bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Eurotrip 2007 - taka 2 - ca. 1100 hestöfl í tveimur bílum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=22680
Page 1 of 4

Author:  bimmer [ Thu 14. Jun 2007 23:57 ]
Post subject:  Eurotrip 2007 - taka 2 - ca. 1100 hestöfl í tveimur bílum

Jæja þá er næsti Eurotour byrjaður. Ég og konan fórum í morgun (fimmtudag) með
Iceland Express til Frankfurt Hahn kl. 7:00. Það þýðir jú að maður þarf
að vakna á mjög ókristilegum tíma :x

Komum út ca. 12:30 local time og byrjuðum á að leigja okkur bíl til að
keyra til Nurnberg að ná í þá M3 og M5 bræður. Bíllinn sem við fengum
er held ég ógeðslegasti bíll sem ég hef keyrt - ever. Ford Fusion 1.4.

Image

Rosa cool nafn "Fusion" en það er ekkert cool við bílinn. Hann er ljótur og
þeim hefur einhvern veginn tekist að framleiða mótor sem hefur ekkert tog og
bókstaflega ekkert gerist þegar stigið er á pedalann nema kannski að
vélin koðni niður og "kafni".

Anyways - þessi hörmung var notuð til að komast til Tauber manna og
var það 300km rúntur þar sem ALLIR tóku framúr okkur. Var einmitt
að bölsótast út í bílinn og spá í því að það gæti nú ekki mikið selst af
þessu þegar við sáum heilan trailer fullan af þessu junki :roll:

Image

Anyways, komum svo til Tauber seinni partinn eftir massa Stau og vesen.
Þar biðu bræðurnir - blái með nýtt plenum cover og sá hvíti með stífari
gorma að framan, bremsukælingu að framan og búið að tengja olíuloftunina
af vélinni inn á inntakið til að minnka subb.

Image

Byrjuðum á að taka draslið úr Fusion hræinu og setja í bláa áður en við
fórum og skiluðum honum til bílaleigunnar. Mikil gleði að losna við hann.
Það góða hins vegar við að keyra svona drasl er að maður metur enn
betur hvað bimmarnir eru góðir :)

Spjallaði aðeins við Sebastian um það sem búið var að gera í hvíta og
svo hvað er eftir. Lögðum síðan af stað til Nurburg - ég á hvíta og Lena
á bláa. Þetta er fyrsta skiptið sem hún keyrir bláa og skellir sér bara
beint á Autobahn :lol: Þetta gekk allt saman vel og þegar við stoppuðum
í Wurzburg þá komu ýmis góð komment:

Image

Image

"Þessi bíll á 140 er eins og venjulegur bíll á 60"
"Hann er svo stabíll þegar maður keyrir hratt"

Hef það á tilfinningunni að það hafi bara verið gott move að leyfa henni að
keyra :) Nú áttar hún sig á því að það er allt í góðu að keyra hann þétt :lol:

Anyways - lentum í þrumuveðri, stau og ýmsu á leiðinni á Ringhaus og
komum ekki fyrr en um miðnætti. Þá tóku á móti okkur tveir sovéskir
drengir á vegum Franks sem ekkert vissu um að við ættum pantaða
gistingu. Frank hefur eitthvað gleymt að láta vita. Þeir fóru strax í að
skvera til herbergi og málinu reddað.

Þannig að nú er maður að fara að leggja sig og á morgun verður farið í
leiðangur til að kaupa hjálma og svo keyrt seinnipartinn.

Author:  íbbi_ [ Fri 15. Jun 2007 00:08 ]
Post subject: 

stórglæsilegt,

Author:  Arnarf [ Fri 15. Jun 2007 00:08 ]
Post subject: 

Ég er ekki frá því að þú lifir í draumi

Author:  Steinieini [ Fri 15. Jun 2007 00:10 ]
Post subject: 

8) 8) 8)

Væri ekki leiðinlegt að vera þarna að blasta

Author:  siggik1 [ Fri 15. Jun 2007 00:50 ]
Post subject: 

Arnarf wrote:
Ég er ekki frá því að þú lifir í draumi


satt

Author:  Angelic0- [ Fri 15. Jun 2007 03:06 ]
Post subject: 

Ég stalst til að leyfa unnustu minni að keyra 325.... hún talaði sífellt um hvað hún hataði Imprezuna hennar Mömmu sinnar eftir það :lol:

Author:  bebecar [ Fri 15. Jun 2007 06:43 ]
Post subject: 

Afhverju í ósköpunum treystið þið ekki konunum ykkar fyrir bílunum :hmm:

Þórður sá blái lítur ótrúlega vel út á hringnum - ég hefði aldrei haldið að ég myndi fíla svona breytingar en við þessar aðstæður þá er þetta einfaldlega að virka.

Á að fara eitthvað fleira en bara á slaufuna?

Author:  bimmer [ Fri 15. Jun 2007 09:01 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Afhverju í ósköpunum treystið þið ekki konunum ykkar fyrir bílunum :hmm:

Þórður sá blái lítur ótrúlega vel út á hringnum - ég hefði aldrei haldið að ég myndi fíla svona breytingar en við þessar aðstæður þá er þetta einfaldlega að virka.

Á að fara eitthvað fleira en bara á slaufuna?


Þetta er ekki spurning um að ég hafi ekki treyst Lenu fyrir bílnum - hún
hefur bara ekki haft áhuga þrátt fyrir að ég hafi boðið henni að keyra
ONNO.

Var að skoða breytingarnar á ONNO sjálfur í gær á Autobahnanum -
þær eru alveg að virka. Hann er verulega vígalegur á ferð.

