bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Sælir - smá hjálp væri vel þeginn
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1967
Page 1 of 1

Author:  Jónas [ Mon 14. Jul 2003 21:01 ]
Post subject:  Sælir - smá hjálp væri vel þeginn

Er að pæla í að fjárfesta í BMW.. Gömlu módeli þá (10-200þús kr.)

Hvernig er þetta, hvaða bílar eru góðir, eru það 3xx línan? eða?

Afsakið ef ég hef sagt eitthvað heimskulegt :)


P.S. Ef einhver er með góðan BMW til sölu (0-200.000kr) má hinn sami láta mig vita ;)

Author:  saemi [ Mon 14. Jul 2003 21:22 ]
Post subject: 

Heheh, ekkert heimskulegt sagt.... Ennþá allaveganna!

Það fer nú eiginlega eftir hverju þú ert að sækjast eftir hvað er mest gáfulegt.

Þristarnir 3xx eru langvinsælastir hjá yngra fólkinu og bílar upp að svona 88 módelinu ættu að passa inn undir verðramman hjá þér. En þú getur líka fengið fimmur 5xx á sama reiki. Sjöurnar eru mjög fáar eftir eldri en 87 módel og þær finnast ekki undir 400 þús að ég held.

4cyl 316i 318i og 518i er best hvað varðar bensíneyslu, en stærri bílarnir með 6cyl eru skemmtilegri....

Sæmi

Author:  bjahja [ Tue 15. Jul 2003 01:56 ]
Post subject: 

Það fer mikið eftir því eftir hverju þú sækist.
Þristarnir (E30 83-91) eru eins og sæmi sagði vinsælir hjá yngra fólkinu (enda er það nánast eina línan sem hann á ekki :lol: ) Þeir eru líka minnstir og sportlegastir.
Fimmurnar (E28 81-88(?)) eru frekar stórir krúserar, gott að sitja í þeim og keyra þá. Geta verið sportlegir.
Sjöurnar (E23 77-87) eru fokking stórar, flekar dauðans.

Síðan fer vélarstærðin einfaldlega eftir því hvort þú vilt bensín sparnað eða kraft (og verð náttúrulega líka)

Author:  bebecar [ Tue 15. Jul 2003 08:20 ]
Post subject: 

Það er bara skotið á okku þroskuðu mennina hér hægri og vinstri :naughty:

Ég er nú jafn gamall og Sæmi og samt á þrist, meira að segja tveggja dyra - ég held að lang bestu kaupin hljóti að vera í fimmunum, þristar eru miklu dýrari og mikið meiri eftirspurn með þeim. Það er heldur ekki hæpið að ímynda sér að fimmur hafi fengið betri meðferð yfir sitt æviskeið...

Svo á Sæmi nú væntanlega tvo bíla til að selja þér sem báðir eru mjög góðir, annar á 170 þús og hinn á 220 þús... kíktu á söludálkinn!

Author:  benzboy [ Tue 15. Jul 2003 21:42 ]
Post subject: 

Sammála þessu með fimmurnar, miklu meiri líkur á að þú sért að fá bíl sem hefur ekki verið nauðgað fram og til baka

Author:  Just [ Wed 16. Jul 2003 02:28 ]
Post subject: 

Gæti ekki verið meira sammála! :wink:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/