bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW rakkaður niður ! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2273 |
Page 1 of 4 |
Author: | zx [ Sun 10. Aug 2003 21:58 ] |
Post subject: | BMW rakkaður niður ! |
þetta skrifar einhver á bílaspjallið á vísir.is, kannski vill einhver svara honum ? "Fortral69 Dags: Fös. 25. júl. 2003, 16:47 Efni: Re: BMW - nei takk Ég átti eitt sinn BMW 316i, 1992 árg. Keyrður um 90þ km. Hann bilaði nánast í hverjum mánuði, eyddi miklu, var kraftlaus auk þess sem varahlutirnir kostuðu formúu. Mín ráð: Aldrei að kaupa BMW, þeir koma illa út úr gæðaprófunum. Eru alltof dýrir miðað við aðra bíla. Hafa háa bilanatíðni. Eyða miklu. Dýrir í viðhaldi. Fáránlega dýrir varahlutir osfrv. Önnur staðreynd: Toyota t.d. eyðir meira fjármagni í nýþróun og rannsóknir en allir þýskir bílaframleiðendur til samans. Margar japanskar vélar eru taldar 10-15 árum á undan þeim þýsku hvað varðar gæði, eldsneytiseyðslu, kraft og endingu. Það eru mjög góð kaup í Lexus bílum á Íslandi núna, þeir eru að vinna sér markað og eru seldir á undirverði. Veislan stendur ekki lengi, skelltu þér á einn." |
Author: | Jón Ragnar [ Sun 10. Aug 2003 22:20 ] |
Post subject: | |
heheh einn af þessum kjánum (: |
Author: | Bjarkih [ Sun 10. Aug 2003 22:21 ] |
Post subject: | |
ROFLMAO ææææ hvað sumir eru heimskir ![]() Að reyna að halda því fram að toyota sé betra, má ég þá frekar biðja um hyundainn minn ![]() |
Author: | íbbi_ [ Sun 10. Aug 2003 23:29 ] |
Post subject: | |
flestir þeir bmw-ar sem ég hef reynslu af bila ekki í hverjum mánuði heldur í hverri viku ![]() ![]() still love them ![]() |
Author: | kiddim5/mpower [ Sun 10. Aug 2003 23:34 ] |
Post subject: | Mín skoðum á þessu máli. |
Viðkomandi er kanski ekki að hugsa málið til enda því þær vélar sem japanarnir eru svo mikið að þróa eru upphaflega þýsk uppfinning, og málið er það að japanar breyta um útlit nánast á hverju ári þannig að ef þú átt 2 ára gamlan japanskan bíl þá er hann í raun úreltur, svo talandi um endingu og verðgildi, auðvitað geta allir bílar enst vel ef vel er hugsað um þá, en engir bílar halda verðgildi sínu eins og þýskir bílar af því að þegar þú kaupir nýjan þýskan bíl þá er hann kanski mun dýrari en hann er bæði betur framleiddur, og þú þarft ekki að hafa áhyggjur um að hann verði úreltur í útliti eftir 1 ár svo heldur hann verðgildinu mun betur. Þá er ekki hægt að garentía það að allir bílar bili ekki því maður getur alltaf lent á bíl sem búið er að fara ílla með eða er með framleiðslugalla, svo er það þannig að auðvitað eru varahlutir ódýrari í t.d Toyota vegna þess að varahlutirnir í þá eru ekki framleiddir með sömu gæðum og þýsku og líka það að það eru miklu fleiri japanskir bílar á götum íslands heldur en Þýskir svo það er til miklu meira að varahlutun í japönsku bílana. Íhugið þetta. kveðja Kristinn. _________________ |
Author: | íbbi_ [ Sun 10. Aug 2003 23:42 ] |
Post subject: | |
