bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
NÝTT NÝTT NÝTT Akstursleiknisæfing á miðvikudaginn. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=22844 |
Page 1 of 3 |
Author: | Porsche-Ísland [ Mon 25. Jun 2007 23:33 ] |
Post subject: | NÝTT NÝTT NÝTT Akstursleiknisæfing á miðvikudaginn. |
Akstursbraut.is stendur fyrir æfingu í akstursleikni á Miðvikudagskvöldið 27-06-07. Búið er að leggja braut sem búið er að marka af með keilum og tími tekinn á bílum. Þetta hentar öllum bílum, vélarafl er algjört auka atriði. Við byrjum kl. 19.00 og verðum fram eftir kvöldi. Þannig að núna er um að gera að ná sér í viðauka , reyna að fá hann bara fyrir allt árið og þá eru tryggingarsölumennirnir lausir við ykkur það sem eftir er árs. Dálítið bar á því að menn voru að spóla á malarveginum að og frá braut. Ef sést til manna gera þetta aftur þá verða þeir gerðir brottræknir af svæðinu. En annars er bara stöðluð auglýsing. 27. Júní verður akstursleikni á Rallykross brautinni. Þar mun fólk geta leikið sér og lært inn á bílana sína. Áhorfendur eru beðnir um að leggja við sjoppuna. Eknir eru 1 hringir í einu. Einungis einn bíll mun verða í brautinni í einu. Bílar þurfa að vera með skoðun og með tryggingarviðauka. Og standast skoðun á staðnum ef þurfa þykir. Menn fá ekki að aka ef dekk eru orðin slitin inn í striga. Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskýrteini. Öllum sem taka þátt er skylt að nota öryggishjálm. Vinsamlegast komið með eigin hjálm, það flýtir fyrir. Ef ökumaður veldur tjóni á brautinni eða umhverfi hennar er ökumaður ábyrgur fyrir því og verður að laga það. Gjald fyrir að aka er 5000 kr. meðlima gjald og síðan verður 1000 kr. gjald fyrir hvern dag eftir það. Þeir sem ætla að taka þátt verða að koma með tryggingarviðauka og undirritaða þáttökuyfirlýsingu, og peninginn eða kort. Engin undanþága verður frá þessum reglum. Mér þykir leitt að senda menn heim án þess að fá að aka en lögin eru bara svona og ég fer eftir þeim. Ef menn lenda í vandræðum við að rata þá hringið í mig í síma 897 1020. Þáttökuyfirlýsing Þátttökuyfirlýsing vegna æfingar í brautarakstri sem fram fer þ. / / 2007 Undirritaður ökumaður lýsir því hér með yfir að hafa lesið reglur þær sem gilda um æfinguna og samþykkir að fara eftir þeim í einu og öllu. Undirritaður gerir sér grein fyrir þeim hættum sem fylgja akstri á brautini og tekur alfarið þátt í henni á eigin ábyrgð. Undirritaður staðfestir með undirritun sinni að gera engar kröfur á hendur umsjónamanni brautarinnar, landeiganda né heldur þeim er stjórna leikdeginum vegna mögulegs tjóns sem hann kann að verða fyrir í keppninni - hvort heldur um er að ræða eigna- eða líkamstjón. ______________________________________ Nafn ökumanns ___________________ Kennitala _____________ Bílnúmer ____________ ____________________ GSM númer og e-mail (vegna ökumanna sem er yngri en 18 ára) Undirritaður forráðamaður ökumanns samþykkir ofangreinda skilmála og gefur samþykki fyrir þátttöku viðkomandi. _____________________________________ Nafn forráðamanns _____________________ Kennitala |
Author: | gstuning [ Mon 25. Jun 2007 23:42 ] |
Post subject: | |
er þetta akstursleikni eða autocross? |
Author: | Porsche-Ísland [ Mon 25. Jun 2007 23:44 ] |
Post subject: | |
gstuning wrote: er þetta akstursleikni eða autocross?
