bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nýi M6
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1932
Page 1 of 2

Author:  bebecar [ Thu 10. Jul 2003 10:58 ]
Post subject:  Nýi M6

Ég fékk EVO í gær og rét tnáði að lesa um næstu kynslóð M6.

Bíllinn verður HUGE en á að vera í anda síðustu sexu en með enn meiri áherslu á aksturseiginleika. Hann verður boðinn með dynamic drive og einhverjum fleiri skammstöfunum.

M6 bíllinn verður svo með V-10 vél, nýþróaðri (eðlilega) og mun hún verða 500 hestöfl en með góðu svigrúmi fyrir aukningu á afli.

Mér finnst gaman að BMW skuli ekki láta ofur hestaflabílana frá Benz fæla sig út í að gera einhverja vitleysu eins og að skella á þetta túrbínu eða eitthvað til að toppa þeirra hestaflatölu.

Þetta verður N/A bíll með hröku fínum manners.

Í blaðinu var líka minnst á að það hefðu verið framleiddir 5 M8 tilraunabílar á sínum tíma sem hefði svo verið hætt við að framleiða vegna gróðurhúsaáhrifa og alls græningja bullsins em leiddi af því... Sá bíll var með 550 hestafla vél! Vélin í þeim bíl var svo notuð í McLaern F1 með nokkrum breytingum þar sem aflið var þvingað vel upp fyrir 600 hestöfl...
En hugsið ykkur bara - ef þeir hefðu framleitt M8 - 550 hestafla bíll og það fyrir 10 árum síðan!!! Hvar væri þá hestafla kapphlaupið í dag?

Þessi bíll þarf samt að vera ANSI góður til að slá þenna út útlitslega og líka bara almennt séð... ImageGamla sexan var framleidd í 13 ár og var í enda sölutímans enn talinn besti Coupé bíllinn hvað varðar dínamík og aksturseiginleika.

Image

Author:  arnib [ Thu 10. Jul 2003 11:01 ]
Post subject: 

Þetta er auðvitað bara hreinasta og pjúra geðveiki :)

500 Hestöfl N/A með loads af torque :)...

Mjá!

Author:  bebecar [ Thu 10. Jul 2003 11:02 ]
Post subject: 

Það er rétt hægt að ímynda sér það - svo verður gaman að sjá hvernig hann stenst samanburð við SL monsterin...

Ég er viss uma ð hann jarðar þá í aksturseiginleikum og það muni ekki skorta mikið á í afli.

Author:  bjahja [ Thu 10. Jul 2003 15:07 ]
Post subject: 

Ég ætla samt rétt að vona að hann muni ekki líta svona út.
En vélarlega séð :bow:

Author:  bjahja [ Thu 10. Jul 2003 16:24 ]
Post subject: 

Ég var að sjá nýjar myndir á www.bmwm5.com
Lýtur bara mjög vel út á þeim, fyrir utan framendan :roll:
Image

http://www.kalach.easynet.be/e63.htm

Author:  bebecar [ Thu 10. Jul 2003 16:38 ]
Post subject: 

Mér finnst hann bara of stór! Ég vil litla bíla!

Author:  arnib [ Thu 10. Jul 2003 16:55 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Mér finnst hann bara of stór! Ég vil litla bíla!


En þetta ER sexa..

Þú ættir þá að vera að skoða nýja þristinn, eða Z3 eða eitthvað..
Eða bíða rólegur eftir BMW 1-series ?

Author:  bebecar [ Thu 10. Jul 2003 17:05 ]
Post subject: 

Já, en hann er stærri en 850 bíll og það talsvert....

Author:  saemi [ Thu 10. Jul 2003 17:08 ]
Post subject: 

Úfff.. mér finnst þessi hliðarmynd MJÖG flott!

Verst ég get ekki beðið eftir að hann verði 20 ára svo ég geti keypt eintak :lol:

Sæmi

Author:  SkuliSteinn [ Thu 10. Jul 2003 17:34 ]
Post subject: 

Hann er helvíti ljótur að framan



Image


Það er leiðinlegt að segja það en hann minnir mig rosalega á einhverja Hondu :bigcry:

Afturendinn er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Image


En hann er flottur á hlið :lol2:

Author:  Schulii [ Thu 10. Jul 2003 17:46 ]
Post subject: 

mér finnst hann alveg sjúkur á hlið en spurning hvort það sé kannski full mikil Chris Bangle lykt af framendanum...

Author:  Heizzi [ Thu 10. Jul 2003 22:14 ]
Post subject: 

Nákvæmlega það sem ég var að hugsa

Author:  morgvin [ Sat 12. Jul 2003 10:33 ]
Post subject: 

Jég dái þennan grip, og er ég alveg viss á því að hann er eins og allir nýju bimmarnir miklu flottari augliti til auglitis. (þótti mér Z4 ógeðslegur á myndum en vá hvað þetta dýr er fallegt !!!!! =))))))))))) )


Svo er þyngdinn á nýja 645ci bílnum 1600kg og með 50/50 waight distribution alveg eins og á nýju fimmuni (245 kW og 450 Nm sem er bara ágætt og 5.6 í 100kmph þetta þungur).
svo er það 6 speed auto gearbox með step tronic, 6 speed manuall og svo náttúru lega smg gearboxið góða, svo verður já allur andskotinn af öðrum skammstöfunum.

Author:  O.Johnson [ Sat 12. Jul 2003 17:10 ]
Post subject: 

Þegar ég fékk EVO á miðvikudaginn. Þegar ég
byrjaði að fletta því það sá ég mynd af nýju
sexuni og ég bókstaflega öskraði og henti
blaðinu frá mér. Þetta er einn ljótasti bíll sem
BMW hefur gert. Og hann er ljótur frá öllum hliðum.
Þessu looki er ekki hægt að venjast eins og nýju
fimmuni.

Author:  benzboy [ Sat 12. Jul 2003 19:43 ]
Post subject: 

Það er nú sennilega hægt að venjast framendanum og það bara þokkalega vel með tímanum - en görnin á honum sökkar feitt (allt í lagi, maður ekur þá bara á undan :wink: )

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/