en.. þar sem ég veit að það er stranglega bannað að hallmæla bmw þar sem þeir virðast vera heilagir,:twisted: þá þekki ég nú líka marga sem eiga góða bmw-a og þeir klikka aldrei.. : dæmi, 94 525ix. ekin 130 það eina sem skipt hefur verið um í þessum bíl síðan hann var nýr eru framdemparar og það var núna í sumar. veit um annan 525ix sem er eins, veit um 750 sem flær ekki feilpúst.. en reyndar vill flest rafmagnsdót í honum klikka dáldið. en einmitt sá bmw sem ég hef versta reynslu af er einmitt 316 bíll, líka annar bíll se ég "kannast við" hef þekkt 3 stráka sem hafa átt hann og hann er aldrei til friðs, það er 518 bíll, bílar bila.. allir skiptir engu máli hvað þeir heita eða hvaðan þeir koma. kunningi minn er mikill benz áhuga maður og er búnað eiga marga og þeir eru síður en svo bilanafríir, þekkti líka strák sem átti toyotu corollu sem var aldrei til friðs, sá bíll sem hefur reynst mér langbest af öllum bílum var mitsubishi sem aftur a móti á aldrei að vera til friðs. pabbi minn átti kia sportage í 4 eða 5 ár og keyrði hann rúmlega 70þús km og aldrei klikkaði einn einasti hlutur í bílnum.það eru bílar sem eiga að framleiddir bilaðir? ég er nokkuð mikið á eagle talon tsi komin yfir 200þúsund km og búið að hjakkast á honum núna í 11 ár og aldrei slær hann feilpúst.. held að bmw líði líka dáldið fyrir það að fólk álítur þetta jú vera mikla og dýra bíla og þegar þeir bila þá verður eigandin mun fúlli heldur en ef ódýrari bíll hefði bilað. og p.s ég myndi nú ekki segja að japanskir bílar væru ekki jafn vel smíðaðir og aðrir bílar.. meðal margra ástæðna fyrir vinsældum japanskra bíla er sú að þetta eru vel hannaðir og smíðaðir bílar sem kostar lítið að reka meðal annars vegna þess að þessir bílar hafa átt það til að bila að meðaltali mun minna en aðrir bílar. það er svo önnur saga hversu spennandi eða "skemmtilegir" þeir eru, |
Author: | oskard [ Sun 10. Aug 2003 23:52 ] |
Post subject: | |
það þýðir ekkert að rökræði við svona fólk þannig að það er bara tímasóunn að svara þessum einstaklingi. þessi gaur telur sennilega að þegar það þarf að skipa um bremsuklossa þá hafi bílinn "bilað". ...og það ættu allir að vita að 316i er kraftlaus ![]() ![]() ![]() |
Author: | Gunnar H [ Mon 11. Aug 2003 00:24 ] |
Post subject: | |
Ég tel að nokkrir punktar séu réttir hjá þessum manni sem upphaflega skrifaði á vísir, en sami galli hjá honum og mörgum ykkur að hverjum finnst sinn fugl fagur, ekki satt? Ekki má heldur gleyma að hin týpíska Toyota er framleidd með allt annari hugsun heldur BMW og fleiri samlandar. svona td þá gerði þýskt tímarit könnun sem ég man eftir hvaða bílar kæmu best út þar í landi varðandi bilanir og þá var það Rav 4 sem hafði vinningin. 'Ur síðustu könnun sem ég sá hér heima þá var Toyota með minnstu bilana tíðnina og þar á eftir komu Hyundai og Honda, því miður man bara ekki hvar BMW var. 'Eg segi fyrir mig ég mundi velja toyotu fyrir konuna og gerði það en fyrir mig þá er ég ekki að spá í eyðslu, bilunum og dýru varahluta verði ég vil bara fá eitthvað sem veitir mér þá ánægju sem ég þarf. |
Author: | Gunni [ Mon 11. Aug 2003 08:24 ] |
Post subject: | Re: Mín skoðum á þessu máli. |
kiddim5/mpower wrote: en engir bílar halda verðgildi sínu eins og þýskir bílar
