bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Er heillinn í öllum hérna á spjallinu frosnaður??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=19475
Page 1 of 9

Author:  saemi [ Thu 11. Jan 2007 10:22 ]
Post subject:  Er heillinn í öllum hérna á spjallinu frosnaður??

Stakk þetta þig í augun?? Eða sástu ekkert athugavert??

Hvað er þetta með stafsetningu og málfræði hérna inni á spjallinu.

Maður er farinn að sjá annað hvert innlegg með svo hræðilegum mál- og stafsetningarvillum að maður skammast sín sem spjallverja. Er fólk virkilega ekkert feimið við að setja frá sér texta með villu í þriðja hverju orði? Hefur enginn sem kemur úr skóla lengur metnað til að geta skrifað rétt?

Það er skiljanlegt með þessa sem eru lesblindir og þessháttar, en það er minnihluti þess sem kemur hér inn. Hitt er einfaldlega vankunnátta og skeytingarleysi. Hvernig væri að fólk hysjaði upp um sig buxurnar og færi að æfa sig í stafsetningu í stað þess að hanga hér á kraftinum :)


Nei en án gríns, það er alveg hræðilegt þegar fólk getur ekki lengur skrifað og talað rétt mál. Það er ekki eins og við höfum ekki öll tækifæri í heiminum til að mennta okkur hér á landi. Hvernig getur maður tekið einstakling alvarlega og borið virðingu fyrir honum ef hann kann ekki einu sinni að tala og skrifa?

Author:  ///M [ Thu 11. Jan 2007 10:23 ]
Post subject: 

:clap:

Author:  Giz [ Thu 11. Jan 2007 10:28 ]
Post subject: 

Heyr heyr!!

Mjög þörf og góð ábending sem vonandi allir taka til greina.

G

Author:  gunnar [ Thu 11. Jan 2007 10:31 ]
Post subject: 

Mjög gildur punktur hjá þér Sæmi. Það er orðið alveg ógerandi að lesa efni á netinu orðið sökum villna í stafsetningu hjá fólki.

Ég hef samt tekið eftir því að sumir skrifa rétt á blaði, en rangt í tölvu/síma. Það er eins og sumum finnst allt í góðu að sletta og skrifa rangt á lyklaborð. En þetta fer alveg ótrúlega mikið í mig.

Author:  gstuning [ Thu 11. Jan 2007 10:31 ]
Post subject: 

Góður sæmi,

Ég pikka svo hratt og illa að ég þarf að pikka aftur sumt til að losna við
villur.
Fæ alveg samviskubit að skrifa eitthvað vitlaust

Author:  gunnar [ Thu 11. Jan 2007 10:32 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Góður sæmi,

Ég pikka svo hratt og illa að ég þarf að pikka aftur sumt til að losna við
villur.
Fæ alveg samviskubit að skrifa eitthvað vitlaust


Æfa sig ;)

Ég er einmitt næstum því orðinn villulaus í stafsetningu á lyklaborði.

En það kemur nátturulega fyrir að maður ýti of sjaldan á l eða n eða eitthvað svoleiðis.

Author:  gstuning [ Thu 11. Jan 2007 10:35 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
gstuning wrote:
Góður sæmi,

Ég pikka svo hratt og illa að ég þarf að pikka aftur sumt til að losna við
villur.
Fæ alveg samviskubit að skrifa eitthvað vitlaust


Æfa sig ;)

Ég er einmitt næstum því orðinn villulaus í stafsetningu á lyklaborði.

En það kemur nátturulega fyrir að maður ýti of sjaldan á l eða n eða eitthvað svoleiðis.


ég get léttilega pikkað rétt, ég pikka bara sum orð oft og þau eru föst í minninu hvernig þau eru pikkuð, á meðan orð sem ég nota ekki oft
koma oft vitlaust út :oops:

Author:  Saxi [ Thu 11. Jan 2007 10:45 ]
Post subject: 

Löngu tímabær póstur!!!!!

Þó að þetta spjallborð sé alls ekki verst hvað þetta varðar.

Ég fór í leitarvalmöguleikann og leitaði að uppáhalds vitleysunni minni, orðinu "lýtur". Fólk virðist vera alveg staðráðið í því að bílar þeirra eða annarra "lýti" vel út því að: LEIT SKILAÐI 201 ÚTKOMUM. :roll:

Bílar líta vel út!

Saxi

Author:  Lindemann [ Thu 11. Jan 2007 10:47 ]
Post subject: 

ég hélt að heilinn þinn Sæmi væri FROSNAÐUR þegar ég las fyrirsögnina :lol:

En já ég er sammála þessu, það er mjög leiðinlegt að lesa texta sem er skrifaður hræðilega vitlaust.
Maður kippir sér náttúrulega ekkert upp við einstakar villur, en þegar maður fær á tilfinninguna að maður sé að lesa texta eftir 7 ára krakka, þá er það orðið slæmt.

Author:  IceDev [ Thu 11. Jan 2007 10:49 ]
Post subject: 

Satt og rétt, maður hefur orðið mikið var við þetta vandamál og þá sérstaklega á netinu

Oft er notast við hina "góðu og gildu" afsökun að maður sé lesblindur....blökkumaður vinsamlegast!

Hversu margir sem greindir hafa verið lesblindir eru í raun bara lélegir í íslenskri málfræði?

Eins og þetta með lýtur og lítur...þá er eitt sem fer enn meira í mínar taugar og það er þegar að fólk segir "víst" í stað "fyrst"

T.d

"Fyrst þetta á að vera svona..."

í

"Víst þetta á að vera svona..."

Sveiattan segi ég nú bara og tel ég að efla mætti betur réttritun í skólum landsins í stað þess að einblína á kennimyndir, þolföll og þannig herlegheit

Ég met það meira að geta skilið það sem fólk skrifar frekar en að það sé málfræðilega vitlaust

Author:  Einarsss [ Thu 11. Jan 2007 10:51 ]
Post subject: 

Ekkert nema gott mál, ég reyni að vanda mig þegar ég er að skrifa. og forðast orð eins og eskan,eilla, eikka etc etc etc..

Author:  arnibjorn [ Thu 11. Jan 2007 10:53 ]
Post subject: 

Ég þori nú varla að svara í þennan þráð... svo hræddur um að gera villu! :| :lol:

En þetta er alveg rétt. Ef maður er slakur í stafsetningu þá er um að gera að stoppa og lesa vel yfir það sem maður skrifar.

Ég var aldrei neitt svakalega góður í stafsetningu í grunnskóla en ég get yfirleitt sagt allt sem ég þarf að segja án þess að gera villur :wink:

Author:  Aron Andrew [ Thu 11. Jan 2007 10:57 ]
Post subject: 

Tek undir þetta hjá Sæma, ákveðnir aðilar skrifa eins og það sé eitthvað mikið að klikka í kollinum á þeim.

Author:  Danni [ Thu 11. Jan 2007 10:58 ]
Post subject: 

Ég er kominn með orðabók í Firefox núna svo ég geri ekki eins margar stafsetningavillur. :mrgreen: En málvillurnar, ég veit ekki, finnst ég ekki gera mikið af þeim.

Author:  Kristjan [ Thu 11. Jan 2007 11:15 ]
Post subject: 

https://addons.mozilla.org/firefox/3643/

Þetta ownar varðandi innsláttarvillurnar, en bjargar málfræðinni sáralítið.

Page 1 of 9 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/