bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Spurning varðandi e30.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=22018
Page 1 of 2

Author:  danielp [ Thu 10. May 2007 18:20 ]
Post subject:  Spurning varðandi e30.

Nú fer vonandi að koma að bílakaupum og ég er eiginlega staðráðinn í því að það verði BMW. Ég var að skoða ýmsa bíla úr 3-línunni en svo rak ég augun í gömlu e30 bílana og var allveg ótrúlega hrifinn af þeim. En ég fór að velta því fyrir mér hversu hentugt þetta væri. Er eitthvað pláss í aftursætunum ? Bíllinn virðist vera svo ferlega stuttur svo maður efast um að það sé mjög þægilegt að vera í aftursætunum. En ef að þið hafið einhverja reynslu af þessum bílum þá megið þið endilega segja frá.

Author:  Eggert [ Thu 10. May 2007 18:30 ]
Post subject: 

Ég er nú frekar stór gaur og hef nokkrum sinnum verið aftan í E30 coupe... það er nú allsekki svo slæmt.

Author:  Kristjan [ Thu 10. May 2007 19:28 ]
Post subject: 

Mest reynsla mín er að blæju E30 og þeir eru bara furðulega þægilegir afturí. Allt frá sæmilegu höfuðrúmi útí hið óendanlega. (þ.e. þegar tauið er niðri)

Author:  Einarsss [ Thu 10. May 2007 19:42 ]
Post subject: 

sæmilegasta pláss aftan í hjá mér á 4 dyra ... og svo er náttúrulega armpúði ;)

Author:  danielp [ Thu 10. May 2007 20:36 ]
Post subject: 

Takk fyrir svörin, en ég er með eina spurningu í viðbót. Er hægt að redda hardtop á e30 cabrio hérna á íslandi?

Author:  Eggert [ Thu 10. May 2007 20:43 ]
Post subject: 

danielp wrote:
Takk fyrir svörin, en ég er með eina spurningu í viðbót. Er hægt að redda hardtop á e30 cabrio hérna á íslandi?


Nei.. verður að kaupa það frá Þýskalandi.

Author:  danielp [ Thu 10. May 2007 20:48 ]
Post subject: 

Hefuru einhverja hugmynd um hversu mikið það mundi kosta?

Author:  Eggert [ Thu 10. May 2007 21:54 ]
Post subject: 

danielp wrote:
Hefuru einhverja hugmynd um hversu mikið það mundi kosta?


Ætli þeir séu ekki á svipuðu verði og aðrir BMW hardtoppar... kannski eitthvað ódýrari en þeir sem seldir eru á Z3 og Z4, en þar á móti líklegri til að vera þyngri stærðarinnar vegna og þá flutningur dýrari.
Þú ættir að geta fundið eitthvað um verð með því að nota leitina og leita að Z3 hardtop. Mér finnst 200-300k heimkominn og málaður líkleg tala.

Author:  Alpina [ Thu 10. May 2007 23:52 ]
Post subject: 

danielp wrote:
Hefuru einhverja hugmynd um hversu mikið það mundi kosta?



,,,,,,,,,,,,,,,,, 1000 € ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

er ekki óalgengt fyrir Wiesmann topp
oem er ódýrari ....og ljótari

Author:  Sezar [ Fri 11. May 2007 01:11 ]
Post subject: 

Hardtoppur er hverrar krónu virði sem aukahlutur. Og fáir sem pæla í hvað þetta er dýrt, td toppurinn á Roadsternum mínum.

Author:  Ingsie [ Fri 11. May 2007 08:08 ]
Post subject: 

Ekkert mál að sitja aftaní E30 =D Eg er nú ekkert lítil og það fór nú bara vel um mig =)

Author:  Þórður Helgason [ Fri 11. May 2007 20:44 ]
Post subject:  Re: Spurning varðandi e30.

danielp wrote:
Nú fer vonandi að koma að bílakaupum og ég er eiginlega staðráðinn í því að það verði BMW. Ég var að skoða ýmsa bíla úr 3-línunni en svo rak ég augun í gömlu e30 bílana og var allveg ótrúlega hrifinn af þeim. En ég fór að velta því fyrir mér hversu hentugt þetta væri. Er eitthvað pláss í aftursætunum ? Bíllinn virðist vera svo ferlega stuttur svo maður efast um að það sé mjög þægilegt að vera í aftursætunum. En ef að þið hafið einhverja reynslu af þessum bílum þá megið þið endilega segja frá.


E30 er afskaplega nettur og skemmtilegur bíll. Ég eignaðist minn fyrsta slíkan f. rúmlega mánuði og er á honum alla daga. Lipur og góður.
Ekkert serstaklega plássmikill, mæli með honum,
ÞH

Author:  arnibjorn [ Fri 11. May 2007 20:53 ]
Post subject: 

Ég hef átt 2xE30 coupe, 1xE30 cabrio, 1xE30 touring og 1xE30 sedan og það er ekki hægt að segja að þeir séu pláss miklir :lol:

En þetta eru alveg geggjaðir bílar 8)

Author:  danielp [ Fri 11. May 2007 22:40 ]
Post subject: 

Takk kærlega fyrir svörin. Ég er búinn að vera að skoða ýmsa e30 á Mobile.de og autscout24.de og er búinn að rekast á nokkra virkilega flotta(Verst hvað M3 er dýr :P ) Það versta er að maður getur ekki keyrt bílinn áður en maður kaupir hann. En ætli maður neyðist ekki til að kaupa að utan á endanum.

Author:  Hannsi [ Sat 12. May 2007 00:01 ]
Post subject: 

Ekki séns að ég komist aftur í E30 :!:
Kemst ekki í framsætið á Toyota MR2 turbo :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/