bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Akstursleikni 04-07-07 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=22987 |
Page 1 of 1 |
Author: | Porsche-Ísland [ Tue 03. Jul 2007 10:42 ] |
Post subject: | Akstursleikni 04-07-07 |
Akstursbraut.is stendur fyrir æfingu í akstursleikni á Miðvikudagskvöldið 04-07-07. Búið er að leggja braut sem búið er að marka af með keilum og tími tekinn á bílum. Þetta hentar öllum bílum, vélarafl er algjört auka atriði. Við byrjum kl. 19.00 og verðum fram eftir kvöldi. Þannig að núna er um að gera að ná sér í viðauka , reyna að fá hann bara fyrir allt árið og þá eru tryggingarsölumennirnir lausir við ykkur það sem eftir er árs. Fólk er beðið um að aka malarveginn rólega. Núna eru komnir tímar frá síðast miðvikudegi sem menn ætla að bæta. Eða er það ekki? En annars er bara stöðluð auglýsing. 04. Júlí verður akstursleikni á Rallykross brautinni. Þar mun fólk geta leikið sér og lært inn á bílana sína. Áhorfendur eru beðnir um að leggja við sjoppuna. Eknir eru 1 hringir í einu. Bílar þurfa að vera með skoðun og með tryggingarviðauka. Og standast skoðun á staðnum ef þurfa þykir. Menn fá ekki að aka ef dekk eru orðin slitin inn í striga. Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskýrteini. Öllum sem taka þátt er skylt að nota öryggishjálm. Vinsamlegast komið með eigin hjálm, það flýtir fyrir. Ef ökumaður veldur tjóni á brautinni eða umhverfi hennar er ökumaður ábyrgur fyrir því og verður að laga það. Gjald fyrir að aka er 5000 kr. meðlima gjald og síðan verður 1000 kr. gjald fyrir hvern dag eftir það. Þeir sem ætla að taka þátt verða að koma með tryggingarviðauka og undirritaða þáttökuyfirlýsingu, og peninginn eða kort. Engin undanþága verður frá þessum reglum. Mér þykir leitt að senda menn heim án þess að fá að aka en lögin eru bara svona og ég fer eftir þeim. Ef menn lenda í vandræðum við að rata þá hringið í mig í síma 897 1020. Þáttökuyfirlýsing Þátttökuyfirlýsing vegna æfingar í brautarakstri sem fram fer þ. / / 2007 Undirritaður ökumaður lýsir því hér með yfir að hafa lesið reglur þær sem gilda um æfinguna og samþykkir að fara eftir þeim í einu og öllu. Undirritaður gerir sér grein fyrir þeim hættum sem fylgja akstri á brautini og tekur alfarið þátt í henni á eigin ábyrgð. Undirritaður staðfestir með undirritun sinni að gera engar kröfur á hendur umsjónamanni brautarinnar, landeiganda né heldur þeim er stjórna leikdeginum vegna mögulegs tjóns sem hann kann að verða fyrir í keppninni - hvort heldur um er að ræða eigna- eða líkamstjón. ______________________________________ Nafn ökumanns ___________________ Kennitala _____________ Bílnúmer ____________ ____________________ GSM númer og e-mail (vegna ökumanna sem er yngri en 18 ára) Undirritaður forráðamaður ökumanns samþykkir ofangreinda skilmála og gefur samþykki fyrir þátttöku viðkomandi. _____________________________________ Nafn forráðamanns _____________________ Kennitala |
Author: | arnibjorn [ Tue 03. Jul 2007 12:48 ] |
Post subject: | |
Hvernig tímatökubúnað eruð þið að nota? ![]() |
Author: | Aron Andrew [ Tue 03. Jul 2007 15:15 ] |
Post subject: | |
Skeiðklukku |
Author: | arnibjorn [ Tue 03. Jul 2007 15:25 ] |
Post subject: | |
Aron Andrew wrote: Skeiðklukku
Nice ![]() ![]() |
Author: | ///M [ Tue 03. Jul 2007 15:29 ] |
Post subject: | |
Aron Andrew wrote: Skeiðklukku
![]() en samt áfram akstursbraut! jeij ![]() |
Author: | F2 [ Tue 03. Jul 2007 16:11 ] |
Post subject: | |
///M wrote: Aron Andrew wrote: Skeiðklukku ![]() en samt áfram akstursbraut! jeij ![]() Vorum með tímatökubúnað í gangi um daginn þegar supermoto hjólin voru að keyra og munurinn á honum og klukkunnum var þríklofið kuntuhár ![]() |
Author: | ///M [ Tue 03. Jul 2007 16:35 ] |
Post subject: | |
F2 wrote: ///M wrote: Aron Andrew wrote: Skeiðklukku ![]() en samt áfram akstursbraut! jeij ![]() Vorum með tímatökubúnað í gangi um daginn þegar supermoto hjólin voru að keyra og munurinn á honum og klukkunnum var þríklofið kuntuhár ![]() þá er það helvíti slakur tímatökubúnaður verð ég að segja ![]() |
Author: | Svezel [ Tue 03. Jul 2007 16:36 ] |
Post subject: | |
kannski er Fannar bara með svona svakalega hraðan þumalputta! |
Author: | ///M [ Tue 03. Jul 2007 16:41 ] |
Post subject: | |
Svezel wrote: kannski er Fannar bara með svona svakalega hraðan þumalputta!
![]() |
Author: | bjahja [ Thu 05. Jul 2007 14:44 ] |
Post subject: | |
Þetta var bara skemmtilegt, verst að ég gat bara verið í klukkutíma. En á ekki síðan að koma með tímana inn? |
Author: | MR.BOOM [ Thu 05. Jul 2007 18:20 ] |
Post subject: | |
Myndir hérna. ![]() Aksturleikni ![]() |
Author: | Stefan325i [ Thu 05. Jul 2007 20:44 ] |
Post subject: | |
Helvíti flottar myndri hjá þér Sæmi ![]() |
Author: | zazou [ Thu 05. Jul 2007 22:57 ] |
Post subject: | |
Stefan325i wrote: Helvíti flottar myndri hjá þér Sæmi
![]() Comme d'habitude ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |