bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bilanagreiningar og fl. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=209 |
Page 1 of 1 |
Author: | Alpina [ Sat 19. Oct 2002 15:56 ] |
Post subject: | Bilanagreiningar og fl. |
Hér á undan var verið að fást út í ,,ranga greiningu á bíl,, Ég hef margbrýnt fyrir þá menn sem ég hef hitt í gegnum tíðina og eru BMW eigendur,, ALLTAF AÐ FARA Í UMBOÐIÐ. Það kostar eitthvað meira en þar er þó hægt að ganga út frá því að menn séu ábyrgir ORÐA OG GJÖRÐA í þeim húsum. Svo er líka mín skoðun sú: Ef menn eru að kaupa einhver dollaragrín þá eiga þeir að hafa efni á að reka og þjónusta viðkomandi Farartæki... Auf wiedersehen Sv.H. |
Author: | bebecar [ Sat 19. Oct 2002 17:18 ] |
Post subject: | |
Menn eru ekki síður ábyrgir orða og gjörða sinna á öðrum verkstæðum. Þeir hafa kannski bara smærra orðspors að gæta. Það eru líka mörg dæmin um feila hjá umboðsaðilum, auðvitað ekki bara BMW heldur allstaðar. Ég held þetta fylgi bara. |
Author: | Kull [ Sat 19. Oct 2002 17:45 ] |
Post subject: | |
Jamm, ég ætla að fara til B&L í næstu viku í Inspection. Vonandi gengur það vel. Læt ykkur vita hvernig þjónustu ég fæ. |
Author: | Bjarki [ Sat 19. Oct 2002 20:27 ] |
Post subject: | |
Ég hef varið með 523iA bíl í skoðun þarna hjá B&L reglulega í inspection og oilservice og þetta er vel unnið hjá þeim. Í inspection II þá er bíllinn tekinn í algjöra skoðun og virkni á öllu tékkuð og athugasemdirnar sem gerðar voru sýndu vel hversu vel þetta er unnið. Hlíf hjá útvarpi fer hratt upp á að fara hægt, öskubakki í afturhurð í ólagi, lítill dynkur þegar rúða í bílstjórahurð fer alveg niður. Þetta voru allar athugasemdirnar að mig minnir!! Þetta eru alveg staðlaðar skoðanir sem þeir framkvæma. Ég prenta alltaf svona út þegar ég smyr/þjónusta minn bíl og fer í gegnum listann, maður er að reyna að vera pro í þessu. En svona skoðun getur kostað alveg upp í 60þ ef það þarf að skipta um eitthvað $$$. |
Author: | Gummi [ Sun 20. Oct 2002 12:01 ] |
Post subject: | |
Fellur það ekki inní ábyrgð? Gefið að bíllinn sé í ábyrgð. Annars var ég að velta því fyrir mér eftir hvað marga kílómetra Inspection 1 skipunin kom fram á tölvunni? |
Author: | Dr. E31 [ Sun 20. Oct 2002 12:14 ] |
Post subject: | |
Já, ég mæli líka með Inspection hjá B & L, ég fór með minn í þarsíðustu viku. Það var tekin inspection II og þeir gjörsamlega tóku bílinn í rassgatið, allt var skoðað, hann var líka hjá þeim í 2 daga (ég lét gera smá auka). Það hafði einhver af fyrri eigendum sett sjálfskiptivökva á vökvakerfið fyrir stírið og bremsuhjálpartjakkinn það átti að vera LHM ("Citroén vatn" á pro máli ![]() Já, þetta er dýrt en þess virði. |
Author: | Bjarki [ Sun 20. Oct 2002 12:27 ] |
Post subject: | |
Bíllinn er ekki lengur í ábyrgð '97 módel. Ljósin í þjónustutölvunni hverfa eftir því hvernig maður ýtir á bensíngjöfina, langkeyrsla langt á milli, innanbæjarakstur og inngjafir styttri tími. Á gömlu bílunum var formúlan aðeins öðruvísi man hana ekki fleiri factorar heldur en bara bensíngjöfin en nútíma tölvutækni hefur einfaldað málið. |
Author: | Alpina [ Sun 20. Oct 2002 15:10 ] |
Post subject: | bensinmagn |
öll þjónusta fer eftir magni eldsneytis i gegnum vélina!!!!!!!!!! Sv.H. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |