bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Þriggja ára ökufantur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2167
Page 1 of 1

Author:  Benzari [ Tue 29. Jul 2003 00:09 ]
Post subject:  Þriggja ára ökufantur

Stolið af mbl.is


Þriggja ára gamall þýskur ökufantur hefur klesst bíl föður síns tvívegis á fjórum dögum.
Reutersfréttastofan segir að drengurinn, sem býr í Bochold, hafi náð í lyklana að Hondu Accord föður síns, startaði bílnum og ók honum beint á nærstaddan bíl sem skemmdist talsvert en drenginn sakaði ekki.

Sjónvarpsfréttamenn heyrðu af þessu og heimsóttu feðgana fjórum dögum síðar til að gera frétt um atvikið. Drengurinn var þá á ný settur undir stýrið á Hondunni með lyklana í ræsinum. Stráksi var ekki lengi að grípa tækifærið, startaði bílnum sem var í gír og ók af stað og beint á næsta bíl.

Drenginn sakaði ekki frekar en áður en tjónareikningurinn hækkaði. Lögregla rannsakar nú hvort faðir drengsins hafi gert sig sekan um saknæma vanrækslu.

Author:  SE [ Tue 29. Jul 2003 01:59 ]
Post subject: 

Algjör snilld að láta guttan í bílinn með lyklana í.....

Eitt sem maður rekur augun í er að fréttin er frá þýskalandi og maðurinn keyrir um á Hondu :rofl:
Það getur kannski skýrt af hverju kappinn setti guttan í framsætið með lyklana í.........

Author:  benzboy [ Tue 29. Jul 2003 11:10 ]
Post subject: 

SE wrote:
Algjör snilld að láta guttan í bílinn með lyklana í.....

Eitt sem maður rekur augun í er að fréttin er frá þýskalandi og maðurinn keyrir um á Hondu :rofl:
Það getur kannski skýrt af hverju kappinn setti guttan í framsætið með lyklana í.........


:lol:

Author:  Kull [ Tue 29. Jul 2003 13:32 ]
Post subject: 

benzboy wrote:

:lol:


:lol2:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/