bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Supercharger
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=21
Page 1 of 2

Author:  Svezel [ Mon 02. Sep 2002 11:16 ]
Post subject:  Supercharger

Hvað myndi supercharger í bimmann minn kosta og yrði hann ekki helv... sweet á eftir? :mrgreen:

Author:  Djofullinn [ Mon 02. Sep 2002 11:24 ]
Post subject: 

Hálfa milljón held ég :shock: En hann yrði örugglega mjööööög skemmtilegur eftir það :P

Author:  gstuning [ Mon 02. Sep 2002 18:44 ]
Post subject: 

250hö um það bil,

Ég sel e.s.s kit fyrir bmw,
rúmlega 500þús er nálægt lagi

Author:  Svezel [ Tue 03. Sep 2002 11:10 ]
Post subject: 

Líklega gáfulegra að fá sér bara 540, get einmitt fengið einn svoleiðis.

Author:  Djofullinn [ Tue 03. Sep 2002 11:40 ]
Post subject: 

Já og kannski Supercharge-a hann. Þá ertu kominn á 400 ha tryllitæki :shock:

Author:  bebecar [ Tue 03. Sep 2002 13:01 ]
Post subject: 

Hvaða 540 bíl ertu að tala um, þeir hafa alltaf freistað mín dálítið líka, ég held samt að munurinn frá 520 og yfir í 540 sé meiri heldur en 500 þúsund, þannig að superchargerinn gæti jafnvel borgað sig miðað við það.

Author:  Svezel [ Tue 03. Sep 2002 18:07 ]
Post subject: 

Hann er a.m.k. einu ári eldri en minn og er fyrir norðan. Ég tel nú líklegt að mismunurinn sé um milla en 540 er samt mjög sweet.

Author:  bebecar [ Tue 03. Sep 2002 18:30 ]
Post subject: 

Er þetta dökkblái bílinn, og hvaða árgerð myndi þetta þá vera?

Jú auðvitað er 540 bara geðveikur sleeper.... M5 E34 performance, svona næstum því allavega.

Author:  Svezel [ Tue 03. Sep 2002 19:45 ]
Post subject: 

Ég held að hann sé dökkbár ´97 módel en ég er ekki 100% viss.
Jú 540 er sleeper, um 6,5s í 100kmh ef ég man rétt, en M5 er samt kóngurinn.

Author:  bebecar [ Tue 03. Sep 2002 20:47 ]
Post subject: 

Áttu ekki einhverja mynd af bimmanum þínum?

Ég minni enn og aftur á að minns er til sölu ;)

Author:  Svezel [ Tue 03. Sep 2002 23:34 ]
Post subject: 

Ég er að vinna í að taka nokkrar myndir af honum á digital vél (á ekki stafræna vél sjálfur) en þú færð að sjá hann á fimmtudaginn.

Author:  Alpina [ Wed 04. Sep 2002 20:35 ]
Post subject:  540---M5

Sælir piltar.
þar sem umræðan um 540 og M5 og ,,hárþurrkan,, á M-50 mótor langar mig að leggja þetta til málanna:
E-34 540 er mjög skemmtilegur bíll,, virkilega gott afl og glimrandi tog
(286 hö/400nm) einn galli er þó í þeim bíl ef hann er auto.
skiptingin við M-60 4.0L heitir 5HP24 og á það til að bila og þá bilar hún yfir leitt alltaf á sama hátt,, hættir að bakka ,, og það er EKKI hægt að gera við hana þú þarft að kaupa komplett varahluti $$$$$$$$
E-34 540 og M5 eru gjörólíkir bílar annar er V-8 cruiser og hinn er L-6
Racemótor (S36) og vinnur gríðarlega í efri mörkum snúningsvægisins,
Aðrar skiptingar í BMW eins og 520 523 528 530V-8 eru svotil allar eins og passa allar á milli véla,
Svo verða menn að átta sig á því að ef þið eruð að spá í E-39 540
(M-62 4.4L) þá erum við að tala um einhvern öflugasta fólksbíl á markaðinum miðað við verð. (allt önnur skipting,,((nema hjá ALPINA-
Switch-tronic))).
Annað ættu menn líka að að leiðarljósi. Þegar verið er að fjárfesta í þessum stórkostlegu bílum: Allt sem heitir V-8 (M-60 +62) V-12 (M-70 +73) M5 (S-36+38) M5,V-8(S62) er allt miklu dýrara í þjónustu og síðast en ekki síst ALLIR BMW SEM ERU EKKI MEÐ ÞJÓNUSTUBÓK HRIPFALLA Í VERÐI ( Sérstaklega erlendis )

Takk fyir

Sveinbjörn Hrafnsson

Author:  montoya [ Wed 04. Sep 2002 22:14 ]
Post subject: 

Kæri Sveinbjörn í þýskalandi er stundaðar falsanir á þjónustubókum ef bíll er sérstaklega auglýstur með þjónustubók frá upphafi eru nánast 90% líkur a að hann sé skrúfaður niður. eina leiðin er að fara með bílinn í tölvu til að vera viss um akstur ofl þar koma fram upplýsingar sem segja m.a. hvort bíllinn hafi í raun verið höndlaður frá bmw dealer í smureftirliti ofl , hversu marga km billinn var keyrður framyfir á serviceljósinu ofl.

Author:  bebecar [ Thu 05. Sep 2002 09:07 ]
Post subject: 

Ég hef alltaf álitið að skoða þyrfti hvern bíl sérstaklega, ef þeir standast skoðun þá er allt í lagi með þá. Ástandsskoðun er eitthvað sem er að skila sér ágætlega en fyrir svona bíla þá er oftast betra að fara og láta skoða þá með réttri tölvu.

Fyrir mína parta skiptir mestu máli að ég finni ekkert að bílnum, ég er nefnilega á því að maður geti fundið hvort bíllinn er í lagi eða ekki með því að keyra hann.

Síðan er nú ekki heldur hægt að treysta á umboðin, ég keypti einu sinni bíl af Toyota umboðinu í Kópavogi (notaðann) og fékk þær upplýsingar að það hefði verið einn eigandi á undan mér. Ég komst að því síðar þegar ég ætlaði að selja bílinn að það voru TÓLF eigendur á undan mér.... ekki var hægt að treysta þeim, ég fór reyndar og skilaði þeim bílnum og þeir létu mig hafa annan því þeir vissu uppá sig sökina. Þá var ég búin að eiga bílinn í næstum tvö ár.

Author:  Gummi [ Sun 15. Sep 2002 09:27 ]
Post subject: 

Ég var upp í B&L fyrir alls ekki svo löngu og rakst þá í verðamiða á einum svona 540i og viti menn ekki nema 7.2millur. Upp með Kreditkortið :lol:
Fyrir þennan pening myndi ég samt frekar fá mér M3 en það gæti breyst þegar líða fer á lífið.

Hér er linkur á síðu með superchargerum. Mæli með að þið skoðið myndbandið fyrir hröðun 0-100 á 320i E-46 bílnum. ágætis myndir þar á ferð. Svona apparat kostar um 600þús.

http://www.esstuning.com/bmw.html

Hröðunarmyndband http://www.esstuning.com/img/2000%20320i%20VT.mpg
Takið eftir að bíllinn slær ekki út 6500 eins og orginal típan gerir.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/