bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hverjir eru góðir að massa fyrir mann
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=195
Page 1 of 1

Author:  Propane [ Thu 17. Oct 2002 14:58 ]
Post subject:  Hverjir eru góðir að massa fyrir mann

Bíllinn minn er með nokkur kústaför eftir fyrri eigendur þannig að ég er að spá í að láta massa hann allann. Hverjir eru bestir í þessu og vitið þið hvað það kostar ca?

Author:  bebecar [ Thu 17. Oct 2002 15:31 ]
Post subject: 

Afhverju massar þú hann ekki bara sjálfur, það er ekkert stórmál, bara puð - passar þig bara að fylgja leiðbeiningunum.

Author:  GauiJul [ Thu 17. Oct 2002 17:20 ]
Post subject: 

Auðvitað á marr að gera þetta sjálfur en.... stundum getur verið gott að láta gera svona hluti fyrir sig ef maður er ekki með réttu græjurnar við hendina, Ég hef aldrey látið massa fyrir mig en ég hef heyrt um einhvern gaur á smiðjuveginum sem kallar sig Bón King er víst mjög vandvirkur og frekar ódýr skilst mér, svo er auðvitað hægt að fara til Jobba hann er nú búin að vera í bransanum í 16 ár þannig að hann ætti að kunna þetta veit hinsvegar ekkert hvað það kostar,

Væri gaman að fá að vita ef einhver veit eitthvað um þennan Bón King :lol:

Author:  Alpina [ Thu 17. Oct 2002 18:22 ]
Post subject:  mössun

'Eg mæli með bónstöðinni í vatnagörðum

Þar vinnur piltur að nafni GUNNI og ég hef aldrei séð neinn leggja jafn mikinn metnað í að þrífa bíla og hann,drengurinn er snillingur
ýkjulaust þá liggur við að stráksi falli í tranz þegar hann er að bóna og djöflast,, toppvinnubrögð.

ps. 'Eg hef engra hagsmuna að gæta

Sv.H.

Author:  Gunni [ Thu 17. Oct 2002 19:30 ]
Post subject: 

það er bara eitt sem þið verðið að passa ef þið farið á bónstöð, og það er það að brýna fyrir starfsmönnunum að ef þeir keyri bílinn ykkar meira heldur en inn og út þá séu þeir í djúpum skít. skrifa niður kílómetratöluna þannig að þeir sjái. þá láta þeir bílinn vera. það er ekkert meira pirrandi heldur en starfsmenn bílaþjónustufyrirtækja sem taka fagra bíla eins og okkar og nauðga þeim.

takk

Author:  DXERON [ Thu 17. Oct 2002 23:57 ]
Post subject:  mössun

já mágur minn átti einusinn rauðan mx3 sem var farinn að veðrast. lét massann fyrir mega pening í skeifunni held ég. þegar ég fór að skoða bíllinn sá ég að lakkið var komið niðri grunn á hvössum stöðum, ég spurði hann útí það og svaraði hann því að bón gaurinn sagði að lakkið væri þunnt og lelegt.? veit ekki hvort hann sagði satt. en bílinn varð betri eftir þetta en samt fannst mér þetta ekki peningana virði, en ef ég væri þið þá myndi ég gera þetta sjálfur, fylgja leiðbeiningunum og fá ráð, þjálfa sig upp í þessu!

DXeron

Author:  Propane [ Fri 18. Oct 2002 09:46 ]
Post subject: 

Ég hef vanalega massað mína bíla sjálfur, en bimminn minn er dökkblár og það er svo leiðinlegt þegar það sjást massaför á svona dökkum bílum. Ég á ekki vél í þetta, þannig að ég þyrfti að handmassa hann. Hvaða massa mælið þið með? ég hef notað G4 úr orkunni en hann er soldið grófur.

Author:  hlynurst [ Fri 18. Oct 2002 09:52 ]
Post subject: 

Ég held að hann sé ágætur á bílinn þinn. Þar sem sést svolítið vel á honum.

Author:  Bjarki [ Fri 18. Oct 2002 09:53 ]
Post subject: 

Er ekki hægt að fá mössunarpúða á slípirokk?

Author:  Propane [ Fri 18. Oct 2002 10:57 ]
Post subject: 

Jújú, það er víst til í orkunni.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/