bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

325Turbo diesel,
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2243
Page 1 of 3

Author:  íbbi_ [ Thu 07. Aug 2003 20:57 ]
Post subject:  325Turbo diesel,

jæja Bmw menn, ég dag var mér boðinn bíll, sem er nú ekki bíll sem maður sér á hevrju strái,

95 325 diesel, hljómar kannski ekki spennandi en ég held að þetta sé ekkert vitlaust.. tæp 150hö diesel í þetta littlum bíl. bíllin er ljósgrænn á tísku felgunum þ.e.a.s eins og bjarni og tommi og flr eru á leðraður og fínn.

endilega segið mér allt sem þið vitið um þessa bíla

kv, sá ruglaðasti....

Author:  Mal3 [ Thu 07. Aug 2003 21:00 ]
Post subject: 

Ertu búinn að prófa hann? Ef hann er 150 hross ætti hann að hafa tog til draga skutttogara til hafnar!

Gæti verið þægilegur krúsari, annars veit ég minnst um svona kerrur :)

Author:  íbbi_ [ Thu 07. Aug 2003 21:19 ]
Post subject: 

nei ég bý náttla hérna á svalbarða þannig að reynsluakstur er ekki alltaf alveg að gera sig :?

já hann nenfdi einmit að togið væri alveg skuggalegt

Author:  Mal3 [ Thu 07. Aug 2003 21:37 ]
Post subject: 

Þá gæti kannski hentað að geta togað togara? :D

Það getur ekki verið svo ólíkt því að keyra venjulegan 3-bíl. Hugsanlega aðeins nefþyngri, en það skemmir varla mikið í BMW, þeir mega betur við því en margir aðrir myndi ég halda.

Author:  GHR [ Thu 07. Aug 2003 22:12 ]
Post subject: 

Ég hef heyrt mörg góð ummæli um 325D. Þetta eiga víst að vera mjög skemmtilegir bílar og vinna óvenjuvel.
En samt sem áður þá hef ég aldrei setið í svona bíl og er ekkert alltof hrifinn af dísel. En þetta er örugglega afbragðscruiser (og verður aldrei meira en einmitt það > Cruizer)

Author:  Mal3 [ Thu 07. Aug 2003 22:22 ]
Post subject: 

BMW 750IA wrote:
Ég hef heyrt mörg góð ummæli um 325D. Þetta eiga víst að vera mjög skemmtilegir bílar og vinna óvenjuvel.
En samt sem áður þá hef ég aldrei setið í svona bíl og er ekkert alltof hrifinn af dísel. En þetta er örugglega afbragðscruiser (og verður aldrei meira en einmitt það > Cruizer)


Ef hann er beinskiptir er ábyggilega hæt að spila mjög vel á togið. Nútíma dísilbílar (veit ekki hvernig þessi er) geta verið ótrúlega snöggir og ekkert mark takandi á 0-100 tímunum þar sem þeir njóta sín best í millihröðuninni.

Author:  flamatron [ Thu 07. Aug 2003 22:38 ]
Post subject: 

Þetta er örruglega þessi bíl sem þú ert að tala um.??
http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&BILASALA=13&BILAR_ID=103626&FRAMLEIDANDI=BMW&GERD=325%20TDS&ARGERD_FRA=&ARGERD_TIL=&VERD_FRA=890&VERD_TIL=1490&EXCLUDE_BILAR_ID=103626
Hann stóð minnir mig á Bílfang þegar ég var að kaupa minn..
Örruglega mjög fínn bíll... sem eru ódýr í rekstri..
Model:
325tds
Engine:
M51 6 cylinder
Power:
143 HP
Topspeed:
214 km/h
Year:
1993 - 1998

Author:  benzboy [ Thu 07. Aug 2003 22:52 ]
Post subject: 

Færð líka meira út úr chip tuning í turbo disel en nokkrum öðrum bíl

Author:  GHR [ Thu 07. Aug 2003 22:54 ]
Post subject: 

Mjög fallegur bíll :shock:

Já, djöfull græðir maður á chiptuning á turbo :?

Author:  oskard [ Thu 07. Aug 2003 22:59 ]
Post subject: 

þessi bíll er búinn að vera lengi til sölu en lýtur mjög vel út,
liturinn venst mjög vel, I say go for it :D

Author:  hlynurst [ Thu 07. Aug 2003 23:31 ]
Post subject: 

Já þetta er ótrúlega fallegur bíll!

Ég man eftir að hafa séð einhvern bílaþátt (útlenskan) þar sem farið var mjög lofsömum orðum um þessa díselvél og henni líkt við góða bensínvel. Bæði hvað varðar kraft og hve hljóðlát hún var. En það er nú svolítið síðan þannig að ég gæti verið að rugla þessu eitthvað. Bara endilega að prufa, eða að menn sem hafa prufað svona bíl að commenta á þetta.

Man að Sveinbjörn (Alpina) sagði mér frá 330D sem virtist hafa endalaust afl á ferðinni!

Author:  íbbi_ [ Fri 08. Aug 2003 00:17 ]
Post subject: 

nei ég ætla nú ekki að "go for it" en þetta er sneddý bíll, fer rúma 500km á tankinum og það kostar 2300kr að fylla

Author:  Jss [ Fri 08. Aug 2003 01:23 ]
Post subject: 

Það er yfirleitt talað um 325TDS sem fyrstu "performance" diesel bílana og eru sagðir mjög góðir sem slíkir, hef oft séð þennan bíl og skoðað aðeins utanfrá og sá hann seinast í kvöld (var þó lítið að skoða hann) og virðist líta vel út og liturinn venst vel.

Author:  bjahja [ Fri 08. Aug 2003 03:33 ]
Post subject: 

Gaurinn sem á þennan bíl var/er í verzló og hann lýtur mjög vel út. Ég var alltaf eini bimminn þarna á flottum felgum en síðan varð þessi náttúrulega að herma :evil:
Eina sem ég set útá þennan bíl er hljóðið í honum, það er ekki beint að ríða feitri geit :?

Author:  flamatron [ Fri 08. Aug 2003 04:50 ]
Post subject: 

BMW 750IA wrote:
Mjög fallegur bíll

Já, djöfull græðir maður á chiptuning á turbo :?

samkvæmt superchips.is eru það 30hp..:shock:
Það er Nokkuð gott.!!

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/