bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bílablað Morgunblaðsins https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2192 |
Page 1 of 1 |
Author: | hlynurst [ Wed 30. Jul 2003 18:13 ] |
Post subject: | Bílablað Morgunblaðsins |
Ég var að renna í gegnum þetta í dag og sá ýmislegt áhugavert. Veit ég að Ingvar (Bebecar) er ötull talsmaður V-Power og í blaðinu var okkurat grein um það. Þar er bent á heimasíðu FÍB og fréttin þar hljóðar svona orðrétt.: V-Power bensín - engin umframorka Samkvæmt viðamikilli rannsókn sem ADAC, systurfélag FÍB í Þýskalandi hefur gert er Shell-V-Power bensínið nánast gagnslaust hvað varðar það að gera bíla aflmeiri samanborið við það að aka bara á venjulegu 92 oktana bensíni. Auglýsingar Shell þess efnis að þær auki bílum afl eru að mati ADAC marklausar. ADAC gerði tilraunir á þessu á fjórum gerðum bíla. Niðurstöðurnar eru í stuttu máli þær að engar marktækar breytingar mældust á afli og snerpu bílanna. Rannsóknarmenn ADAC töldu sig geta merkt smávægilega aflaukningu (um 2%) í VW Golf 1.4 16V og í Porsche Boxter, en telja það of lítið til að geta talist tölfræðilega marktækt. Á hinn bóginn töldu þeir sig geta merkt eins prósents minnkun afls í BMW 216i og í Audi A3 2.0 sem sömuleiðis er ómarktækt tölfræðilega. Upplýsingar þessar hafa vakið mikla athygli í Þýskalandi og hafa þær verið framarlega í fjölmiðlum Beðið er viðbragða frá Shell í Þýskalandi vegna málsins. Þetta kemur þó nokkuð á óvart og verður gaman að sjá hvernig þessi mál þróast. Samt hef ég ekki ennþá séð 216i (316i?)og tel þetta vera stafsetningarvillu. Einnig var reynsluakstur á´nýjum 330xi sem mér fannst mjög gaman að lesa um þar sem ég las ekki greinina þegar þessum bíl var reynsluekið í DV. Að lokum var ég að lesa grein um Mercedes Benz... þar kom fram að þeir hafi lent í 26. sæti í könnun hins virta fyrirtækis JD Power í Bandaríkjunum 2003. Voru í 1.sæti árið 1990... ![]() |
Author: | Haffi [ Wed 30. Jul 2003 18:15 ] |
Post subject: | |
Já heimurinn versnandi fer.... mér er sama hvað fer á minn á meðan hann gengur.. (BTW HVAÐA MINN???????) |
Author: | Benzari [ Wed 30. Jul 2003 18:26 ] |
Post subject: | |
Munurinn er þónokkur á eyðslu ef notað er V-power í stað 95 oktana hjá Orkunni. Ekki góðar fréttir fyrir Benz, en samt er mikil söluaukning hjá þeim í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári. Ætli maður finni sér ekki einhvern Benz framleiddan fyrir '96 eða láti M5 drauminn rætast ![]() ![]() ![]() ![]() Edit: Hmmm, rétt hjá þér Svezel. |
Author: | Svezel [ Wed 30. Jul 2003 18:30 ] |
Post subject: | |
Benzari wrote: Munurinn er þónokkur á eyðslu ef notað er V-power í stað 92 oktana hjá Orkunni.
Þú átt væntanlega við 95okt |
Author: | SE [ Wed 30. Jul 2003 18:56 ] |
Post subject: | |
Mér finnst ég finna mun á eyðslunni á mínum á V-Power og svo á 95 okt. Ég get ekki sagt að ég finni mun á afli en eyðslan er minni á V-power. Það hafa lengi verið skiptar skoðanir um kosti V-Power og mikið hefur maður lesið um V-Power bæði hér og á huga og sitt sýnist hverjum. Mér minnir nú að margir hafi prófað V-power vs. hefðbundið bensín á "vísindalegan" hátt og ef ég man rétt fundu margir mikin mun, aðrir minni eða engan. Það verður áhugavert að sjá svör Shell manna við þessari gagnrýni. ADAC gat mælt 2% aflaukningu á VW Golf 1.4 - er það ekki ágætt veitir a.m.k. ekki af....... |
Author: | benzboy [ Wed 30. Jul 2003 19:18 ] |
Post subject: | Re: Bílablað Morgunblaðsins |
hlynurst wrote: Að lokum var ég að lesa grein um Mercedes Benz... þar kom fram að þeir hafi lent í 26. sæti í könnun hins virta fyrirtækis JD Power í Bandaríkjunum 2003. Voru í 1.sæti árið 1990...
![]() Var einmitt búinn að sjá þetta (var þetta ekki bilanatíðni á fyrsta ári?) - mikið er gott að eiga "gamlan" Benz ![]() |
Author: | Svezel [ Wed 30. Jul 2003 19:26 ] |
Post subject: | Re: Bílablað Morgunblaðsins |
benzboy wrote: hlynurst wrote: Að lokum var ég að lesa grein um Mercedes Benz... þar kom fram að þeir hafi lent í 26. sæti í könnun hins virta fyrirtækis JD Power í Bandaríkjunum 2003. Voru í 1.sæti árið 1990... ![]() Var einmitt búinn að sjá þetta (var þetta ekki bilanatíðni á fyrsta ári?) - mikið er gott að eiga "gamlan" Benz ![]() Þú ert nú líka á einu því sverasta sem Benz hefur gert, alvöru tæki ![]() |
Author: | hlynurst [ Wed 30. Jul 2003 23:20 ] |
Post subject: | |
Hehe... gömlu bílarnir eru traustir. ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 30. Jul 2003 23:40 ] |
Post subject: | |
Já, ég rak einmitt augun í þetta tvennt. Ég hef einmitt kvatt menn til að prófa þetta bara sjálfa. Það er ekki voðalega erfitt að selja mér þetta, það er framleitt hverskyns race bensín um allan heim og þetta er bara eitt af því - það þarf engin að segja mér að ökumenn og vélvirkjar með margra ára reynslu noti þetta af gamni sínu. Svo á ég líka einhversstaðar könnun frá danska "FÍB" sem sýnir akkúrat hið gagnstæða, aflaukningu á öllum bílum (minnir á bilinu frá 2%-5%) og auðvitað fullkomna hreinsun á vélinni nokkuð sem ekki er minnst á þarna. Að lokum má minnast á að bílablöðin í bretlandi nota öll þeirra "V-Power´" á reynsluakstursbílana, en þar heitir það Shell Optimax. |
Author: | SE [ Wed 30. Jul 2003 23:40 ] |
Post subject: | |
hlynurst wrote: Hehe... gömlu bílarnir eru traustir.
![]() Tek undir það. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |