið að spá í hvort maður ætti þá bara frekar að fara í góðann 328i cab með M pakka, minni kostnaður og þar frameftir... Mér finnast reyndar Bensarnir, er það ekki w124? Exxx minnir mig að það sé, bílarnir blæju andskoti flottir, allt annar pakki vissulega en ///M og félagar og líka dýrir minnir mig en þó Bens. Spurning um group buy bara ![]() G |
Author: | arnibjorn [ Tue 31. Jul 2007 19:34 ] |
Post subject: | |
Ég myndi fá mér M-roadster! Mig langar svoooo í þannig bíl! ![]() |
Author: | Alpina [ Tue 31. Jul 2007 19:39 ] |
Post subject: | |
ALLS ekki R129 Ömurlegir að mínu mati,,,,,,nema aflið í SL 500 á sjálfur W124 500 sem er margfalt merkilegri bíll ((((( 1/2 Ferdinand ))) en ef um tæki er að ræða .......slepptu BLÆJUBÍL,, 150 kg ÞYNGRI lágmark,, Færð allt fyrir peninginn í M3 E36,, en ef þú ert að miða við W220 5.0 þá er aflið svipað hættu bullinu og keyptu hjól... |
Author: | benzboy [ Tue 31. Jul 2007 19:39 ] |
Post subject: | |
Vandamálið við w124 Benzann í þessu sambandi er sá að ef þú setur lágmarkshestaflafjölda við 250 færðu þetta út á mobile: http://www.mobile.de/SID6zFTuytIWL5lTjJ ... Search.y=4 Einfaldlega of dýrt fyrir minn smekk. Að auki er það bara svo að þessir bílar hafa ekki sama handling og BMW ///M þó að þeir hafi fengið AMG / Brabus meðferð, auk þess eldri og þróunin er jú mikil í þessum bransa þannig að það er ákjósanlegt að fá yngri bíl. Almennt finnst mér í lagi að segja að Benzinn hafi vinninginn þegar kemur að yfirdrifnum þægindum á hraðbrautinni en ef þú vilt fá fun á krókóttum sveitavegi færðu þér frekar BMW. Það gildir líka um w124 bílana að mínu mati. Það er sama ástæða (aldur / þróun) fyrir því að 911 er ekki þarna inni - of dýr eða of gamall og hvorugt gengur upp fyrir minn smekk. |
Author: | benzboy [ Tue 31. Jul 2007 19:44 ] |
Post subject: | |
Alpina wrote: ALLS ekki R129 Ömurlegir að mínu mati,,,,,,nema aflið í SL 500
á sjálfur W124 500 sem er margfalt merkilegri bíll ((((( 1/2 Ferdinand ))) en ef um tæki er að ræða .......slepptu BLÆJUBÍL,, 150 kg ÞYNGRI lágmark,, Færð allt fyrir peninginn í M3 E36,, en ef þú ert að miða við W220 5.0 þá er aflið svipað hættu bullinu og keyptu hjól... Sæll Sveinbjörn, maður getur allavega alltaf stólað á að þú hafir skoðun !!! Ég tók nú R129 út sjálfur í upphafi - varð bara að hafa hann með í upphaflegu upptalningunni þar sem að ég er, eins og margir vita, Benz-maður. Já við vitum sennilega allir/öll sem stundum þessa síðu að þú átt 500E og við vitum líka að Porsche kom að þróun þess bíls. Varðandi að sleppa blæjubíl - NEI mig LANGAR í blæju Varðandi að hætta bullinu - finnst þér það líklegt ![]() Og að lokum varðandi að kaupa hjól - hvers vegna heldurðu að þetta megi ekki kosta endalausann pening ![]() http://www.blyfotur.is/viewtopic.php?t=4549 ps. ef þú vilt afl úr R129 færðu þér 600, ekki 500 ![]() |
Author: | Alpina [ Tue 31. Jul 2007 19:48 ] |
Post subject: | |
Giz wrote: Fyndið.
Ég er einmitt að velta mér uppúr nákvæmleg sömu súpunni!! Og búinn að vera að spá í þetta í smá tíma. Sammála listanum en myndi bæta við hann Porsche 968 cab, reyndar orðnir gamlir og frekar dýrir en brill bílar IMO. Einnig passar 964 cab inní dæmið en 964 er viðhaldsfrekur og álit manna á 911 sem cab er mismunandi. Þó ekki þýskt sé er saab 900 cabrio kúl, allavega að sjá. Ég hef líka soldið verið að spá í hvort maður ætti þá bara frekar að fara í góðann 328i cab með M pakka, minni kostnaður og þar frameftir... Mér finnast reyndar Bensarnir, er það ekki w124? Exxx minnir mig að það sé, bílarnir blæju andskoti flottir, allt annar pakki vissulega en ///M og félagar og líka dýrir minnir mig en þó Bens. Spurning um group buy bara ![]() G Þetta er sér Amerískt fyrirbrygði sem þekkist varla í Evrópu.. W124 Cabrio var valinn 1 af 5 bestu blæjubílum veraldar,, og líklega sá best byggði ((((AUDI 80 var í öðru sæti ))) Feyki góðir bílar,, TALA af reynslunni W124 er einfaldlega eitt best framleidda bifreiða-eintak sem er til staðar í veröldinni,,(( Volvo AMAZON er einnig ofarlega ásamt 140 línunni )) Samt er W123 talinn það albesta sem M-B hefur búið til W126 er einng sambærilegur og W124 E34 er miklu meiri átaka bíll en W124 samanber M5 E30 er einnig miklu meiri ...græja en W201 ((190)) nema AMG fully-spec hellingur er í boði og lét ég gamlan draum frá 1992 rætast ,, (( ekki sá besti en þó í minni eigu og ;;;;;;;;; GULUR |
Author: | benzboy [ Tue 31. Jul 2007 20:04 ] |
Post subject: | |
Eitt sem ég gleymdi alveg að taka fram en er náttúrulega ófrávíkjanlegt í svona: MANUAL TRANSMISSION, bæ bæ MB |
Author: | Einarsss [ Tue 31. Jul 2007 20:20 ] |
Post subject: | |
M roadster eða E36 m3 gets my vote |
Author: | benzboy [ Tue 31. Jul 2007 20:25 ] |
Post subject: | |
einarsss wrote: M roadster eða E36 m3 gets my vote
Það eru einmitt bílarnir sem ég er að reyna að gera upp á milli ![]() |
Author: | fart [ Tue 31. Jul 2007 20:26 ] |
Post subject: | |
Ef 2 sæti duga,, þá er það Roadsterinn, engin spurning. |
Author: | Djofullinn [ Tue 31. Jul 2007 20:30 ] |
Post subject: | |
benzboy wrote: einarsss wrote: M roadster eða E36 m3 gets my vote Það eru einmitt bílarnir sem ég er að reyna að gera upp á milli ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |