Þessari framvör var stolið af bílnum mínum um miðjan Januar en þetta er vör/lip frá ebay sem ég keypti í fyrra.
Ekkert voda dýrt stykki en svakalega pirrandi að lenda í svona skemdarverkum því vörin var skrúfuð og límd á, og stuðari ljaskaður eftir
stuldina. Bíllinn er búinn að standa á efra plani B&L í smá tíma en vélin er í yfirhalningu.
Er búinn að fylgjast með þessum bílum en það eru 3 sem eru með svona
en 2 þeirra með heilkitti og hinn buinn að vera með þetta lengi svo ég leita að þeim fjórða, setti "E39 lip " í leitarvefinn og fann umræðu um svona sama lip aðeins viku áður en mín hvarf.
Endilega hafið augu og eyru opnin en menn eiga bara ekki að komast upp með svona aumingjaskap.
Það er nokkuð líklegt að sá/þeir sem stálu þessu eru væntanlega að lesa þetta líka og endilega skilið þessu því það er ekki hægt að nota þetta án þess að nást.
kv. Loftur