bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Uppáhalds bílarnir sem þið hafið ekið. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2172 |
Page 1 of 3 |
Author: | bebecar [ Tue 29. Jul 2003 14:48 ] |
Post subject: | Uppáhalds bílarnir sem þið hafið ekið. |
Jæja, hverjir eru skemmtilegustu bílarnir sem þið hafið ekið, það væri kannski ágætt að fá röð á þá og svona helstu plúsa og mínusa ef þið nennið. #1. Citroen Saxo Kit Car - rallýbíll, 220 hestöfl, 600 kíló, 6 gíra og engin kúpling! Mesta kikk sem ég hef komist í og það á slikkum á malbiki. #2. BMW M Coupé, 321 hestafl, 6 gírar, tveggja sæta og hrikalega snöggur en hastur og hardcore bíll. Sennilega með bestu "dóta"bílum sme ég gæti hugsað mér ásamt E30 M3. #3. Porsche 944S 3.0 ótrúlega öflugur bíll og sá besti hvað aksturseiginleika/afl varðar. #4. BMW E34 M5, minn gamli. Alltaf gaman að fara eitthvert, alveg sama hvað og allir með í för. #5. BMW E30 M3, einfaldlega mesti racer sem ég hef komist í, geggjað handling og viljug vél þrátt fyrir mikið ekinn bíl. #6. Subaru Impreza WRX, þeysireið og minnir á þeysireið. Myndi ekki nenna að nota hann daglega. #7. BMW E21 323i, núverandi bíll, það er nákvæmlega engin búnaður í bílnum, bara góð vél, skemmtilegur karakter og hardcore gamaldags akstur - mér líkar afskaplega vel við hann. #8. Mercedes Benz E420 - mjúkur og þægilegur en hendist áfram eftir pöntun - góður sleeper. #9. VW Phaeton, þegar ég kom heim þá langaði mig að skeina mér með 5 þúsund köllum. #10. Toyota MR2, einn besti bíll sem ég hef orðið fyrir verulegum vonbrigðum með - ég kemst ekki yfir hve vélin er karakterlaus og leiðinleg eins og bíllin er að öðru leiti frábær. Ég er örugglega að gleyma einhverjum mjög góðum og það rifjast kannski upp hjá mér, þá breyti ég bara. |
Author: | Mal3 [ Tue 29. Jul 2003 15:12 ] |
Post subject: | |
#1 Mazda MX-5 Miata '94 - Semsagt Ameríkutýpa með 1.8l vélinni. Dáldið vafasamt að setja í 1. sæti bíl sem maður hefur átt, en ég hef ekið þessum bíl í þaula og eiginleikarnir eru frábærir og bíllinn hefur sterkan karakter. #2 BMW M5 E34 3.6 '90 - F.v. bíll bebecar. Líklega eini stóri bíllinn sem ég hef ekið sem var alvöru akstursbíll. Varla hægt að finna galla, góðir eiginleikar, glæsilegur utan sem innan og ótrúlega praktískur. #3 Toyota MR2 Gen. 3 - Ótrúlegir aksturseiginleikar! Ætti að fara hærra, en þar sem hann var á alltof mjúkum vetrardekkjum get ég ekki dæmt hann endanlega og vélina skorti sjarma. Ef hann hefði verið grimmari og hljómfegurri á snúning væri þessi kannski í #1! #4 Ford Puma 1.4 - Enginn framdrifsbíll sem ég hef prófað sem hefur þvílíka aksturseiginleika. Gjörsamlega aðgengilegur með ótrúlega næmni og ballans. Ef þetta hefði verið 1.7 bíll hefði hann hugsanlega skákað MX-5 sem 1.4 bíllinn gat ekki vegna vélarinnar. #5 Peugeot 205 GTi 1,9 - Fékk ekki að aka þessum nema smá spöl og rólega um eitt hringtorg. Hann fær samt að komast á topp listann því ég er viss um að allt sem hefur verið sagt um þá er satt eftir þennan rúnt. Enginn bíll sem ég hef prufað er með jafn gott "throttle response". Hröðunin er alltaf instant sem setur hann hærra á mínum lista hvað varðar hröðunartilfinningu en BMW M5 og Impreza Turbo! #6 Peugeot 306XS '98 - Ef þessi bíll hefði haft þýðari, snúningsglaðari og aflmeiri vél væri hann með þeim bestu. Ég átti hann bara í hálft ár og þá vék hann fyrir draumabílnum (sjá #1). Aksturseiginleikarnir eru með eindæmum og ótrúlegt hve mjúkur hann er en liggur samt flatur í beygjum. Stöntin sem ég gerði á honum... #7 Subaru Impreza GT Turbo '00 - Ótrúlega neutral handling og Star Trek hröðun. Efast samt bara um að það sé gaman að keyra hann nema maður flengi hann áfram. #8 Peugeot 206XSi - var næstum búinn að setja Saxo inn, en þennan hef ég keyrt almennilega, ólíkt Saxo VTS. Frábær vél, prýðiseiginleikar. #9 BMW 323i E21 - Átti erfitt með að velja úr í síðastu sætin, en þessi fékk að fljóta með fyrir að vera hrár, afturdrifinn og með línusexu. Spennandi græja, ég var bara alltof mjúkhentur við hann. Annars hefði hann kannski komist ofar. #10 Ford Ka - Já, ég veit... en ég stóðst ekki mátið. Átti svona í ár og það er ótrúlegt hvað maður getur misboðið honum án kvartana. Einni bíllinn sem ég hef verið stöðvaður á vegna glannaaksturs, en þá var ég að sýna vini mínum hve ótrúlegt framendabit hann hefði! Vantar gersamlega aflmeiri mótor, en aksturseiginleikarnir (og útlit) fleyta þessum upp fyrir Saxo-bræður. Aðrir merkilegir sem komust ekki á lista: Saxo VTS - fékk ekki að taka nægilega á honum og Saxo VTR er með sömu vél og Peugeot 306 en ekki jafn skemmtilegur í akstri. Golf MkII GTi 16v - virtist vera lélegt eintak, Mazda 626GT - frábær í minningunni, en hvernig var dómgreindin mín þá? Mazda 6 - virtist frábærlega skemmtilegur... o.sv.fr. |
Author: | HelgiPalli [ Tue 29. Jul 2003 15:13 ] |
Post subject: | |
Tjah, ég hef nú reyndar ekki keyrt mikið af skemmtilegum bílum. Í engri sérstakri röð: Toyota Corolla GT ae86 - gamli góði twincaminn var rosalega skemmtilegur; hrár, afturdrifinn og læstur ![]() Toyota Mr2 '01 - aðeins mýkri en ég hafði væntingar um, en mjög skemmtilegur engu að síður. Hressilegt turn-in og hæfilega lítið grip Alfa Romeo 156 2.0ts - mjög skemmtileg vél, frábært stýri og fullur af karakter BMW 325i E30 - kraftmikill, hrár en samt mjög smooth. Æðislegar vélar. Ford Puma 1.4 - gokart handling en vélin er í slappara lagi. Samt skemmtilegri í akstri en margir mun dýrari og öflugri bílar. Subaru Impreza GT '99-'00 - var mun hrifnari af honum en WRX '01-. Bum basic allraveðra rallídót sem ég gæti vel hugsað mér að eiga. Ég held ég sleppi því að setja Vti hondur, Celicur og mkiv GTi Golfa etc. á listann samt - ekki nægilega spennandi |
Author: | Mal3 [ Tue 29. Jul 2003 15:17 ] |
Post subject: | |
Bebecar: Var þetta 944S 3.0? Ég hélt að 3.0 bílarnir væru S2? |
Author: | gstuning [ Tue 29. Jul 2003 15:18 ] |
Post subject: | |