Ég get nú ekki alveg verið sammála því. T.d. fellur nýr Audi a4 2L ssk um tæp 50 þúsund á MÁNUÐI fyrstu 14-15 mánuðina (eða samtals um 650þús) , og þetta veit ég fyrir víst. Reyndar fellur sambærilegur 318 (2L ssk) um 200 þús kr minna á sama tímabili. En það er í rauninni bara rugl að kaupa glænýjan bíl. Af hverju ekki að kaupa ársgamlan bíl keyrðan eitthvað pínkulítið og láta eihvern annan álf borga hálfa milljón í afföll fyrsta árið? Maður fær ársgamlan bíl með öllum aukabúnaði fyrir svipaðan pening og alveg strípaðann nýjan bíl! |
Author: | íbbi_ [ Mon 11. Aug 2003 09:16 ] |
Post subject: | |
og annað dæmi, fyrir 3-4mill geturu fengið 750 bmw 97-98 og jafnvel 99, sá bíll er er búinn að falla um nánast íbúðarverð á 4-6árum. einnig er til sölu hér á klakanum 00árg 750 Millenium með öllum andsk á í kringum 6m, hvað haldiði að þessi bíll hafi kostað nýr? 99 m5 5.5m en það eru rúmar 5 milljónir á 4 árum? þótt það hljómi leiðinlega en þá held ég að toyotur haldi verðgildi sínu bíla best hér á landi, lýtið t.d á land cruizerana? 80cruizer 92-94 ekin 200-300k á um eða yfir 2 milljónir? og sumir hærra, sama gildir um arftakan 100. |
Author: | Gunni [ Mon 11. Aug 2003 09:19 ] |
Post subject: | |
íbbi_ wrote: lýtið t.d á land cruizerana? 80cruizer 92-94 ekin 200-300k á um eða yfir 2 milljónir? og sumir hærra, sama gildir um arftakan 100.
Er ekki bara það sorglega að fólk borgar þetta fyrir þessa bíla ? |
Author: | jonthor [ Mon 11. Aug 2003 09:31 ] |
Post subject: | |
Það eina sem er rétt hjá þessum einstaklingi er að það hefur verið sýnt fram á það að Toyota bilar að meðaltali minna en BMW. En eins og aðrir hafa bent á hér þá er þetta spurning um val eins og allt annað. Ég hef setið í lexus og það er samt eins og að sitja í Dós!!! |
Author: | bebecar [ Mon 11. Aug 2003 09:46 ] |
Post subject: | |
Ok, BMW, Toyota og Lexus. Mín skoðun á málinu er eftirfarandi. BMW er auðvitað lang bestur en þá er líka verið að skoða bílinn í víðu samhengi, aksturseiginleikar fyrst og fremst og svo, öryggi, búnaður og rekstur. Toyota bilar án efa minna en BMW - maður þarf líka eyða mismuninum í prósakk til að halda geði á svona karakterlausum bíl. Lexus er EKKI dós. Lexus í dag er með bestu bílum í heimi en því miður ekki sérlega spennandi samt sem áður. Og að lokum við ég segja það að vara hlutri í Toyota eru MIKLU dýrari en í BMW, og það veit ég fyrir víst. |
Author: | GHR [ Mon 11. Aug 2003 10:34 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Og að lokum við ég segja það að vara hlutri í Toyota eru MIKLU dýrari en í BMW, og það veit ég fyrir víst. Já, því verð ég að vera sammála!!!! Ég fékk bara shjokk þegar ég átti Toyota Corolla mína, ég meina kerti á 9000kall, bensínsía á 3800kr o.sfrv...... |
Author: | gstuning [ Mon 11. Aug 2003 10:46 ] |
Post subject: | |
Einnig það er miklu skemmtilegra að eiga og keyra BMW heldur en t.d Toyota Það er þessvegna sem við kaupum BMW ekki útaf verðgildi, bilanatíðni og eitthvað svoleiðis sem fátækt fólk spáir í við erum ríkir því við eigum efni á BMW ![]() |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |