bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Kominn aftur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2235
Page 1 of 1

Author:  Djofullinn [ Wed 06. Aug 2003 18:50 ]
Post subject:  Kominn aftur

Jæja þá er maður kominn aftur á klakann eftir 3 vikna sumarfrí á ítalíu! Úff það var ljúft! En djöfull saknaði maður kraftsinns :D
Ég sá helvíti marga smekklega bimma þarna úti og tók ég myndir af þeim sem mér gafst færi á að taka myndir af. Einnig fór ég í skemmtigarðinn Mirabilandia og horfði þar á stunt show sem heitir Lögregluskólinn og var vægast sagt MAGNAÐ, þar voru E30 og E28 bimmar í aðalhlutverki að spóla í hringi, keyra á 2 hjólum og gera allskonar kúnstir. Ég tók nú einhverjar lélegar myndir af því sem maður póstar kannski seinna.

Án djóks þá er ég búinn að vera meiri hlutann af deginum að lesa ólesna pósta og er ekki hálfnaður!! :lol:

Author:  GHR [ Wed 06. Aug 2003 22:29 ]
Post subject: 

Velkominn aftur :P

Author:  bebecar [ Wed 06. Aug 2003 22:56 ]
Post subject: 

VELKOMIN AFTUR...

Ég hélt þessu volgu fyrir þig á meðan :lol:

Author:  Logi [ Wed 06. Aug 2003 23:01 ]
Post subject: 

"Volgu" segiru?!?!?!?!?!?!?!?!?

Author:  hlynurst [ Wed 06. Aug 2003 23:18 ]
Post subject: 

Póstur nr. 2000!!!! ferð að fæðast hjá þér!

Author:  bebecar [ Thu 07. Aug 2003 08:41 ]
Post subject: 

Jaaaa, það er nú búið að vera heitt hér í sumar - heitasta sumar frá upphafi mælinga er það ekki?

Author:  arnib [ Thu 07. Aug 2003 08:43 ]
Post subject:  Re: Kominn aftur

Djofullinn wrote:
Án djóks þá er ég búinn að vera meiri hlutann af deginum að lesa ólesna pósta og er ekki hálfnaður!! :lol:


Hvernig gengur?
Ertu að ná okkur hinum ? :)

Author:  jonthor [ Thu 07. Aug 2003 09:43 ]
Post subject: 

velkominn, kemurðu ekki í hittinginn á morgun?

Author:  Djofullinn [ Thu 07. Aug 2003 16:41 ]
Post subject: 

Takk :) Gaman að vera kominn aftur!
bebecar wrote:
Ég hélt þessu volgu fyrir þig á meðan :lol:

Hef tekið eftir því :lol:
arnib wrote:
Hvernig gengur?
Ertu að ná okkur hinum ? :)

Nei ég helling eftir :P Tók mér pásu eftir að ég skrifaði þetta í gær, var alveg búinn í augunum :roll:
jonthor wrote:
velkominn, kemurðu ekki í hittinginn á morgun?

Nei ég kemst því miður ekki :(

Author:  GHR [ Thu 07. Aug 2003 16:48 ]
Post subject: 

Hvernig gengur annars með 323 bílinn???
Ertu að keyra hann eða......??

Author:  Gunni [ Thu 07. Aug 2003 17:23 ]
Post subject: 

Daníel varstu á rimini ?? ef svo er þá var ég þar líka. sá þig ekki ;)

Ég sá auglýsingu frá þessum skemmtigarði, nennti samt ekki að fara. En í auglýsingunni þá voru flestir bílarnir i þessu stunt dæmi E30 bimmar...nokkuð magnað :)

En þess má einnig geta að á ítalíu eru ekki hondutöffarar eins og á íslandi. Þeir kallast FIAT töffarar þar og eru all svakalegir :lol:

Author:  Dr. E31 [ Thu 07. Aug 2003 20:18 ]
Post subject: 

bebecar, þú ert kominn yfir 2000 posta! Til hamingju?!?

Author:  oskard [ Thu 07. Aug 2003 20:21 ]
Post subject: 

Dr. E31 wrote:
bebecar, þú ert kominn yfir 2000 posta! Til hamingju?!?


thats just sad !

Author:  Djofullinn [ Fri 08. Aug 2003 13:17 ]
Post subject: 

BMW 750IA wrote:
Hvernig gengur annars með 323 bílinn???
Ertu að keyra hann eða......??

Það gengur ekkert í bili, Halli náði ekki að finna útúr þessum gangtruflunum áður en hann fór út þannig að bíllinn er á bið núna :roll:
Þannig að núna er ég á rauðri 1300 Hondu Civic klesstri að framan sem kærastan mín á :D Svaka gaman

Author:  Djofullinn [ Fri 08. Aug 2003 13:21 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
Daníel varstu á rimini ?? ef svo er þá var ég þar líka. sá þig ekki ;)

Ég sá auglýsingu frá þessum skemmtigarði, nennti samt ekki að fara. En í auglýsingunni þá voru flestir bílarnir i þessu stunt dæmi E30 bimmar...nokkuð magnað :)

En þess má einnig geta að á ítalíu eru ekki hondutöffarar eins og á íslandi. Þeir kallast FIAT töffarar þar og eru all svakalegir :lol:

Já ég var samt bara seinustu vikuna á Rimini, var fyrstu 2 að flakka um alla ítalíu og heimsækja fjölskylduna mína :D En ég sá þig ekki heldur, varstu á strönd 26 (íslendingaströndinni)?

Þú misstir af miklu! Við göptum öll eftir þetta stunt show þetta var svo flott! Og ekki skemmdu E30 bimmarnir fyrir :shock:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/