Sá þetta á E30tech og mér leiðist mjög mikið þá hef ég ákveðið að þýða þetta yfir á ísensku.
---------------------------------------------------------------
Leiðbeiningunum verður skipt niður í 4 hluta
1. Spurningar sem spurja á eiganda bílsins
2. Skoðun á innréttingu
3. Skoðun á úthlið (exterior) bílsins
4. Prufu akstur.
------------------------------------------------------------------
Spurningar sem spurja á eiganda bílsins.
1. Er vélin í bílnum upprunalega vélin, ef já hefur hún einhvern tíman verið endurgerð. Ef vélin er ekki upprunalega vélin, hvað gerðist þá við upprunalegu vélina og hvað er þessi vél ekin?
2. Slitnaði tímareimin einhvern tíman, ef ekki hvenær var þá síðast skipt um tímareimina. Ef hún slitnaði hversu miklar voru skemmdirnar?
3. Ertu með þjónustu sögu? Hvað með kvittanir?
4. Hefurðu einhvern tíman farið með bílinn í viðgerð. Ef já, hvað var þá gert. Gerðiru við hann sjálfur eða léstu gera það annarsstaðar. Ef þú lést gera við hann annarsstaðar, hvar léstu þá gera það?
5. Hversu oft skiptir þú um vökva. Hvaða vökva hefur þú skipt um. Hversu oft skiptiru um olíu?
6. Hefur kílómetra teljarinn einhvern tíman bilað. Hefur einhvern tíman verið skipt um hann?
7. Geymdiru bílinn inn í bílskúr. Hversu oft myndiru halda að þú hafir þvegið/bónað bílinn. Notaðiru bílinn yfir vetrartímann?
8. Hefur þú gert einhverjar breytingar á bílnum. Veistu um einhverjar breytingar sem hafa verið gerðar af fyrrverandi eigendum?
9. Hversu lengi hefur þú átt bílinn. Keyptir þú bílinn nýjan, ef ekki, hversu margir eigendur hafa átt hann á undan þér? Af hverju ertu að selja? Hversu lengi hefur bíllinn verið á sölu?
10. Hefur bíllinn lent í bílslysi.
11. Hefur bíllinn verið sprautaður eða er þetta upprunalega lakkið?
12. Hvað er að bílnum? Verður innréttingin nokkurntíman blaut þegar það rignir?
13. Átt þú bílinn eða er eitthvað lán á honum. Er bíllinn skráður á þínu nafni?
14. Hefur þú eitthvað á móti því að ég láti bifvélavirkja skoða bílinn
15. Hefur bíllinn einhvern tíman ekki komist í gegnum skoðun, ef já hvað var þá að? Hefur það verið lagað?
Skoðun á innréttingu
1. Athugaðu hvort samlæsingar, gluggar og topplúga (ef hún er til staðar)
virki.
2. Athugaðu hvort að teppið sé blautt/rakt.
3. Athugaðu hvort það séu sprungur í mælaborðinu.
4. Athugaðu hvort að innréttingin í toppnum sé í lagi.
5. Skoðaðu hvort það séu blettir í teppinu.
6. Athugaðu hvort að sætin virki eins og þau eiga að gera. Er hægt að fella þau niður og færast þau fram og aftur. Athugaðu hvort að beltin virki öll.
7. Athuga hvort að flautan virki.
8. Athugaðu hvort að teppið í skottinu er blautt/rakt.
Skoðun á úthlið bílsins
1. Skoðaðu felgurnar. Líta þær út fyrir að vera beyglaðar, eru þær mikið rispaðar? Eru allar miðjurnar til staðar?
2. Skoðaðu dekkin. Líta þau vel út. Hvað er mikið eftir af þeim?
3. Virka öll ljós? Ekki gleyma háuljósunum, stefnuljósunum og kösturunum (ef þeir eru til staðar).
4. Skoðaðu allar rúðurnar. Fara rúðurnar niður/upp alla leið eins og þær eiga að gera. Eru einhverjar sprungur í rúðunum.
5. Skoðaðu öll og ljós og athuga með sprungur í þeim.
6. Farðu undir bílinn og kíktu á bremsuslöngurnar.
7. Skoðaðu fjöðrunina og fóðringar.
8. Skoðaðu undir vélin og leitaðu af olíu lekum.
9. Athugaðu hvort að öll VIN númerinn passa. Það eru tvö í sitthvorum stuðurunum, eitt í hurðinni og eitt í mælaborðinu.
10. Skoðaðu hvort það séu dældir í gólfinu og á þeim stöðum þar sem bíllinn er tjakkaður upp.
11. Skoðaðu eftirfarandi staði og leitaðu af ryði:
- stuðarar
- svæðið í kringum númeraplötuna
- staðirnir sem bíllinn er tjakkaður upp
- brettin
- fjögur horn gólfsins
- neðist parturinn á hurðunum
- undir rafgeyminum í skottinu
- fyrir aftan hjólaskálarnar
- topplúgan
- bensín tankinn
- bensín lokið og þar í kring
- fjöðrunar turn (strut towers)
- í kringum fram og afturrúðuna
- þverbiti
- bremsu caliber
- afturljós
Prufu akstur
1. Þegar þú startar bílnum athugaðu hvort að einhver ljós loga í mælaborðinu og ýttu á "check control" takkann til að sjá hvort allt sé í lagi.
2. Athugaðu hvort þú heyrir eitthvað hljóð í reimunum. Athugaðu líka hvort þau fara þegar vélin er orðin heit.
3. Heyriru einhver hljóð þegar þú snýrð stýrinu?
4. Hvernig gengur vélin? Gengur hún mjúklega (smooth)? Kemur einhver blár reykur úr pústinu? Finnuru fyrir einhverju hiksti eða kraftleysi?
5. Hvernig virka bremsurnar? Titra þær þegar þú bremsar á litlum hraða?
6. Virkar kúplingin eins og hún á að virka? Er erfitt að koma bílnum í gír? Er skiptir mjög laus í sér? Er skipting á milli gíra mjúk? Heyriru einhver óvenjuleg hljóð úr gírkassanum/skiptingunni?
7. Athugaðu hvort að miðstöðin virkar. Blæs hún á öllum 4 stillingum.
8. Ef þú getur, athugaðu þá hvort að rafmagnið í afturrúðunni virkar í frosti. Kemur móða á framrúðuna þó svo að kveikt sé á miðstöðinni?
9. Athugaðu hitann á vélinni. Er hann eðlilegur.
10. Virka rúðuþurkurnar. Hvað með rúðupissið?
11. Eftir prufu aksturinn stoppaðu bílinn, settu í hlutlausan(eða P) og tosaðu í handbremsuna. Opnaðu húddið og athugaðu hvort það kemur reykur úr vélinni. Hvernig hljómar allt? Heyriru einhver skrítinn hljóð?
ATH: Mæli með því að þú gerir eftirfarandi EKKI:
- Skoða bílinn í mykri.
- Skoða bílinn í rigningu.
- Skoða bílinn rétt eftir að einhver hefur verið að keyra hann.
-----------------------------------------------------------------------------------
Vona að þetta nýtist einhverjum, ef þið viljið bæta einhverju við endilega póstið því þá og ég bæti því við
P.S. Þessi texti er ekki eftir mig! Ég ákvað bara að þýða texta sem ég fann á netinu!
P.S.S. Ég fann þennan texta á E30 spjalli þannig að þetta á aðallega við E30 en mjög mikið þarna á bara við bíla yfir höfuð hugsa ég.
Kv Árni Björn