bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Gamlir BMW
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2055
Page 1 of 2

Author:  sv1 [ Tue 22. Jul 2003 15:19 ]
Post subject:  Gamlir BMW

Sælir hér!

Í götunni fyrir neðan þar sem ég vinn hefur staðið úti undanfarna mánuði fallegur gamall BMW. Hann er ljós-blár með kremaðari innréttingu, tveggja dyra og aftan á honum stendur CS 2.5 automatic. Hann er sennilega í kringum 1970 módel og númerið á honum er MA-007. Líklega hefur bíllinn verið uppgerður ekki alls fyrir löngu. Sem áhugamaður um gamla bíla, þó aðallega Benza, þá hef ég tekið eftir því hvað það virðast vera fáir gamlir BMW bílar til hér á landi. Alla veganna eru þeir ekki mjög sýnilegir. Það er einn annar appelsínugulur fjögurra dyra bíll sem oft kemur í keyrslur með Fornbílaklúbbnum, en um fleiri bíla veit ég ekki. Hver er ástæðan fyrir þessu að ykkar mati? Varðandi bláa tveggja dyra bílinn, þá var ég aðallega að spá í hvort eigandinn hefur hugsað sér að láta bílinn standa þarna lengi og þar með fækka þessum bílum enn frekar.

Skemmtilegt hvað þið hafið annars náð góðu lífi í þetta spjall ykkar.

Kveðja,
Sveinn.
Mercedes-Benz 300SEL 6.3, 1967

Author:  arnib [ Tue 22. Jul 2003 15:23 ]
Post subject: 

Það var umræða um þennan bíl alls ekki fyrir löngu
þar sem mig minnir að það hafi verið nefnt að hann væri
falur :)

Annars er þetta alveg gull-fallegur bíll og mjög sérstakur!

Author:  sv1 [ Tue 22. Jul 2003 15:32 ]
Post subject: 

Er þá ekki einhver BMW áhugamaðurinn hér sem vill kaupa? Hvað vill hann annars fá fyrir bílinn? Ég biðst afsökunar ef ég er að endurtaka einhvera gamla umræðu, en ég byrjaði á að leita á spjallinu af “CS 2.5” og “MA-007” og öðru álíka og ekkert kom upp. Ég þekki reynar lítið til BMW þannig að það má vera að hann heiti eitthvað annað. Er bíllinn annars í góðu lagi?

Sveinn.

Author:  oskard [ Tue 22. Jul 2003 15:39 ]
Post subject: 

var ekki verið að vinna í mótornum á honum ? minnir að þessi blái sé ekki til sölu ?

Author:  bebecar [ Tue 22. Jul 2003 16:19 ]
Post subject: 

Ég hef nú meiri áhuga á þínum bíl... Benz 6.3 - það er engin smáræðis græja.

Hvernig væri nú að segja okkur frá honum! Og velkomin á spjallið.

Author:  Alpina [ Tue 22. Jul 2003 18:44 ]
Post subject: 

R-22
Ef einhverjir muna eftir ÞESSU::::::::http://www.hugi.is/bilar/greinar.php?grein_id=43910

Sv.H

Author:  sv1 [ Tue 22. Jul 2003 21:02 ]
Post subject: 

Ég ætlaði nú ekkert að fara að tala um minn bíl hér, enda er hann kannski ekki af réttu gerðinni til þess. Annars kemur flest fram í greininni á Huga, fyrir utan það að ég hef athugasemdir við ¼ mílu tímann. Uppgefinn tími frá verksmiðjunum er 14.25sek og hér má sjá bílinn fara kvartmíluna á 14.16sek, þannig að sú tala stendur. Sá maður hefur reyndar farið á sama bíl á 13.9sek. Ég endurskráði bílinn síðastliðið haust, en hann hafði þá ekki verið á götunni síðan Geir Þorsteinsson fyrrverandi forstjóri Ræsis átti hann. Skemmtilegt tilviljun þar sem við erum náfrændur. Hann hefur ítrekað boðið í bílinn síðan í fyrra, en reyndar lítið verið ágengt. Fyrir þá sem hafa áhuga, þá eru hér vefsetur með upplýsingum um bílinn: www.m-100.org, www.m-100.info. Nóg um minn bíl.