Akstursleikni er eiginlega bara íslensk útgáfa af Auto-X |
Author: | gstuning [ Mon 25. Jun 2007 23:57 ] |
Post subject: | |
kúl og á sama tíma, stupid shit að vera svona busy ![]() |
Author: | Aron Andrew [ Tue 26. Jun 2007 00:15 ] |
Post subject: | |
verð í Grímsey Island ![]() Verður þetta ekki alveg örugglega oftar í sumar? |
Author: | Porsche-Ísland [ Tue 26. Jun 2007 00:16 ] |
Post subject: | |
Aron Andrew wrote: verð í Grímsey Island
![]() Verður þetta ekki alveg örugglega oftar í sumar? Stefnum á að hafa þetta öll miðvikudagskvöld í sumar. |
Author: | Aron Fridrik [ Tue 26. Jun 2007 00:18 ] |
Post subject: | |
ef maður er búinn að borga t.d. 5000þús á leikdögunum gildir það ekki líka þarna ? |
Author: | Porsche-Ísland [ Tue 26. Jun 2007 00:24 ] |
Post subject: | |
aronisonfire wrote: ef maður er búinn að borga t.d. 5000þús á leikdögunum gildir það ekki líka þarna ?
Jú jú,, þetta er sami klúbburinn,, þá er það bara 1000 kall eftir það. |
Author: | Steinieini [ Tue 26. Jun 2007 00:27 ] |
Post subject: | |
Þannig að það er bara einn hringur og svo heim? Eða: einn hringur, aftast í röðina, annar hringur ? |
Author: | Porsche-Ísland [ Tue 26. Jun 2007 00:29 ] |
Post subject: | |
Steinieini wrote: Þannig að það er bara einn hringur og svo heim?
Eða: einn hringur, aftast í röðina, annar hringur ? Þú leggst ekki útaf og sofnar eftir einn... Nei þú ferð bara aftast í röðina og fjörið heldur áfram.. hringurinn er innan við mínútu. þannig að þetta ætti að ganga vel. |
Author: | Aron Andrew [ Tue 26. Jun 2007 00:32 ] |
Post subject: | |
Hvernig verður þetta? Sá eitthvað á l2c um bakksvæði, verður þetta svipað og þetta sem Sjóvá heldur annað slagið? |
Author: | Porsche-Ísland [ Tue 26. Jun 2007 00:35 ] |
Post subject: | |
Aron Andrew wrote: Hvernig verður þetta?
Sá eitthvað á l2c um bakksvæði, verður þetta svipað og þetta sem Sjóvá heldur annað slagið? Brautin er þannig, ræst í pittinum eins og venjulega, en síðan er tekin vinstribeygja og farinn öfugur hringur, þegar svo er komið inn á beinakaflann þarf að bakka í stæði og síðan kemur keilusvig sem endar í að stoppa í stæði. Þetta tekur innan við eina mínútu. Þannig að menn ættu að ná þó nokkrum rönnum hvert kvöld. |
Author: | Steinieini [ Thu 28. Jun 2007 00:02 ] |
Post subject: | |
Þetta var bara glettilega gaman Það sem mætti gera næst er að sleppa Bakkístæði partinum(klúðraði því alltaf ![]() Gott ef þetta er ekki bara skemmtilegra en dekkjabrennsla hring eftir hring, gaman líka að reyna að bæta tímann sinn ![]() ![]() |
Author: | iar [ Thu 28. Jun 2007 00:24 ] |
Post subject: | |
Sammála því, þetta var MJÖG gaman. Gaman að hafa tímann til að keppa við (og Sveinbjörn líka ![]() ![]() Hjá mér liggur örugglega einhver tími í betri bremsupunkt út úr stóru beygjunni og inn í 90° hægri beygjuna og eins inn í og út úr næstu 90° hægri gráðu. Svo var maður alltaf hálf ragur við að fljúga upp úr hnykknum og svífa að veggnum en það er líklega spurning um að minnka hraðan á réttum punkti þar og koma í staðinn betur út úr því og svo niður í skálina.. Og svo auðvitað bakkið, það er blóðugt að þurfa að stoppa þarna, bakka í stæði og svo blasta sikk sakkið úr stoppi. En Dóri, hlaupadrottningin og félagar eiga ![]() Nú er bara að græja betri dekk en þetta Proxes dót, þau eru ekki að gera góða hluti fyrir mig á brautinni. ![]() Já og gaman að fylgjast með Renault og Hondunni blasta þetta aftur og aftur á 55-56 meðan aðrir voru á 58-1:00+++ Og Renaultinn á alveg hellings tíma inni, bara í bakkhlutanum, hvað þá annarsstaðar! ![]() |
Author: | gunnar [ Thu 28. Jun 2007 01:02 ] |
Post subject: | |
Sé eftir að hafa ekki mætt, en ég er þó kominn með nýja rúðu í hjá mér í staðinn. |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |