Ég kom í fyrsta skipti á Thruxton brautina á suðurhluta Bretlandseyja um daginn og þvílík vonbrigði... þessi braut er DRASL!! Skúrarnir þarna eru álíka stórir og klósettskápur, það eru fáránlega lág hávaðamörk þarna sem þurfti undanþágu fyrir, það var bannað að keppa á virkum dögum og það mátti ekki keyra á brautinni fyrr en eftir 11 því að það var Guðsþjónusta í kirkjunni í þorpinu við hliðina á!!!!
Burt séð frá því er brautin sjálf býsna skemmtileg, en allt öðru vísi en allar aðrar brautir sem við keppum á. Því þurfti á sérstakri dekkjategund að halda frá Dunlop, sem okkar bíll var ekki að samþykkja, við vorum ekki á sama stigi og framdrifsbílarnir alla helgina en ökumennirnir okkar gerðu sitt besta.
Eftir þessa keppni var lagst undir feld til að finna meiri hraða og m.a. send 8 dekk til Sauber í Sviss til að hrissta þau á bílhermi, aðalvandamálið er ss. dekkin, þau eru gerð fyrir framdrifs bíla, en við erum kominir með ágætis plan sem þarf að prófa og þess vegna förum við aftur til Wales til að prófa á mánudaginn.
Nokkrar myndir frá Thruxton:
Það eru alltaf rassar á ferð í pittinum

einnig sést glitta í gatið sem ég gerði á þakið hjá köllunum við hliðina á
Það var að sjálfsögðu Porsche cup keppni á undan okkur og einum af þeim tókst að takast á loft á bílnum sínum og fljúga yfir áhirfendagirðingu!
http://youtube.com/watch?v=t3kgvL6juO4
Þá kom einn svipaður þessum
Eins og staðan er í dag er Colin Turkington í 5.sæti í keppninni og Tom Onslow-Cole í 9. TeamRAC er síðan í 4. sæti. og efstir af óháðum liðum.