bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Leikdagur no. 2 á Akstursbraut.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=22497
Page 1 of 4

Author:  Porsche-Ísland [ Mon 04. Jun 2007 19:26 ]
Post subject:  Leikdagur no. 2 á Akstursbraut.is

Þannig að núna er um að gera að ná sér í viðauka , reyna að fá hann bara fyrir allt árið og þá eru tryggingarsölumennirnir lausir við ykkur það sem eftir er árs.

Dálítið bar á því að menn voru að spóla á malarveginum að og frá braut. Ef sést til manna gera þetta aftur þá verða þeir gerðir brottræknir af svæðinu.




En annars er bara stöðluð auglýsing.

Sunnudaginn 10. Júní verður leikdagur á Rallykross brautinni.

Brautin verður opin frá 10 og eitthvað fram eftir degi. Fer eftir aðsókn.

Þar mun fólk geta leikið sér og lært inn á bílana sína.

Áhorfendur eru beðnir um að leggja við sjoppuna.

Eknir eru 5 hringir í einu.
Einungis einn bíll mun verða í brautinni í einu.

Bílar þurfa að vera með skoðun og með tryggingarviðauka.
Og standast skoðun á staðnum ef þurfa þykir.
Menn fá ekki að aka ef dekk eru orðin slitin inn í striga.

Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskýrteini.

Öllum sem taka þátt er skylt að nota öryggishjálm. Vinsamlegast komið með eigin hjálm, það flýtir fyrir.

Ef ökumaður veldur tjóni á brautinni eða umhverfi hennar er ökumaður ábyrgur fyrir því og verður að laga það.

Gjald fyrir að aka er 5000 kr. meðlima gjald og síðan verður 1000 kr. gjald fyrir hvern dag eftir það.

Þeir sem ætla að taka þátt verða að koma með tryggingarviðauka og undirritaða þáttökuyfirlýsingu, og peninginn eða kort.

Engin undanþága verður frá þessum reglum.

Mér þykir leitt að senda menn heim án þess að fá að aka en lögin eru bara svona og ég fer eftir þeim.

Ef menn lenda í vandræðum við að rata þá hringið í mig í síma 897 1020.


Þáttökuyfirlýsing

Þátttökuyfirlýsing vegna æfingar í brautarakstri
sem fram fer þ. 10 / 06 / 2007


Undirritaður ökumaður lýsir því hér með yfir að hafa lesið reglur þær sem gilda um æfinguna og samþykkir að fara eftir þeim í einu og öllu.
Undirritaður gerir sér grein fyrir þeim hættum sem fylgja akstri á brautini og tekur alfarið þátt í henni á eigin ábyrgð.
Undirritaður staðfestir með undirritun sinni að gera engar kröfur á hendur umsjónamanni brautarinnar, landeiganda né heldur þeim er stjórna leikdeginum vegna mögulegs tjóns sem hann kann að verða fyrir í keppninni - hvort heldur um er að ræða eigna- eða líkamstjón.


______________________________________
Nafn ökumanns

___________________
Kennitala

_____________
Bílnúmer

____________ ____________________
GSM númer og e-mail


(vegna ökumanna sem er yngri en 18 ára)
Undirritaður forráðamaður ökumanns samþykkir ofangreinda skilmála og gefur samþykki fyrir þátttöku viðkomandi.


_____________________________________
Nafn forráðamanns

_____________________
Kennitala

Author:  íbbi_ [ Mon 04. Jun 2007 19:31 ]
Post subject: 

snillingar..

get ekki beðið eftir því að geta verið memm

Author:  Steinieini [ Mon 04. Jun 2007 19:38 ]
Post subject: 

Það má nú alveg keira nokkur hlöss í þennan veg.... Eiga ET ekki brautina? :wink:

Maður prísar sig sælan að vera á E30 í jeppaflokki þegar maður keirir þennan hryllingsveg

Author:  Porsche-Ísland [ Mon 04. Jun 2007 19:41 ]
Post subject: 

Steinieini wrote:
Það má nú alveg keira nokkur hlöss í þennan veg.... Eiga ET ekki brautina? :wink:

Maður prísar sig sælan að vera á E30 í jeppaflokki þegar maður keirir þennan hryllingsveg


Það er einmitt það sem ég á við, eyddi fult af tíma í að tína allt grjót af veginu en svo koma eitthverjir og spóla það allt upp.