Skemtilegastur fyrstur #1 325is með S50B30 vélinni og læsingu og "17 Sæcko fílingur, ekkert teppi, eða neitt til að dempa hljóð, gróf læti, þvílíkt flott hljóð #2 M5 sem Bebecar átti, geðveikur er bara orðið #3 Stefáns bíll eins og þegar hann fékk hann, léttur snöggur, þægur er kannski orðið #4 325ic með M3 vél, sama stuð og í #5 en bara svo miklu meiri öfgar í akstri, #5 325ic með 2,5 vél , þvílíkur úti blæju fílíngur og stuð, mmmm good, #6 Subaru Impreza, kom mér á óvart kraftlega séð en restin er crap #7 MR2 spyder, stuð aksturs bíll en enginn kraftur #8 MMC Starion 4cyl 2.8, littla sleggjan með túrbó, haugur af togi illa farinn #9 VW Golf MK2 VR6, rosalegur miðað við svona lítinn og FWD bíl, höndlaði allt sem ég lét hann gera, #10 Toyota Corolla GTi ´88, gaman að keyra og vera í honum, skrítið hvað hann var skemmtilegur, sætin frábær, #11 318is E30, auðveldur og nokkuð skemmtilegur, vélin var eitthvað aum eða slöpp, #12 316 M compact, þ.e með m pakkanum, bestu bremsur fyrir utan M5 bremsurnar sem ég hef prófað, stoppaði á sama stað og mér datt í hug að bremsa |
Author: | bebecar [ Tue 29. Jul 2003 15:37 ] |
Post subject: | |
Sennilega var þetta S2... Fyndið hvað margir hafa annað hvort keyrt eða farið rúnt á mínum gamla M5. |
Author: | Mal3 [ Tue 29. Jul 2003 15:38 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Sennilega var þetta S2...
Fyndið hvað margir hafa annað hvort keyrt eða farið rúnt á mínum gamla M5. Líður þér pínulítið eins og þú hafir verið með Pamelu Anderson? ![]() |
Author: | bebecar [ Tue 29. Jul 2003 15:47 ] |
Post subject: | |
Svona næstum því... ekki það að það sé slæmt sko ![]() |
Author: | SE [ Tue 29. Jul 2003 16:03 ] |
Post subject: | Re: Uppáhalds bílarnir sem þið hafið ekið. |
bebecar wrote: Jæja, hverjir eru skemmtilegustu bílarnir sem þið hafið ekið, það væri kannski ágætt að fá röð á þá og svona helstu plúsa og mínusa ef þið nennið.
......................... #8. Mercedes Benz E420 - mjúkur og þægilegur en hendist áfram eftir pöntun - góður sleeper. #9. VW Phaeton, þegar ég kom heim þá langaði mig að skeina mér með 5 þúsund köllum. Mikið er gaman að því að sjá hver er í nr. 8 og hver er í nr. 9. ![]() ![]() |
Author: | bebecar [ Tue 29. Jul 2003 16:25 ] |
Post subject: | |
![]() |
Author: | Svezel [ Tue 29. Jul 2003 16:46 ] |
Post subject: | |
1. Renault Clio Sport - Skrítið að hafa eigin bíl í 1.sæti en þessi bíll er bara tær snilld. Fæ alltaf nettan fiðring þegar ég sé auð hringtorg eða tómar aðreinar og engan bíl að koma. Hver bílferð er upplifun út af fyrir sig. 2. Subaru Impreza GT '99 - Ein skemmtilegasta bílferð sem ég hef farið þegar ég og félagi minn fórum að prófa svona bíl áður en ég myndi kannski kaupa nýja svona dollu. Það sem gerir bílferðina kannski svo eftirminnilega er að félagi minn er geðsjúkur ökumaður og fyrrum Imprezu eigandi svo hann kunni öll trikk. Því fékk þetta station fjós heldur betur að finna fyrir því og aldrei slegið af. 3. BMW E46 328iA '00 - Mjög skemmtilegur bíll og flottur bíll í alla staði sem þræl vann en hefði samt verið skemmtilegri beinskiptur. 