Jæja þá er næsti Eurotour byrjaður. Ég og konan fórum í morgun (fimmtudag) með
Iceland Express til Frankfurt Hahn kl. 7:00. Það þýðir jú að maður þarf
að vakna á mjög ókristilegum tíma
Komum út ca. 12:30 local time og byrjuðum á að leigja okkur bíl til að
keyra til Nurnberg að ná í þá M3 og M5 bræður. Bíllinn sem við fengum
er held ég ógeðslegasti bíll sem ég hef keyrt - ever. Ford Fusion 1.4.
Rosa cool nafn "Fusion" en það er ekkert cool við bílinn. Hann er ljótur og
þeim hefur einhvern veginn tekist að framleiða mótor sem hefur ekkert tog og
bókstaflega ekkert gerist þegar stigið er á pedalann nema kannski að
vélin koðni niður og "kafni".
Anyways - þessi hörmung var notuð til að komast til Tauber manna og
var það 300km rúntur þar sem ALLIR tóku framúr okkur. Var einmitt
að bölsótast út í bílinn og spá í því að það gæti nú ekki mikið selst af
þessu þegar við sáum heilan trailer fullan af þessu junki
Anyways, komum svo til Tauber seinni partinn eftir massa Stau og vesen.
Þar biðu bræðurnir - blái með nýtt plenum cover og sá hvíti með stífari
gorma að framan, bremsukælingu að framan og búið að tengja olíuloftunina
af vélinni inn á inntakið til að minnka subb.
Byrjuðum á að taka draslið úr Fusion hræinu og setja í bláa áður en við
fórum og skiluðum honum til bílaleigunnar. Mikil gleði að losna við hann.
Það góða hins vegar við að keyra svona drasl er að maður metur enn
betur hvað bimmarnir eru góðir
Spjallaði aðeins við Sebastian um það sem búið var að gera í hvíta og
svo hvað er eftir. Lögðum síðan af stað til Nurburg - ég á hvíta og Lena
á bláa. Þetta er fyrsta skiptið sem hún keyrir bláa og skellir sér bara
beint á Autobahn

Þetta gekk allt saman vel og þegar við stoppuðum
í Wurzburg þá komu ýmis góð komment:
"Þessi bíll á 140 er eins og venjulegur bíll á 60"
"Hann er svo stabíll þegar maður keyrir hratt"
Hef það á tilfinningunni að það hafi bara verið gott move að leyfa henni að
keyra

Nú áttar hún sig á því að það er allt í góðu að keyra hann þétt
Anyways - lentum í þrumuveðri, stau og ýmsu á leiðinni á Ringhaus og
komum ekki fyrr en um miðnætti. Þá tóku á móti okkur tveir sovéskir
drengir á vegum Franks sem ekkert vissu um að við ættum pantaða
gistingu. Frank hefur eitthvað gleymt að láta vita. Þeir fóru strax í að
skvera til herbergi og málinu reddað.
Þannig að nú er maður að fara að leggja sig og á morgun verður farið í
leiðangur til að kaupa hjálma og svo keyrt seinnipartinn.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...