bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

750 Highline - vantar uppl.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=20154
Page 1 of 2

Author:  Zustand [ Fri 09. Feb 2007 22:14 ]
Post subject:  750 Highline - vantar uppl.

Veit einhver hvort það eru til 750 Highline bílar hér á landi?

Author:  Chrome [ Sat 10. Feb 2007 04:52 ]
Post subject: 

Það var orðrómur um einn eeennn...Nei!

Author:  elli [ Mon 12. Feb 2007 08:38 ]
Post subject: 

það er til einn E32

Author:  íbbi_ [ Mon 12. Feb 2007 09:08 ]
Post subject: 

ég hef séð svartan E32 bíl,

Author:  elli [ Mon 12. Feb 2007 09:11 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
ég hef séð svartan E32 bíl,

akkúrat.
Og maðurinn er gjörsamlega ófáanlegur til að selja :?

Author:  HAMAR [ Mon 12. Feb 2007 09:18 ]
Post subject: 

mikið skil ég hann vel að vilja ekki selja. :king:

Author:  íbbi_ [ Mon 12. Feb 2007 09:38 ]
Post subject: 

ég sá þann bíl á bílasölu meðan 'E32 var alveg ennþá talin mjög flottur bíll af fólki sem var ekki sona nördar eins og við, svartur og svartur á innan væri til í að eignast hann

Author:  Leikmaður [ Mon 12. Feb 2007 10:23 ]
Post subject: 

highline?

Author:  íbbi_ [ Mon 12. Feb 2007 10:26 ]
Post subject: 

þetta eru sona extra vel búnir og "höfðingjalegir" bílar, með center console aftan í og flr

Author:  Djofullinn [ Mon 12. Feb 2007 11:13 ]
Post subject: 

En man einhver eftir bláum E32 750 í gamla daga þegar þetta voru bílar upp á margar millur. Var alltaf á samlitum heldjúpum að mig minnir AC Schnitzer felgum. Hann var GEÐBILAÐUR! Mér fannst hann alltaf flottasti BMW landsins þá.

Author:  Þórir [ Mon 12. Feb 2007 11:40 ]
Post subject:  Highline

Sælir.

Ég hef ekið í svona Highline bíl en félagi minn tók það að sér að aka honum sem brúðarbíl. Sá bíll var í eigu Gísla Gúmm, í B&L.

Sá bíll var einmitt með rafstillanlegum aftursætum, borð á sætisbökum framsæta, GSM síma aftur ( sem þótti aldeilis flott ) , kæli milli sætanna sem í var tvö glös sem voru með stálbotni en segulstál mátti finna í borðunum og ofan á consolinu sem kælirinn var í. Merkilegast þótti mér samt að í consolinu var takki en með honum mátti færa til farþegasætið frammí, svona ef ske kynni að "body guard-inn" væri farinn að taka of mikið pláss. Þetta var rosaleg kerra og það væri gaman að vita hvar þessi bíll er í dag.

Kveðja
Þórir I.

Author:  basten [ Mon 12. Feb 2007 12:03 ]
Post subject:  Re: Highline

Þórir wrote:
Merkilegast þótti mér samt að í consolinu var takki en með honum mátti færa til farþegasætið frammí, svona ef ske kynni að "body guard-inn" væri farinn að taka of mikið pláss.


Þessi takki er í E65 L-týpunum sem eru vel búnir. Gaman að geta fært kvikindið frammí alveg í fremstu stöðu :wink:

Author:  jens [ Mon 12. Feb 2007 12:29 ]
Post subject: 

Djöfullinn skrifar:

Quote:
En man einhver eftir bláum E32 750 í gamla daga þegar þetta voru bílar upp á margar millur. Var alltaf á samlitum heldjúpum að mig minnir AC Schnitzer felgum. Hann var GEÐBILAÐUR! Mér fannst hann alltaf flottasti BMW landsins þá.


Já ég man eftir þessum bíl, Hann var keyptur upp á skaga af strák sem heitir Haukur, þetta var allverulega geðveikur bíll. Það bilaði í honum sjálfskiptinginn og hann átti bílinn lengi eftir það og spurnig hvort hann eigi hann enn og þá bilaður.
Þetta er fyrir mjög mörgum árum, spurnig um að spyrjast fyrir um bílinn.
Hann var síðast með einkanúmerið HAWK

Author:  gstuning [ Mon 12. Feb 2007 12:35 ]
Post subject: 

hann var í keflavík vel og lengi á sölu,
mig minnir að hann hafi verið 735i.
hann var já, geðbilað flottur

Author:  Djofullinn [ Mon 12. Feb 2007 13:00 ]
Post subject: 

Ok ég hélt alltaf að þetta væri 750. Minnir að hann hafi verið með V12 nýrunum en er þó ekki viss :)
Væri gaman að vita hvar hann er niðurkominn í dag.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/