Gunnar Þór wrote:
Danni wrote:
Svo er dísel alltaf málið. 530 dísel t.d. er virka svipað og 540 bensín, en nota helmingi minna eldsneyti með jafn stóran tank.
En 540 er samt svo æðislegir bílar! Ég mæli hiklaust með þannig nema þú ert að leita að einhverju sem eyðir litlu, þá er dísel málið. Er ekki að segja að 540 eyðir miklu, minn notar svona 12l / 100 í blönduðum akstri enda keyri ég einsog kelling. Fer undir 10 á langkeyrslu. Ég fór t.d. norður um verslunarmannahelgina síðustu og resettaði annan eyðslumælinn í tölvunni. Fór niður í 8.5 á 100km/h allan tíman. En það er samt bara svipað og innanbæjar eyðslan á dísel. Ég fæ mér dísel næst, þegar ég fæ leið á 540 (sem ég geri ekki ráð fyrir á næstunni hehehehe)
Ekki það að ég sé að kalla þig lygara, en rosalega á ég erfitt með að trúa því að 540i geti farið í niður í 12l / 100!!!
Einu skiptin sem ég hef náð E420 bílnum mínum í þannig tölur er með stífum langkeyrslum

Þér er velkomið að setjast þá bara í bílinn hjá mér og sjá það! Aksturstölvan er með 2 eyðslumæla sem mæla meðaltal, Consuption 1 og Consuption 2.
Consuption 1 er sá sem ég resetta hvenar sem er þegar mig langar til að sjá eyðsluna. Hann var síðast þegar ég kíkti í 11.6 og það er mærihlutinn á rúntinum á Hafnagötunni í Keflavík.
Consuption 2 er sá sem ég er ekki búinn að resetta síðan ég fékk bílinn 1. Ágúst 2006. Hann er í 11.9 og er búinn að fara þangað úr 14+ sem hann var í þegar ég fékk bílinn.
Enn og aftur vil ég taka það fram að ég keyri einsog versta kelling!! Það er bara svo þægilegt að krúsa á þessum bíl að ég bara gleymi mér í að keyra hægt á köflum
