bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW Z4 vs Porsche Boxter
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2333
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Mon 18. Aug 2003 09:48 ]
Post subject:  BMW Z4 vs Porsche Boxter

Ég rakst á þessa setningu í grein á íslenska Porsche vefnum.
Quote:
Hinn nýji Z4 fær mun betri dóma í Þýskalandi heldur en Boxster-inn sérstaklega fyrir aksturseiginleika, en ekki má gleyma því að 7 ár eru liðinn síðan að Boxster-inn kom á markað.


Auðvitað er Boxterinn mikið eldri bíll en hefur engu síður verið talinn besti akstursbíllinn lengi vel - það er því nokkuð gott ef að Z4 telst vera "mun" betri og hefur jafnframt nýstárlegt útlit.

Hvða finnst ykkur með þetta?

Author:  Mal3 [ Mon 18. Aug 2003 10:11 ]
Post subject: 

Í Autocar var einhver lesandi að spyrja Sutton, eða what'shisface, ráða um BMW Z4 eða Boxsterkaup og ráðleggingin virtist vera að taka Boxster S ef maður gæti, en annars hlaðinn Z4.

En hvaða vita þeir hjá Autocar? ;)

Ég hef ekki mikla skoðun, byggt á því sem ég hef lesið núna myndi ég veðja á Porsche, en það gæti breyst með viðameiri prufunargreinum á Z4.

Ég er bara enn að hrista hausinn yfir því að ég var að ryfja upp gamla grein um "real world driver's cars" í gömlu Evo frá 2000 þar sem þeir prófuðu að fara með alla bílana á wet handling track. Besta tímann tók Boxster 2.5 og það var betri tími en Impreza P1 (aldrif, ca. 50 hrossum meira en álíka þyngd) náði og líka Ferrari 550... Það finnst mér magnað!

Auðvitað var enginn BMW Z4 þarna, en E30 M3 og E34 M5 fengu víst að vera með :)

Author:  bebecar [ Mon 18. Aug 2003 10:15 ]
Post subject: 

Hvernig gekk gömlu bimmunum?

Author:  Mal3 [ Mon 18. Aug 2003 10:21 ]
Post subject: 

Þetta voru í allt 15 bílar fyrir utan Ferrari, hann var í 6. sæti, svo það gerir 16 bílar allt í allt. Þá var M3 í 10. sæti og M5 í 12.

Alls ekkert slæmt m.v. að þetta var blaut braut og slatti af nýrri bílum. Það var Caterham Superlight R í sætinu fyrir neðan M5(! :shock: ) og Audi ur Quattro og Porsche 968 CS í neðstu sætunum! Báðir reyndust því miður vera á tóbaksdekkjum, sem hefur vonandi verið eigendum þessara gæðatækja lexía :x Já, og fyrir neðan Caterhaminn var R33 Skyline GTR!

Og nei, ég sagði ekki lesbía! :D

Author:  bebecar [ Mon 18. Aug 2003 10:42 ]
Post subject: 

Tóbaksdekkjum?

Author:  Mal3 [ Mon 18. Aug 2003 10:44 ]
Post subject: 

John B. kallaði dekkin á 968 "Bakelite". Fyrir þá sem vita ekki hvað það er, þá er það gamalt plastefni sem ég held að hafi m.a. verið notað í skammbyssuskefti og þannig lagað.

Dekkin á Quattro voru víst eitthvað lök líka.

Author:  bebecar [ Mon 18. Aug 2003 11:04 ]
Post subject: 

Ég kannast vel við bakelite.. en hef aldrei heyrt um tóbaksdekk...

Author:  Mal3 [ Mon 18. Aug 2003 11:22 ]
Post subject: 

Frændi minn er verkstjóri á dekkjaverkstæði og þegar hann vill lýsa fyrirlitningu sinni á dekkjum talar hann um að þau séu "algert tóbak." Ég hef svo étið þetta upp eftir honum og kalla dekk tóbak...

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/