Hvaða upplýsingar hafa menn um þennan ljósbláa tveggja dyra BMW? Hafa menn upplýsingar um aðra gamla BMW bíla hér á landi, fyrir utan hann og þann appelsínugula?

Sveinn.

Author:  bebecar [ Tue 22. Jul 2003 21:06 ]
Post subject: 

Þetta kvartmílumyndband er kostulegt...

PS, MJÖG góður tími líka!
Eini ljósblái CS bíllinn sem ég veit um var til sölu uppí B&L á 1.5 fyrir ekki mjög löngu síðan - það var 3.0 CS.

Síðan er náttúrulega til einn 2002 hvítur túrbó hér held ég. Svo er minn náttúrulega á leið í fornbílinn - 3 ár í viðbót.

Author:  Þórður Helgason [ Wed 23. Jul 2003 11:20 ]
Post subject:  Gamlir BMW ar

Þessi ljósblái 2500 CS sjálfskipti var held ég í eigu Jóns í Keiluhöllinni, veit ekki um núverandi eigendur. Það eru aðeins þrír svona á landinu, þessi 2500, sennilega árg 73 (orkukreppan, mótorinn minnkaður úr 3,0 í 2,5).

Annar er þessi sem var í B&L, (var amk.) sannkallað gulleintak á heimsmælikvarða, á Akureyri alla tíð þar til fyrir nokkrum árum í eigu forstjóra með delluna á háu stigi.

Sá þriðji var fluttur inn fyrir nokkrum árum, er í uppgerð og var auglýstur í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum. Sá er 2800 CS. árg 71, minnir mig.

Svo er það minn, árg 68, sá elsti og sjaldgæfasti, aðeins framl. 2837 eintök eins og minn, (4 cyl, sjálfsk. m. toppllúgu og fl.) Hann bíður annarrar uppgerðar ennþá. Hann er með öðrum framljósum, og 75mm styttri framan við hurðir.

Sjá þráð í bílar félagsmanna eða þannig.

Kv. úr sólinni.

Author:  saemi [ Wed 23. Jul 2003 23:35 ]
Post subject: 

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... ht=s%EDlsa

Þessi sem B&L átti (er það ekki A 1881) var mér sagt að væri kominn aftur norður!

Meira um MA bílinn í þráðnum að ofan.

Sæmi

Author:  sv1 [ Wed 23. Jul 2003 23:42 ]
Post subject: 

Já, ég var búinn að gleyma þessum bíl sem var á sýningu Fornbílaklúbbsins í húsnæði B&L í fyrra. Hann var hafður þarna sem sýningargripur, en ég held að hann hafi samt ekki beinlínis verið hluti af sýningunni. Hann var einmitt til sölu þá. Sá bíll leit ljómandi vel út.

Hér er mynd af appelsínugula bílnum. 2002 stendur aftan á honum (væntanlega ekki tilvísun í árgerð). Þetta er dálítið skemmtilegur bíll, en ég veit ekki með vinnuvélalitinn (hann hefur þó vanist ágætlega). Ert þú kannski með mynd af þínum bíl Þórður?

Sveinn

Author:  saemi [ Wed 23. Jul 2003 23:51 ]
Post subject: 

Alveg rétt, ég var búinn að gleyma 2002 bílnum.

Hann er með svalasta númer ever, er kominn með R2002. Var með nýju plöturnar í fyrra, en er komin með þessar núna :D

Hann stendur við Flókagötu, smekklegasti 2002 bíllinn sem ég hef séð á landinu.

Sæmi

Author:  bebecar [ Thu 24. Jul 2003 00:00 ]
Post subject: 

Vinur minn átti 2002 bíl einmitt í þessum lit fyrir ári síðan í Danmörku - hvað er þessi orange bíll búin að vera lengi hér?

Author:  Playmaker [ Thu 24. Jul 2003 00:10 ]
Post subject: 

þessi appelsínuguli er búinn að vera á númerum síðan 1997. Hann er á fornnúmerum. Sá sem á þennan bíl á annan ljósblásanseraðan 3,3 L með hvítu leðri, 4 dyra árgerð 1974.

Dune

Author:  bebecar [ Thu 24. Jul 2003 08:23 ]
Post subject: 

Var þessi fernra dyra ekki fluttur inn líka, fyrir stuttu síðan?

PS, þessir menn eiga að mæta á samkomur!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/