bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Leikdagur no. 9. og 10. á Akstursbraut 13. júlí og 15. Júlí
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=23084
Page 1 of 3

Author:  Porsche-Ísland [ Tue 10. Jul 2007 09:08 ]
Post subject:  Leikdagur no. 9. og 10. á Akstursbraut 13. júlí og 15. Júlí

Jæja þá er það aftur rétti hringurinn. Það rata hann allir.

Þannig að núna er um að gera að ná sér í viðauka , reyna að fá hann bara fyrir allt árið og þá eru tryggingarsölumennirnir lausir við ykkur það sem eftir er árs.

Vinsamlegast farið varlega á malarveginum.



En annars er bara stöðluð auglýsing.

Föstudagskvöldið 13. Júlí verður leikdagur á Rallykross brautinni.

Brautin verður opin frá 20 og frameftir.

Síðan verður aftur leikdagur Sunnudaginn 15. Júlí og þá frá 10 um morguninn og fram eftir degi.


Þar mun fólk geta leikið sér og lært inn á bílana sína.

Áhorfendur eru beðnir um að leggja við sjoppuna.

Eknir eru 5 hringir í einu.
Einungis einn bíll mun verða í brautinni í einu.

Bílar þurfa að vera með skoðun og með tryggingarviðauka.
Og standast skoðun á staðnum ef þurfa þykir.
Menn fá ekki að aka ef dekk eru orðin slitin inn í striga.

Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskýrteini.

Öllum sem taka þátt er skylt að nota öryggishjálm. Vinsamlegast komið með eigin hjálm, það flýtir fyrir.

Ef ökumaður veldur tjóni á brautinni eða umhverfi hennar er ökumaður ábyrgur fyrir því og verður að laga það.

Gjald fyrir að aka er 5000 kr. meðlima gjald og síðan verður 1000 kr. gjald fyrir hvern dag eftir það.

Þeir sem ætla að taka þátt verða að koma með tryggingarviðauka og undirritaða þáttökuyfirlýsingu, og peninginn eða kort.

Engin undanþága verður frá þessum reglum.

Mér þykir leitt að senda menn heim án þess að fá að aka en lögin eru bara svona og ég fer eftir þeim.

Ef menn lenda í vandræðum við að rata þá hringið í mig í síma 897 1020.


Þáttökuyfirlýsing

Þátttökuyfirlýsing vegna æfingar í brautarakstri
sem fram fer þ. / / 2007


Undirritaður ökumaður lýsir því hér með yfir að hafa lesið reglur þær sem gilda um æfinguna og samþykkir að fara eftir þeim í einu og öllu.
Undirritaður gerir sér grein fyrir þeim hættum sem fylgja akstri á brautini og tekur alfarið þátt í henni á eigin ábyrgð.
Undirritaður staðfestir með undirritun sinni að gera engar kröfur á hendur umsjónamanni brautarinnar, landeiganda né heldur þeim er stjórna leikdeginum vegna mögulegs tjóns sem hann kann að verða fyrir í keppninni - hvort heldur um er að ræða eigna- eða líkamstjón.


______________________________________
Nafn ökumanns

___________________
Kennitala

_____________
Bílnúmer

____________ ____________________
GSM númer og e-mail


(vegna ökumanna sem er yngri en 18 ára)
Undirritaður forráðamaður ökumanns samþykkir ofangreinda skilmála og gefur samþykki fyrir þátttöku viðkomandi.


_____________________________________
Nafn forráðamanns

_____________________
Kennitala

Author:  Hlynzi [ Tue 10. Jul 2007 21:07 ]
Post subject: 

Hvernig græjar maður LÍA þarf að sækja sérstaklega um það ?

Benz fær ekki varahluti fyrr en í næstu viku eða þarnæstu og bíllinn viðraður á brautinni þegar hann er kominn í lag ;)

Author:  Alpina [ Tue 10. Jul 2007 21:41 ]
Post subject: 

Hlynzi wrote:
Hvernig græjar maður LÍA þarf að sækja sérstaklega um það ?

Benz fær ekki varahluti fyrr en í næstu viku eða þarnæstu og bíllinn viðraður á brautinni þegar hann er kominn í lag ;)


hvað meinar þú ??

Author:  Hlynzi [ Tue 10. Jul 2007 21:57 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
Hlynzi wrote:
Hvernig græjar maður LÍA þarf að sækja sérstaklega um það ?

Benz fær ekki varahluti fyrr en í næstu viku eða þarnæstu og bíllinn viðraður á brautinni þegar hann er kominn í lag ;)


hvað meinar þú ??


Fyrri hlutinn er kominn á hreint.

Author:  MR.BOOM [ Sat 14. Jul 2007 02:11 ]
Post subject: 

Vondar myndir. 8)
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  zazou [ Sat 14. Jul 2007 10:27 ]
Post subject: 

Töff :shock:

Image

Author:  Aron Fridrik [ Sat 14. Jul 2007 14:15 ]
Post subject: 

MR.BOOM wrote:
Vondar myndir. 8)

Image

Image


menn komnir víra :shock:

geggjuð myndin af silfurlitaða 8)

Author:  gunnar [ Sun 15. Jul 2007 03:39 ]
Post subject: 

Þessi neðsta er alveg flamin' 8) töff 8)

Author:  Porsche-Ísland [ Sun 15. Jul 2007 09:14 ]
Post subject: 

Það er ekki hægt að byðja um betra veður.. allir að koma og sýna sig og sjá aðra.

Author:  camaro F1 [ Sun 15. Jul 2007 09:29 ]
Post subject:  Re: Leikdagur no. 9. og 10. á Akstursbraut 13. júlí og 15. J

allir að mæta upp á Rallykrossbraut eftir hádegið í dag...

1 stk M5 E60 HAMANN breyttur verður m.a. til sýnis...... :lol:



http://www.live2cruize.com/phpbb2/viewtopic.php?t=59939


Image

Author:  Angelic0- [ Sun 15. Jul 2007 17:57 ]
Post subject: 

Skemmti mér konunglega áðan....

Notaði fyrri dekkjaganginn til hins ýtrasta og kláraði síðan framdekkin...

Author:  Angelic0- [ Sun 15. Jul 2007 23:40 ]
Post subject: 

where are the fucking pics ?

Author:  IceDev [ Mon 16. Jul 2007 00:20 ]
Post subject: 

Chillax maður!

Þetta er nú ekki borgað gigg, að vera svona ljósmyndari og veita svo kraftsmönnum eðalskotum

Author:  Aron Andrew [ Mon 16. Jul 2007 00:25 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
where are the fucking pics ?


Image

Nú ættiru að geta sofnað :)

Author:  Angelic0- [ Mon 16. Jul 2007 00:27 ]
Post subject: 

fokkaðu þér :D komdu með fleiri :D:D:D:D:D:D

Ég vil sjá meira :oops:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/