4. BMW E39 525iA '02 - Rosalega skemmtilegur prammi með flotta vinnslu, þarf að fá mér E39 aftur. 5. BMW X5 3.0 '03 - Þetta er svona það mesta sem ég myndi samþykkja að eiga í jeppadeildinni í dag. Vann mjög vel, lá alveg merkilega vel í beygjum og var all svakalega þéttur í alla staði 6. Renault Megane Coupé Williams '97 - Fékk áhuga á frönskum bílum eftir að hafa prófað þennan bíl, vann vel og lá sæmilega en var á lélegum dekkjum svo það skemmti dálítið fyrir. 7. BMW E39 520iA '98 - Sakna hans ennþá aðeins, var mjög skemmtilegur eftir að ég hafði gert aðeins fyrir hann og 528 bíll sem ég prófaði seinna var ekkert betri. Ég man nú ekki eftir neinum öðrum sérstaklega skemmtilegum í augnablikinu, þarf að fara að prófa bíla aftur. Já og btw, hvern þurftir þú að gleðja til að fá að taka í Saxo Kit Car'inn Bebecar? |
Author: | íbbi_ [ Tue 29. Jul 2003 17:00 ] |
Post subject: | |
þetta er nú ekki i´réttri röð en sona meðal þess sem kemur upp í hugan e38 740ia 96, frábær bíll, virkilega aflmikil, fáránlega vel búinn,eins þægilegur og hann getur orðið, og útlitið frábært. e32 750, þessi bíll var nú að skríða í 200þúsundin, frekar sjábbý.. en aflmikill þægilegur og já.. karakter, 4th gen camaro, hef nú prufað þá nokkra sona, stórir og þægilegir og frábær vél ótrúlegt hvað þessi flykki komast áfram. 98 240E, alger draumur fannst mér að keyra og mjög fallegir. 79 Trans am ws6 455cid, "bandid" gjörasmlega gallaust eintak, gríðalegt tog mikill fílingur. 81 camro z28, gamli minn þetta var það allra ruddalegasta tæki sem ég hef keyrt 6.6l v8 2x3" rör+flækjur og engir kútar ærandi hávaði, svartur með svörtum ljósahlífum á breiðum krómfelgum..spól spól spól, og 40l+/100 83 Trans am v8, þennan bíl keypti ég 16ára og þar með ræddist draumur minn síðan ég var sona 5ára þ.e.a.s að kaupa trans am.. þannig að ég var í sæluvímu í hvert sinn Þegar ég keyrði hann.. og reyndar lá hann betur en flest allir bílar sem ég hef komið nálægt, 3000gt vr4 twin turbo, það er alveg skuggaleg orka í þessum bílum.. og já höndla vel.. 1995 impreza turbo, old school túrbó preza sona aðeins annar fílíngur.. liggur eins og tyggjóklessa og mjög snögg.. 99 turbo preza, sona svipað og gamlá+ nokkur hö og meira show off, 2003 WRX stærri og þéttari en gamla og höndlar jafnvel betur en mér finnst hún ekki jafn snögg.. 97 MaximaQx bíllin minn, þessi bíll er frábær í akstri og umgengni stór og þægilegur og frábær á langkeyrslu hef keyrt hann frá ísó til rvk og beint til baka án þess að stíga útúr bílnum og maður hoppaði útúr bílnum án nokkurar þreytu.. er þetta ekki að verða dáldið langt? gæti alveg haldið áfram ![]() |
Author: | Alpina [ Tue 29. Jul 2003 19:32 ] |
Post subject: | |
