bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Punktar fyrir Evrópu Túr. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=20451 |
Page 1 of 2 |
Author: | HPH [ Wed 21. Feb 2007 23:11 ] |
Post subject: | Punktar fyrir Evrópu Túr. |
Núna er sumarið að nálgast og margir búnir að plana að fara í Evrópu Túr. Hvernig væri það ef að þeir sem hafa farið svona ferð munu koma með nokkur góð ráð eins og hvað skal Hafa með sér, Hvað skal varast, Staðir til að skoða, Peninga, Gisti staðir o.fl. koma líka kanski með svona hringinn sem þið hafið farið t.d. eins RVK - sey, Köben - Berlin - Lux....... og nöfn á hótelum/mótelum. hvernig þið pantið Gistingu og svoleiðis. Já bara ALLT sem þið getið miðlað þekkingu og reinslu til hina. ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Thu 22. Feb 2007 16:21 ] |
Post subject: | Re: Punktar fyrir Evrópu Túr. |
HPH wrote: Núna er sumarið að nálgast og margir búnir að plana að fara í Evrópu Túr. Hvernig væri það ef að þeir sem hafa farið svona ferð munu koma með nokkur góð ráð eins og hvað skal Hafa með sér, Hvað skal varast, Staðir til að skoða, Peninga, Gisti staðir o.fl.
koma líka kanski með svona hringinn sem þið hafið farið t.d. eins RVK - sey, Köben - Berlin - Lux....... og nöfn á hótelum/mótelum. hvernig þið pantið Gistingu og svoleiðis. Já bara ALLT sem þið getið miðlað þekkingu og reinslu til hina. ![]() Varðandi gistingu þá væri etv. ágætt að staðsetja Youth Hostel, en þar er gisting töluvert ódýrari en á móti nánast engin þjónusta, aftur á móti eru hótel allstaðar og oftast er hægt að staðsetja þau með GPS. Annars væri gott að hafa með sér græna kortið(tryggingin á bílnum), GPS tækið, kort+PIN og myndavél, ég held að það sé ekki neitt meira sem þú verður að taka með þér. |
Author: | Bjarkih [ Thu 22. Feb 2007 17:05 ] |
Post subject: | |
Væri sniðugt fyrir þig að fara í tryggingastofnun og fá hjá þeim kort sem gildir sem sjúkratryggingarkort á öllu EES svæðinu. |
Author: | fart [ Thu 22. Feb 2007 17:41 ] |
Post subject: | |
Bjarkih wrote: Væri sniðugt fyrir þig að fara í tryggingastofnun og fá hjá þeim kort sem gildir sem sjúkratryggingarkort á öllu EES svæðinu.
Getur sótt um það á netinu. Svo þarf að hafa með sér skærgult vesti A'la Svezel þar sem að maður er næstum réttdræpur ef lagt er stund á viðgerðir í vegkanti án slíks búnaðar. |
Author: | mags [ Sat 24. Feb 2007 18:21 ] |
Post subject: | |
Er ekki líka skylda að hafa viðvörunarþríhyrning í skottinu? Ef þú ert á ferð í þýskumælandi landi og vantar gistingu þá er yfirleitt hægt að redda sér með því að leita að skilti þar sem stendur "Zimmer Frei" (laust herbergi). Oft eru leigð út fín herbergi (með baðherbergi) í heimahúsum og það er sérstök stemmning að spjalla við gestgjafana yfir morgunkaffinu. Passa sig bara á því að í sveitum fara menn jafnvel að sofa upp úr kl. 21 ![]() Ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum með heimagistingu - frekar hefur hún komið skemmtilega á óvart. Verð fyrir herbergi EUR 35-60 með morgunmat. Það er af svo óendanlega miklu að taka þegar nefna á staði sem vert væri að skoða að það er efni í nýjan flokk á spjallinu. Væri kannski ekki svo vitlaust... |
Author: | Svezel [ Sat 24. Feb 2007 18:51 ] |
Post subject: | |
*VERA MEÐ GPS TÆKI!!!!!!!! Það munar öllu *Maður fær ekki að fara um borð í Norrænu nema að vera með græna kortið og svo þarf að sækja tryggingarskírteini hjá tryggingarfélaginu sem er með heimilistrygginguna. *Gott gista á Best Western eða Ibiz, það eru hótel í ódýrari kanntinum en samt mjög snyrtileg og með góðan aðbúnað. *Ekki þvælast lengst til vinstri á hraðbrautunum nema þú getir haldið hraða, verður fljótur að lenda í góðu flauti og bendingum frá diesel audium ef svo er. *Bensín er ódýrt í Lúxembourg. *Ítalía sökkar miðað við Þýskaland. |
Author: | gunnar [ Sat 24. Feb 2007 19:08 ] |
Post subject: | |
Neðsti punkturinn hjá þér er frekar hlægilegur.. ![]() |
Author: | Svezel [ Sat 24. Feb 2007 19:13 ] |
Post subject: | |
í raun sökka öll lönd miðað við Þýskaland að mínu mati ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Sat 24. Feb 2007 19:14 ] |
Post subject: | |
gunnar wrote: Neðsti punkturinn hjá þér er frekar hlægilegur..
![]() Mér fannst nú Ítalskir fjallavegir þeir al-skemmtilegustu sem ég hef nokkurn tímann ekið ![]() |
Author: | Djofullinn [ Sat 24. Feb 2007 19:15 ] |
Post subject: | |
Thrullerinn wrote: gunnar wrote: Neðsti punkturinn hjá þér er frekar hlægilegur.. ![]() Mér fannst nú Ítalskir fjallavegir þeir al-skemmtilegustu sem ég hef nokkurn tímann ekið ![]() |
Author: | gunnar [ Sat 24. Feb 2007 19:57 ] |
Post subject: | |
OHHHH!! ég get ekki beðið eftir að komast út maður... Ég reyndar krossa ansi mörg lönd og verð í 2 mánuði úti, þannig maður eyðir ekki svaka tíma í hverju landi. Verð samt mest í þýskalandi. |
Author: | JOGA [ Sat 24. Feb 2007 20:47 ] |
Post subject: | |
gunnar wrote: OHHHH!! ég get ekki beðið eftir að komast út maður...
Ég reyndar krossa ansi mörg lönd og verð í 2 mánuði úti, þannig maður eyðir ekki svaka tíma í hverju landi. Verð samt mest í þýskalandi. Verður ekki reglulega update-að með myndum úr ferðinni ![]() |
Author: | gunnar [ Sat 24. Feb 2007 20:55 ] |
Post subject: | |
Það verður gert jú, tek með mér ferðatölvu og reyni að vera duglegur að henda inn myndum. Sérstaklega af slaufunni ![]() |
Author: | JOGA [ Sat 24. Feb 2007 21:02 ] |
Post subject: | |
gunnar wrote: Það verður gert jú, tek með mér ferðatölvu og reyni að vera duglegur að henda inn myndum. Sérstaklega af slaufunni
![]() Glæsilegt, verður gaman að fylgjast með því. |
Author: | Thrullerinn [ Mon 21. May 2007 14:05 ] |
Post subject: | |
fart wrote: Bjarkih wrote: Væri sniðugt fyrir þig að fara í tryggingastofnun og fá hjá þeim kort sem gildir sem sjúkratryggingarkort á öllu EES svæðinu. Getur sótt um það á netinu. Svo þarf að hafa með sér skærgult vesti A'la Svezel þar sem að maður er næstum réttdræpur ef lagt er stund á viðgerðir í vegkanti án slíks búnaðar. Hvar fær maður svona vesti? |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |