bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Sótlausir Bremsuklossar ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=22102
Page 1 of 1

Author:  Siggi H [ Tue 15. May 2007 12:44 ]
Post subject:  Sótlausir Bremsuklossar ?

sælir félagar, ég var að spá hvort einhver hérna vissi hvar væri hægt að kaupa sótlausa bremsuklossa? maður hefur heyrt svona eitthvað af þessu.. einhver sem getur bent mér á eitthvað? klossarnir sem ég er með undir bambanum hjá mér núna sóta alveg frekar mikið.. eiginlega óeðlilega mikið að mínu mati.

Author:  mjamja [ Tue 15. May 2007 15:23 ]
Post subject: 

Ég var með sótlausa bremsuklossa á gamla bílunm, minnir að munurinn sé að þeir eru harðari en orginal. En ég get ekki mælt með þeim því þeir ískruðu alveg rosalega og voru vægast sagt mjög pirrandi.

Author:  Kull [ Tue 15. May 2007 15:54 ]
Post subject: 

Ég var mjög ánægður með Mintex á gamla E34 bílnum en á E39 þá íska þeir leiðinlega svo ég fór aftur í original.

Author:  Tommi Camaro [ Tue 15. May 2007 18:07 ]
Post subject: 

Kull wrote:
Ég var mjög ánægður með Mintex á gamla E34 bílnum en á E39 þá íska þeir leiðinlega svo ég fór aftur í original.

ískrar ekkert á milli bíll, það eru bara ekkert allir sem kunna þetta þó þeir koma þessu í

Author:  Tommi Camaro [ Tue 15. May 2007 18:12 ]
Post subject: 

Tommi Camaro wrote:
Kull wrote:
Ég var mjög ánægður með Mintex á gamla E34 bílnum en á E39 þá íska þeir leiðinlega svo ég fór aftur í original.

ískrar ekkert á milli bíla, það eru bara ekkert allir sem kunna þetta þó þeir koma þessu í

Author:  Bjarkih [ Tue 15. May 2007 19:00 ]
Post subject: 

Ég prufaði Green Stuff einhvern tíma og var bara mjög sáttur. Entust lengur, sótuðu minna/ekkert og ekkert ískur.

Author:  jon mar [ Tue 15. May 2007 19:02 ]
Post subject: 

væri frábært ef einhver vissi hvar maður getur reddað sér green og red stuff klossum.

Klossar sem eru að fá hrikalega fín meðmæli á bmw forums úti.

Author:  Hlynzi [ Tue 15. May 2007 20:58 ]
Post subject: 

jon mar wrote:
væri frábært ef einhver vissi hvar maður getur reddað sér green og red stuff klossum.

Klossar sem eru að fá hrikalega fín meðmæli á bmw forums úti.


http://www.tirerack.com/

Held þeir séu með þetta til, annars bara ebay.

Author:  Siggi H [ Tue 15. May 2007 21:01 ]
Post subject: 

er þetta semsagt hvergi selt hér á landi ?

Author:  Hlynzi [ Tue 15. May 2007 21:04 ]
Post subject: 

Siggi G wrote:
er þetta semsagt hvergi selt hér á landi ?


Gæti verið selt í einhverjum búðum hérna, man hreinlega ekki eftir þessu hérna, en verðið er líklegast eftir litnum.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/