1) Porsche Boxter....... keyrði hann í gær og það er BARA skemmtilegt ......ekkert leiðinlegt við þann bíl ![]() 2) ALPINA BI-TURBO Æðislegasti bíll allra tíma,, það þarf ekkert að segja meir,, ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() 3) BMW 745i E-23 þvílík græja á þeim tíma ![]() 4) W-140 V12 hann kemst bara áfram ![]() 5) E-39 BESTI bíll í heimi ![]() 6) W-211 'otrúlega notalegur og glæsilegt RETRO look ![]() 7) E-38 VERY good ![]() ![]() og 235 undan brekkunni ![]() ![]() 9) IMPREZA GT ((tjúnuð)) hrikalegt afl,,,,,,,dós ![]() ![]() 10) X5 BEZTI SUV sem til er ![]() ![]() Sv.H |
Author: | Logi [ Tue 29. Jul 2003 20:54 ] |
Post subject: | |
Jæja topp 10, sem ég man svona í fljótu bragði! #1 Toyota Supra '96. Tjúnaður í c.a. 480 hö. 6 gíra beinskiptur og endalaus orka alveg sama í hvaða gír, svo lengi sem vélin var yfir 4000 sn/min. Nánast allir aðrir bílar sem ég hef ekið eru kraflausir miðað við Supruna! #2 Minn eigin E34 M5 '90. 315,5 hö. Fátt skemmtilegra en að gíra niður í 3ja á svona 100-120 km/h og botna framúr "hægfara" bílum! Og svo nátturulega hljómfagra öskrið í vélinni þegar hún nálgast 7000 sn/min, fáar ef einhverjar vélar sem komast nálægt því.... #3 E38 750i '96. 326 hö. Mikil þægindi og nægur kraftur. #4 E34 540i '92. 286 hö. Mjög skemmtilegur, en hefur bara ekki nærri því jafn mikinn karakter og M5! #5 Dodge Challenger '69. 440cid, 400-600 hö? Þvílíkt upptak og 8 cyl hljóð dauðans! Skemmtilegt að gefa honum á beinni línu, en hefði ekki viljað aka honum úti á vegi á mikið yfir 100 km/h. #6 Corvette '88. 200 og eitthvað hö. Mjög sérstakur og skemmtilegur fílingur að keyra Corvette. Eini USA bíllinn sem ég gæti hugsað mér að eiga! #7 E21 323i '81. Minn gamli ![]() #8 S420 '92. 286 hö. Gríðarlega skemmtilegir akstureiginleikar á svona stórum bíl. Vantaði aðeins fleiri hö til að geta verið ofar á listanum! #9 E30 325i coupé '87. 171 hö í Bavarian útgáfu (held ég að það sé kallað) shadow line, 15" BBS, sport fjöðrun, sæti osfrv. ók þessum bíl árið '97, þá aðeins ekinn um 100 þús km. Magnaður bíll! #10 Impreza Turbo '99. 211 hö. Mjög skemmtilegur bíll, en hálfgerð dós samt.... |
Author: | Stefan325i [ Wed 30. Jul 2003 00:37 ] |
Post subject: | |
1: Bíllin minn bmw325i turbo og hann lygggur ótrúlega það er alveg svakalega gamam að keyra þennan bíl . 2: m5 e34 gamli bebecar hinn fullkomni fjölskyldu bíll svakalega skemtilegir bílar 3: AMG C36 fékk einn svona lánaðan í brúðkaupið hjá systir minni yndislegt að keyra þetta apparat 276 hp 4: e30 325ic á sólríkum sumardögum með eiganadan próflausan við hlið sér virkaði vel á mig blæjubílar rokka feitt ![]() 5: Mr2 mk3 fílingur að keyr þetta maður situr á götuni ég fíla það. ![]() 6: VR6 golf ótrúlegt hvað var hægt að bjóða bílnum og hann tók því vel. togaði og lá vel 7: 88 corolla GTi ég veit ekki hvað en hann einhven veginn virkar fyrir mig. 8: pressa turbó skemtileg vinsla ekki mikið meira en það að heilla mig. Djöfull er samt gaman að eiga sjálfur bílinn í fyrsta sæti. ![]() |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |