bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Gott dekkjaverkstæði
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2341
Page 1 of 1

Author:  Vargur [ Mon 18. Aug 2003 16:51 ]
Post subject:  Gott dekkjaverkstæði

Jæja, nú þarf ég að fara með 20" felgurnar og láta setja dekk á 2 felgur, vitið þið um gott dekkjaverkstæði sem getur tekkið svona alvöru dekk án þess að klúðra því.

Author:  GHR [ Mon 18. Aug 2003 16:53 ]
Post subject: 

Farðu bara ekki til VÖKU!!!!!!!!!!!
Þeir skemmdu 14" felgurnar sem voru undor Toyotunni minni

Author:  Svezel [ Mon 18. Aug 2003 17:30 ]
Post subject: 

Ég fer sjálfur alltaf á Nesdekk við hliðina Bónus á Nesinu, fínir kallar þar sem passa sig að skemma ekki neitt.

Hef reyndar ekki farið með svona rosalega stórar felgur en þeir fóru vel með gömlu 17 tommurnar mínar

Author:  Kull [ Mon 18. Aug 2003 17:42 ]
Post subject: 

Efast um að þeir taki svona stórar, þeir vísuðu mér á nýja Heklu dekkjaverkstæðið fyrir mínar 18". Ég fór þangað og þeir redduðu þessu, settu svona plast stykki á vélarnar til að rispa ekki felgurnar, var ágætlega gert hjá þeim en nokkuð dýrt.

Author:  Stefan325i [ Mon 18. Aug 2003 17:57 ]
Post subject: 

eitt dekkjavexstæðið í keflavík er með spes umfelgunarvél fyrir álfelgur.
það er gúmmí til að rispa ekki felgurnar og eithvða hjálparhjól til að koma dekkinu á algjör snild.

Author:  fart [ Mon 18. Aug 2003 18:17 ]
Post subject: 

Hjólbarðahöllin Fellsmúla er með svona græju, hún er úr plasti. Reyndar kom rispa á eina 18" hjá mér en þeir eru samt mjög metnaðarfullir

Author:  O.Johnson [ Mon 18. Aug 2003 22:44 ]
Post subject: 

Ekki fara í Dekkjalagerinn. Ég fór þangað einu sinnu með felgur sem voru
nýkomnar úr réttingu og þeir fóru vægast sagt ekki vel með þær, létu þær
skella í gólfið og rispuðu eina með tækinu sínu :evil: . Síðan týndu þeir
einni miðju og hringdu síðan í mig eftir þrjá daga og sögðust hafa fundið
hana. Ég fór og sótti miðjuna og þá voru smellurnar áftan á miðjuni
brotnar. Gaurinn þurfti þá að fara úr í búð og kaupa tonnatak til að líma
smellurnar aftur á miðjuna. Fara í Dekkjalagerinn til að kaupa dekk, en
ekki láta þá setja dekkin á álið.

Author:  Bjarki [ Mon 18. Aug 2003 23:07 ]
Post subject: 

Ég fer alltaf til Heklu ef ég er með eitthvað flott. Held að maður sé að borga fyrir gæðin þar.

Author:  Raggi M5 [ Tue 19. Aug 2003 08:09 ]
Post subject: 

BMW 750IA wrote:
Farðu bara ekki til VÖKU!!!!!!!!!!!
Þeir skemmdu 14" felgurnar sem voru undor Toyotunni minni


Ég fór þangað með mínar 18" og var að láta setja 285 dekkin á, og það var einhver pólverji sem var að gera þetta pínulítill naggur það var bara fyndið að sjá hann rembast við að koma dekkinu á það þurfti 2 menn til þess :lol: Og ef e´g hefði ekki staðið yfir þeim meðan þeir voru að þessu hefðu þeir pottþétt skemmt felgurnar fyrir mér, eða rispað þær eða eikkað álíka!

Author:  GHR [ Tue 19. Aug 2003 14:10 ]
Post subject: 

heh pólverjinn vinnur ennþá þarna :lol:
Hann er algjör klaufi, missti allar felgurærnar ofaní rist sem var þarna á gólfinu. Þurfti að losa það til þess að ná boltunum :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/