En því miður á ET ekki brautina en er að reyna að fá brautareigendur til að laga hann aðeins.

Author:  Aron Andrew [ Mon 04. Jun 2007 19:42 ]
Post subject: 

Steinieini wrote:
Það má nú alveg keira nokkur hlöss í þennan veg.... Eiga ET ekki brautina? :wink:

Maður prísar sig sælan að vera á E30 í jeppaflokki þegar maður keirir þennan hryllingsveg


Þessi vegur er fínn svo lengi sem maður fer varlega :)

Author:  arnibjorn [ Mon 04. Jun 2007 19:43 ]
Post subject: 

Ég skal mæta hvenær sem er og týna grjót. Ég vil geta keyrt þarna að þegar minn verður reddí.

Reyndar er hann eins og einhver jeppi núna :lol:

Author:  ValliFudd [ Mon 04. Jun 2007 21:41 ]
Post subject: 

Ég myndi mæta og pottþétt mun fleiri ef þú myndir skipuleggja einhvern þrifadag :) 10+ manns á 1-2 tímum gætu gert slatta 8)

EN aldrei að vita nema maður prófi 330 á næsta leikdegi :twisted:

Author:  Lindemann [ Mon 04. Jun 2007 21:58 ]
Post subject:  Re: Leikdagur no. 2 á Akstursbraut.is

Porsche-Ísland wrote:
Dálítið bar á því að menn voru að spóla á malarveginum að og frá braut. Ef sést til manna gera þetta aftur þá verða þeir gerðir brottræknir af svæðinu.


Leiðinlegt að heyra það.

Ég bara skil ekki að menn hafi sig í að spóla á malarveginum, hann er það grófur að það er lítið mál að gata dekk ef maður spólar í grjótinu.

Author:  Aron Andrew [ Mon 04. Jun 2007 22:22 ]
Post subject: 

ValliFudd wrote:
Ég myndi mæta og pottþétt mun fleiri ef þú myndir skipuleggja einhvern þrifadag :) 10+ manns á 1-2 tímum gætu gert slatta 8)


x2

Ef það yrði skipulagt að mæta og hjálpa eitthvað til þá væri það alveg mest sjálfsagt að mæta :)

Author:  Arnarf [ Tue 05. Jun 2007 01:15 ]
Post subject: 

Ohhhh ég vona innilega að ég komist :)

Ef ég kemst verður bíllinn BLINGING :D :D

Author:  bjahja [ Tue 05. Jun 2007 01:20 ]
Post subject: 

Ef allt gengur upp, þá gæti ég mætt á mínum :D

Author:  Kristján Einar [ Tue 05. Jun 2007 12:45 ]
Post subject: 

lenti einmitt í því um seinustu helgi að einhver geæji á 38" jeppa bombaði næstum á mig ... var að keyra eins og fífl frá pittinum í átt að útganginum og það er smá "blindhæð" þarna þar sem við mætumst, ég er nota bene á svona 30 því corollan biður ekki uppá meira á svona grófum vegi svo ég næ að sveigja aðeins útaf

Author:  zazou [ Tue 05. Jun 2007 12:49 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:
ValliFudd wrote:
Ég myndi mæta og pottþétt mun fleiri ef þú myndir skipuleggja einhvern þrifadag :) 10+ manns á 1-2 tímum gætu gert slatta 8)


x2

Ef það yrði skipulagt að mæta og hjálpa eitthvað til þá væri það alveg mest sjálfsagt að mæta :)

x3

Stefni svo á ný Toyo dekk eftir helgi :twisted:

Author:  Doror [ Tue 05. Jun 2007 20:46 ]
Post subject: 

Það eru komin ný dekk undir hjá mér þannig að kannski máður nái einhverju gripi.. Strigi er ekki svo góður í brautarakstur. Kannski maður taki innrabrettislausa bróðir sinn með.

Author:  Aron Andrew [ Wed 06. Jun 2007 11:44 ]
Post subject: 

Getur einhver sagt mér við hvern er best að tala hjá TM/Elísabet til að fá viðauka hjá þeim, eru ekki að svara neinum emeilum frá mér :?

edit, skiptir ekki máli

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/