bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

VETRARLEIKDAGUR Sunnudaginn 11.Feb
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=20110
Page 1 of 3

Author:  F2 [ Thu 08. Feb 2007 12:29 ]
Post subject:  VETRARLEIKDAGUR Sunnudaginn 11.Feb

Leikdagur verður haldinn Sunnudaginn 11.Feb.

Menn þurfa ekki að eiga eitthverjar ofurgræjur til að skemmta sér. Skiptir engur máli hvort drifið er að framan eða aftan eða allan hringinn. Góð vetradekk eru nauðsynleg en engir naglar leyfðir.
Allir velkomnir.


Brautin verður opin frá 11 og fram eftir degi. Fer eftir aðsókn og síðan birtu.

Þar mun fólk geta leikið sér og lært inn á bílana sína.

Áhorfendur eru beðnir um að leggja við sjoppuna.

Bílar þurfa að vera með skoðun og með tryggingarviðauka.
Og standast skoðun á staðnum ef þurfa þykir.

Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskírteini.

Öllum sem taka þátt er skylt að nota öryggishjálm. Vinsamlegast komið með eigin hjálm, það flýtir fyrir.

Það verður enginn tímatökubúnaður í gangi enda er þetta bara leikur.

Ef ökumaður veldur tjóni á brautinni eða umhverfi hennar er ökumaður ábyrgur fyrir því og verður að laga það.

Gjald fyrir að aka er 2000 krónur.

Þeir sem ætla að taka þátt verða að koma með tryggingarviðauka og undirritaða þáttökuyfirlýsingu, og 2000 krónur í seðlum.

Engin undanþága verður frá þessum reglum.

Ég endurtek.

Engin undanþága verður frá þessum reglum.

Mér þykir leitt að senda menn heim án þess að fá að aka en lögin eru bara svona og ég fer eftir þeim.



Ef menn lenda í vandræðum við að rata þá hringið í mig í síma 897 1020.


Þáttökuyfirlýsing

Þátttökuyfirlýsing vegna æfingar í brautarakstri
sem fram fer þ. 11 / 02 / 2007


Undirritaður ökumaður lýsir því hér með yfir að hafa lesið reglur þær sem gilda um æfinguna og samþykkir að fara eftir þeim í einu og öllu.
Undirritaður gerir sér grein fyrir þeim hættum sem fylgja akstri á brautini og tekur alfarið þátt í henni á eigin ábyrgð.
Undirritaður staðfestir með undirritun sinni að gera engar kröfur á hendur umsjónamanni brautarinnar, landeiganda né heldur þeim er stjórna leikdeginum vegna mögulegs tjóns sem hann kann að verða fyrir í keppninni - hvort heldur um er að ræða eigna- eða líkamstjón.


______________________________________
Nafn ökumanns

___________________
Kennitala

_____________
Bílnúmer

____________ ____________________
GSM númer og e-mail


(vegna ökumanna sem er yngri en 18 ára)
Undirritaður forráðamaður ökumanns samþykkir ofangreinda skilmála og gefur samþykki fyrir þátttöku viðkomandi.


_____________________________________
Nafn forráðamanns

_____________________
Kennitala

Image

Image

Author:  Steini B [ Thu 08. Feb 2007 12:31 ]
Post subject: 

Quote:
Leikdagur verður haldinn Laugardaginn 13. Janúar.

:lol:

Author:  arnibjorn [ Thu 08. Feb 2007 12:32 ]
Post subject: 

Talandi um copy/past :lol:

Ég reyni kannski að mæta.. ef ég verð ekki of þunnur til að keyra :D

Author:  Aron Andrew [ Thu 08. Feb 2007 12:45 ]
Post subject: 

Hvort er þetta á Laugardeginum eða Sunnudeginum?

Author:  F2 [ Thu 08. Feb 2007 12:46 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:
Hvort er þetta á Laugardeginum eða Sunnudeginum?



Sunnudaginn :lol:

Author:  Porsche-Ísland [ Fri 09. Feb 2007 09:19 ]
Post subject: 

Þeir sem hafa hug á að mæta þurfa að muna eftir Tryggingarviðaukanum í dag.

Veðurspáinn lofar góðu.

Author:  Aron Andrew [ Sun 11. Feb 2007 15:31 ]
Post subject: 

Kíkti einhver héðan?

Author:  Steini B [ Sun 11. Feb 2007 15:38 ]
Post subject: 

Ég kíkti smá áður en ég fór heim....

Voða fáir bílar eitthvað...

Author:  Aron Andrew [ Sun 11. Feb 2007 15:39 ]
Post subject: 

Steini B wrote:
Ég kíkti smá áður en ég fór heim....

Voða fáir bílar eitthvað...


Var einhver snjór á brautinni?

Author:  Steini B [ Sun 11. Feb 2007 15:51 ]
Post subject: 

Já, held að nánast öll brautin hafi verið þakin snjó...

Hérna er ein mynd sem sergio tók....
Image

Author:  F2 [ Sun 11. Feb 2007 19:32 ]
Post subject: 

Hérna eru nokkrar myndir af leikdeginum

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Geggjaður SX 8)

Author:  Jón Ragnar [ Sun 11. Feb 2007 19:35 ]
Post subject: 

Hver á þennan Legacy?

Author:  F2 [ Sun 11. Feb 2007 19:39 ]
Post subject: 

Jón Ragnar wrote:
Hver á þennan Legacy?


Maggi Mazda...

Var lækkaður í gær og síðan hentum við þessum felgum undir í gærkvöldi 8)

Author:  Aron Andrew [ Sun 11. Feb 2007 19:39 ]
Post subject: 

Jón Ragnar wrote:
Hver á þennan Legacy?


Maggi Leathal

Author:  JOGA [ Sun 11. Feb 2007 19:48 ]
Post subject: 

Nei sko. Einn af mínum gömlu SX mættur 8)

Þetta er fínn bíll. Hver var á hann núna??

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/