bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 08. May 2025 09:09

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 55 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next
Author Message
PostPosted: Thu 22. Feb 2007 19:32 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 26. Feb 2004 11:19
Posts: 354
Location: Skagaströnd
Forsaga þessrar áskorunar er sú að ég fór með bílinn minn í skoðun í dag og í barnaskap mínum ákvað ég að láta filmurnar halda sér í fram hliðar rúðunum. Að sjálfsögðu fékk ég endurskoðun og hefði látið þar við sitja, nema hvað að konan mín var með í för og var hún hreint ekki sátt.

Hún heimtaði svör frá manngarminum sem skoðaði bílinn okkar. Hann var svo sem alveg sammála okkur með það að þessar reglur væru úreltar, enda hefur margt og mikið vatn runnið til sjávar síðan menn voru að klína rauðum Bílanaust filmum í Escortana sína með tilheyrandi lofbólum og veseni. Þær filmur voru þannig að þú sást lítið sem ekkert í gegnum þær, svipað eins og að horfa í gegnum flöskubotn. Nú er þetta orðið svolítið mikið annað mál. Filmurnar í dag eru orðnar það fullkomnar og vinnan í kringum þær unnar af fagmönnum.

Er ekki komin tími til að að fara pressa á endurskoðun þessarar reglugerðar?? Ég fór létt yfir lítinn hluta reglugerðana um bifreiðar inná http://www.reglugerd.is og var ekki búinn að skoða mig lengi um þegar ég sá strax eina reglugerð sem er þverbrotin hvað eftir annað af flutningabílstjórum landsins.

Auka háljósker: Ljósker skulu tengd öðrum háljóskerum og kvikna skal á þeim samtímis áskildum háljóskerum eða um sérstakan rofa. Þegar um er að ræða tvö pör aukaháljósa mega þau ekki loga samtímis. Þegar skipt er af háljósum á lágljós skulu öll háljósin slokkna samtímis. Aukaháljós skulu staðsett framar en ökumaður. Að öðru leyti gilda sömu ákvæði og um áskilin háljósker.

Hvernig er það þegar flutningabílarnir eru að aka þjóðvegina í myrkri með átta pör af aukaháljósum logandi samtímis??

Ég er samt ekki að fordæma notkun þeirra á kösturum því að þeir auka öryggi bílstjórana og annara vegfaranda með réttri notkun.

En þetta er örugglega ekki eina reglugerðin sem er brotin hvað ofan í annað vegna þess að hún er orðin löngu úrelt.

Nú legg ég það til að við tökum okkur saman og pressum á endurskoðun eftirfarandi reglugerðar.

Óheimilt er að þekja framrúðu og hliðarrúður sem eru framar en bak ökumannssætis í öftustu stöðu að hluta til eða alveg með litarefnum eða plasthimnu.

Með von um góðar undirtektir.

_________________
Þetta er bara blær, blíður og vær.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Feb 2007 20:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Skil að þú sért pirraður,,

en að fá 4000 kr. sekt fyrir að gefa EKKI stefniljós :evil: :evil:

Þetta eru lög og reglugerðir

,,,,,,,,,, THATS IT

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Feb 2007 20:12 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Feb 2004 15:03
Posts: 3465
Location: norður í rassgati
Með kastarana....þá fá þeir ekki skoðun útá þetta ef þeir eru vitlaust tengdir....

Aftur á móti minnir mig að það sé hægt að hafa kastara tengda gegnum sér rofa ef það er flokkað sem vinnuljós.


Svo er ég alveg 100% sammála með þessar filmureglur, þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum og filmur skerða öryggi um akkúrat ekki neitt, svo lengi sem þær eru ekki kolsvartar eða ónýtar.

_________________
kv. Jakob B. Bjarnason


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Feb 2007 21:04 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 26. Feb 2004 11:19
Posts: 354
Location: Skagaströnd
Alpina wrote:
Skil að þú sért pirraður,,

en að fá 4000 kr. sekt fyrir að gefa EKKI stefniljós :evil: :evil:

Þetta eru lög og reglugerðir

,,,,,,,,,, THATS IT


Já en það er eiginlega ekki hægt að líkja þessum hlutum saman.

_________________
Þetta er bara blær, blíður og vær.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Feb 2007 21:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
Jonni s wrote:
nema hvað að konan mín var með í för og var hún hreint ekki sátt.


Keep your ho on a leash!

Alpina wrote:
en að fá 4000 kr. sekt fyrir að gefa EKKI stefniljós :evil: :evil:



:lol: Gott á þig :lol:

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Feb 2007 21:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
IvanAnders wrote:
Jonni s wrote:
nema hvað að konan mín var með í för og var hún hreint ekki sátt.


Keep your ho on a leash!

Alpina wrote:
en að fá 4000 kr. sekt fyrir að gefa EKKI stefniljós :evil: :evil:



:lol: Gott á þig :lol:


Það var ekki ég sem fékk sektina,,
en skal koma því áleiðs ,,og taka fram að þú ,,gleðjist innilega yfir því :?