Þjóðverjarnir snúa sig alveg úr hálsliðnum þegar þeir sjá ONNO - menn
eru mikið að spá í honum og keyra oft dágóða stund við hliðina á honum
og eru að skoða.

Við verðum hér á hringnum um helgina - förum síðan til Frakklands að
rúnta og svo er trackdagur á Spa þann 23. Konan fer þá heim um kvöldið
en ég á hringinn daginn eftir. Svo þarf ég að koma hvíta til þeirra Tauber
manna og svo bláa til Smára.

Author:  fart [ Fri 15. Jun 2007 11:16 ]
Post subject: 

Svalt!

Varðandi konur og bíla þá er must fyrir ykkur strákana að kenna konunni að keyra "eins og maður". Fátt jafn sexy og sæt kona sem kann að krumpa malbikið.

Author:  Aron M5 [ Fri 15. Jun 2007 11:23 ]
Post subject: 

fart wrote:
Svalt!

Varðandi konur og bíla þá er must fyrir ykkur strákana að kenna konunni að keyra "eins og maður". Fátt jafn sexy og sæt kona sem kann að krumpa malbikið.



Segðu,min er orðinn helviti öfluga að negla milli gíra :lol:

Author:  bebecar [ Fri 15. Jun 2007 11:41 ]
Post subject: 

fart wrote:
Svalt!

Varðandi konur og bíla þá er must fyrir ykkur strákana að kenna konunni að keyra "eins og maður". Fátt jafn sexy og sæt kona sem kann að krumpa malbikið.
:naughty:

Author:  Einarsss [ Fri 15. Jun 2007 12:12 ]
Post subject: 

nýji bíllinn er einmitt family rædið og konan var jafn spennt að fá bílinn eins og ég :P

Hún á samt ennþá eftir að keyra en ég býst við að það verði í fínu ... hún keyrir eins og vitleysingur venjulega :lol:

Author:  JonHrafn [ Fri 15. Jun 2007 12:52 ]
Post subject: 

Ég er ekkert hissa þótt þjóðverjarnir reki upp stór augu þegar ONNO mætir... mjög snyrtilegur bíll.

Author:  Alpina [ Fri 15. Jun 2007 16:47 ]
Post subject: 

FUSION---

:rollinglaugh: :rollinglaugh: :rollinglaugh: :rollinglaugh:

en ágætt að ,,,,,Frau skildi hafa smá hraðbrautainnsýn

LENA--->> ha 140 ,nú ég hélt við værum á 60 :roll:

Author:  bimmer [ Fri 15. Jun 2007 21:09 ]
Post subject: 

Jæja sitjum nú skötuhjúin á Ringhaus - búið að fá sér steik og salat.

Fórum í morgun að reyna að finna hjálma en það er bara ekkert til
hér nema lokaðir mótorhjólahjálmar :( Kannski verður eitthvað
til í söluvagninum niðri á braut á morgun.

Hér er annars allt morandi í gömlum bílum vegna oldtimer Grand Prix.

Brautin opnaði ekki fyrr en um 5 og við fórum á þeim hvíta. Tók fyrst
einn rólegan hring til að ná hita í dekkin og leyfa Lenu að meðtaka
brautina án þess að hendast til og frá. Gekk bara vel. Tók síðan
annan hring og fór nokkuð hraðar. Eftir þann hring þakkaði Lena
fyrir sig - maginn var ekki alvega að samþykkja þessar hendingar
til og frá.

Eftir að hafa skutlað henni heim á hótel fór ég aftur niður á braut og
þá var búið að loka út af slysi:
Image

Þannig að það var ekkert hægt að gera nema að parkera og bíða:
Image

Það var alveg vel stappað:
Image

Image

Image

Vel surtaður þessi:
Image

Thorleif mættur eins og venjulega:
Image

Svo opnaði aftur þannig að ég fór að keyra aftur. Aðstæðurnar voru mjög
fínar - alveg þurrt þó að það væri frekar þumbungslegt veður og skýjað.
Ætli ég hafi ekki keyrt einhverja 8-9 hringi alls og tók vel á því.

Bíllinn er betri á stífari gormum að framan og er ekki að slást saman
eins og áður að framan.

Eins og venjulega var maður að stríða allskonar bílum en var líka tekinn
af hörku græjum/bílstjórum. Það er alveg ótrúlegt hvað sumir eru kaldir
og með brautina á hreinu.

Svo þegar ein lokunin kom þegar einhver missti olíu niður á brautina við
Bergwerk þá var allt í einu galað á bílastæðinu "Ert þú Þórður???" Þar
voru komnir 3 Íslendingar sem voru búnir að vera að blasta brautina á
Legacy. Akkurat þegar ég var að byrja að tala við þá opnar brautin aftur
og varð úr að þeir komu með mér tveir í sitthvorn hringinn, sá þriðji fær
hring á morgun. Mér heyrðist þetta vera eitthvað hraðara og meira að
gerast en í Legacyinum :lol:

Þessi geggjaði Lambo var að keyra - rólega reyndar - á brautinni:
Image

Image

Image

Alveg ofboðslega flottur bíll 8)


Hér erum við svo komin upp í Bergstube þar sem við gistum - þetta er
semsagt hótel nr. 2 í Ringhaus keðjunni í Nurburg.

Image

Nú förum við bara að koma okkur í kojs til að vera úthvíld fyrir morgundaginn en þá kemur líka Tauber Motorsport support liðið
með nýja dekkjaganginn 8)

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/