bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Brúðarbíll óskast
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=23150
Page 1 of 1

Author:  JOGA [ Sat 14. Jul 2007 11:44 ]
Post subject:  Brúðarbíll óskast

Sælir,

Ég er að fara að gifta mig á morgun og brúðarbíllinn sem við ætluðum að nota verður ekki til taks. Nú er örstutt í brúðkaup og mig langaði að athuga hvort einhver gæti liðsinnt okkur með þetta. Við höfum ekki mikið upp á að bjóða peningalega en þó reyni ég að sjálfsögðu að greiða eitthvað fyrir viðvikið. Við myndum ekki skreyta mikið svo það á ekki að vera hætta á rispum í lakki vegna borða eða þess háttar. Myndum í mesta lagi setja nokkrar slaufur á vagninn.

Værum að tala um stuttan tíma frá ca. 13-16 á morgun og BMW er auðvitað efst á óskalistanum :)

Vonandi að þið takið vel í þetta. Ekki margir möguleikar sem við höfum í stöðunni svona stuttu fyrir brúðkaup :?

Getið haft samband með PM eða í s. 820-2467

Takk, takk

Author:  Kristján Einar [ Sat 14. Jul 2007 12:11 ]
Post subject: 

er ekki einhver sem á flottan til að redda honum? þetta finnst mér skilda hjá bmwkrafti að gera!

vildi að ég gæti orðið þér að liði :(

og til hamingju með morgundaginn ^^

Author:  Einarsss [ Sat 14. Jul 2007 14:33 ]
Post subject: 

hefði boðið minn ef ég væri ekki úti danmörk eins og er :?

Til hamingju með daginn á morgun annars 8)

Author:  ValliFudd [ Sat 14. Jul 2007 17:45 ]
Post subject: 

Touring? 8)

Image

Author:  Tommi Camaro [ Sat 14. Jul 2007 17:46 ]
Post subject: 

á einginn góðan e30 handa honum :)

Author:  zazou [ Sat 14. Jul 2007 18:40 ]
Post subject: 

Hvaða akstur ertu að pæla í?
Brúður til kirkju
Brúðhjón úr kirkju og í myndatöku
Brúðhjón úr myndatöku í veislu
:?:

Author:  Hannsi [ Sat 14. Jul 2007 18:42 ]
Post subject: 

Ætlar Brynjar að mæta í brúðarakstur á Daimler Double Six ?

Author:  JOGA [ Sat 14. Jul 2007 19:03 ]
Post subject: 

Sælir allir og takk innilega fyrir hjálpina :D

Ég náði að redda þessu! Félagi minn sem á virkilega laglegan Benz E500 ætlar að lána okkur bílinn sinn fyrir daginn. Mjög ánægður með það þó það sé ekki BMW :wink:
Vill þakka þeim innilega sem buðu fram hjálp sína, það er virkilega vel metið!

Jæja, ætla að hætta að hanga í tölvunni og fara að hjálpa "konunni" að sjæna drengina okkar :D

Author:  ömmudriver [ Sat 14. Jul 2007 19:08 ]
Post subject: 

Gott að heyra að þetta reddaðist og til hamingju með morgundaginn :)

Author:  ValliFudd [ Sat 14. Jul 2007 19:16 ]
Post subject: 

Konan mín er búin að panta 325 e46 gulllituðu blæjuna.. það er eftir ár... Vonandi verður hún enn innan kraftsins í ágúst 2008 :wink:

Author:  ///MR HUNG [ Sun 15. Jul 2007 02:45 ]
Post subject: 

ValliFudd wrote:
Konan mín er búin að panta 325 e46 gulllituðu blæjuna.. það er eftir ár... Vonandi verður hún enn innan kraftsins í ágúst 2008 :wink:
Held að það þurfi að cockslapa ykkur bæði svei mér þá :lol:

Author:  gunnar [ Sun 15. Jul 2007 03:37 ]
Post subject: 

Til hamingju með giftinguna 8)

Author:  JOGA [ Mon 16. Jul 2007 10:28 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Til hamingju með giftinguna 8)


Takk kærlega, þetta var góður dagur :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/