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Feb 2007 21:34 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 26. Feb 2004 11:19
Posts: 354
Location: Skagaströnd
IvanAnders wrote:
Jonni s wrote:
nema hvað að konan mín var með í för og var hún hreint ekki sátt.


Keep your ho on a leash!

Alpina wrote:
en að fá 4000 kr. sekt fyrir að gefa EKKI stefniljós :evil: :evil:



:lol: Gott á þig :lol:


Ég er ekki alveg að meðtaka það að þú sért að uppnefna konuna mína sama hversu lúðalega þú kemur því frá þér.

En þakka þér samt alveg kærlega fyrir þetta ákaflega menningalega innlegg í þessa umræðu.

_________________
Þetta er bara blær, blíður og vær.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Feb 2007 21:37 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Mon 30. Jan 2006 22:34
Posts: 282
bróðir minn skrúfaði bara niður rúðurnar og hafði stóran hund í farþegasætinu, no problemo, full skoðun :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Feb 2007 22:07 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 12. May 2003 14:38
Posts: 1278
Location: Keflavík
Frikki wrote:
bróðir minn skrúfaði bara niður rúðurnar og hafði stóran hund í farþegasætinu, no problemo, full skoðun :lol:


Haha, ég skellti uppúr þegar ég las þetta :rofl:

_________________
BMW E39 523i '99 M Parallels "seldur"
VW Passat '98 "seldur"
VW Golf GTI '98 "seldur"
BMW E30 320i M-tech I '86 "dáinn" :(


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Feb 2007 22:58 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Dec 2002 22:00
Posts: 597
Location: R.vík
Frikki wrote:
bróðir minn skrúfaði bara niður rúðurnar og hafði stóran hund í farþegasætinu, no problemo, full skoðun :lol:


Nú er ég svo tregur. Skil ég þig rétt, fékk hann s.s. skoðun út á það að hann var svona ógnandi?

Kv.
Þórir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Feb 2007 23:01 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 12. May 2003 14:38
Posts: 1278
Location: Keflavík
Hundurinn hefur þurft ferskt loft :)

_________________
BMW E39 523i '99 M Parallels "seldur"
VW Passat '98 "seldur"
VW Golf GTI '98 "seldur"
BMW E30 320i M-tech I '86 "dáinn" :(


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Feb 2007 23:08 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 26. Feb 2004 11:19
Posts: 354
Location: Skagaströnd
Já maður hefur heyrt margar góðar leiðir til að svindla á þessu.

En væri ekki gott að geta bara haft sínar filmur í áhyggjulaus þegar kemur að skoðunardegi.

Gaman væri ef einhver hefði virkilega góð rök fyrir því að filmur eigi að vera bannaðar.

_________________
Þetta er bara blær, blíður og vær.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Feb 2007 23:18 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
Þórir wrote:
Frikki wrote:
bróðir minn skrúfaði bara niður rúðurnar og hafði stóran hund í farþegasætinu, no problemo, full skoðun :lol:


Nú er ég svo tregur. Skil ég þig rétt, fékk hann s.s. skoðun út á það að hann var svona ógnandi?

Kv.
Þórir


Afsakaðu en mér finnst það bara svo yndislegt hvað það skíííín í gegn í þessari spurningu að þú sért Lögreglumaður :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Feb 2007 23:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
Jonni s og Alpina....


Ég biðst afsökunnar á innleggi mínu hér að ofan!

Þetta gat ekki verið minna illa meint, og sagt í tómu spassakasti.

Kommentið á konuna þína Jonni, ég var að horfa á The 40 year old virgin, en þar kemur þessi fleyga setning fram, en á ekkert erindi hér, og hér með biðst ég afsökunar!

Alpina,- Það fer hrikalega í taugarnar á mér við vissar aðstæður, að fólk noti ekki stefnuljós, og í þessu skapi mínu áðan, datt mér í hug að skjóta því fram hér, á þennan hátt,- en meinti ekkert illt, og gleðst ekkert yfir þessari sekt,- sama hver fékk hana.

Vona að þið afsakið þetta félagar :wink:

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Feb 2007 23:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
Jonni s wrote:
Já maður hefur heyrt margar góðar leiðir til að svindla á þessu.

En væri ekki gott að geta bara haft sínar filmur í áhyggjulaus þegar kemur að skoðunardegi.

Gaman væri ef einhver hefði virkilega góð rök fyrir því að filmur eigi að vera bannaðar.


Ég hef margoft heyrt að það dugi að skrúfa rúðurnar niður, og taka öryggin fyrir upphalarana úr (gott ef að ég heyrði það ekki frá skoðunarmanni? )

En, ég sel það ekki dýrara en ég keypti það

Hins vegar "skal allur búnaður bifreiðarinnar vera í lagi"

En, það að rúðurnar virki ekki, er frekar athugasemd, en samt "full skoðun"

En filmur hins vegar endurskoðun :wink:

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 55 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 14 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group